Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sindri Sverrisson skrifar 21. nóvember 2024 10:32 Rúmenía og Kósovó mættust í Búkarest, í Þjóðadeildinni, og var staðan markalaus þegar leikmenn Kósovó gengu af velli. Rúmeníu var dæmdur 3-0 sigur en Kósovóar ætla að áfrýja þeirri niðurstöðu. Getty/Vasile Mihai-Antonio Knattspyrnusamband Kósovó telur UEFA ýta undir rasisma með ákvörðun sinni um að dæma Rúmeníu 3-0 sigur gegn Kósovó í Þjóðadeildinni í fótbolta. Kósovóar ætlar að leita til CAS, alþjóða íþróttadómstólsins, og Svíar fylgjast spenntir með. UEFA dæmdi Rúmeníu 3-0 sigur í leik sem var markalaus þegar leikmenn Kósovó gengu af velli og neituðu að klára leikinn, vegna rasískra hrópa stuðningsmanna Rúmeníu. Í frétt á heimasíðu knattspyrnusambands Kósovó segir að Rúmenar hafi fengið eins leiks áhorfendabann hjá UEFA og verið sektaðir, vegna kynþáttaníðs og/eða óviðeigandi hegðunar stuðningsmanna, til viðbótar við að dæma samt Rúmeníu sigur. Við þetta ætlar knattspyrnusamband Kósovó ekki að una og segir á heimasíðu sinni að úrskurður UEFA sé einmitt staðfesting á því að leikmenn Kósovó hafi orðið fyrir kynþáttaníði, og því brugðist við eins og þeir gerðu. „Þetta mál er ekki bara barátta fyrir fótboltann í Kósovó, heldur barátta gegn rasisma og hvers konar mismunun,“ segir á heimasíðu knattspyrnusambands Kósovó. Niðurstaðan gæti skipt miklu máli fyrir Svía Hver sem endanleg niðurstaða verður þá gæti hún skipt miklu máli fyrir Svía. Ef að Rúmenar fá stigin þrjú fyrir sigur enda þeir með 18 stig í sínum riðli í C-deildinni. Svíar enduðu með 16 í sínum riðli. Að óbreyttu er Rúmenía því hærra á forgangslista yfir lið sem gætu farið í umspil um sæti á HM 2026, komist þau ekki þangað eða beint á HM í gegnum undankeppnina á næsta ári. Fjögur bestu liðin sem unnu sinn riðil í Þjóðadeildinni, en enda ekki í 1. eða 2. sæti síns riðils í undankeppni HM, komast í umspilið. Sem stendur eru það Spánn, Portúgal, Þýskaland og Frakkland en ljóst er að það mun breytast því þessi lið, og næstu lið á listanum, eru afar líkleg til að komast beint á HM eða í umspilið, í gegnum undankeppnina. Röð þjóðanna inn í HM-umspilið (Landslið sem unnu sína riðla) A4: Spánn (16 stig). A1: Portúgal (14 stig). A3: Þýskaland (14 stig). A2: Frakkland (13 stig). B2: England (15 stig). B3: Norgegur (13 stig). B4: Wales (12 stig). B1: Tékkland (11 stig). C2: Rúmenía (18 stig). C1: Svíþjóð (16 stig). C4: Norður-Makedónía (16 stig). C3: Norður-Írland (11 stig). D2: Moldóva (9 stig). D1: San Marínó (7 stig). Þannig kemst San Marínó í HM-umspilið ef tíu af liðunum hér fyrir ofan enda í 1. eða 2. sæti síns riðils í undankeppni HM á næsta ári. Ísland gæti mætt Kósovó í óvenjulegu einvígi Þess má að lokum geta að Kósovó er eitt af fjórum liðum sem Ísland gæti dregist gegn, þegar dregið verður í umspil Þjóðadeildarinnar. Á morgun verður dregið um það hvaða liði Ísland mætir í B/C-umspili Þjóðadeildarinnar í mars. Ísland endaði í 3. sæti síns riðils í B-deildinni og þarf að halda sæti sínu í B-deild með því að vinna eitt þessara liða: Armenía, Búlgaría, Slóvakía og Kósovó. Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira
UEFA dæmdi Rúmeníu 3-0 sigur í leik sem var markalaus þegar leikmenn Kósovó gengu af velli og neituðu að klára leikinn, vegna rasískra hrópa stuðningsmanna Rúmeníu. Í frétt á heimasíðu knattspyrnusambands Kósovó segir að Rúmenar hafi fengið eins leiks áhorfendabann hjá UEFA og verið sektaðir, vegna kynþáttaníðs og/eða óviðeigandi hegðunar stuðningsmanna, til viðbótar við að dæma samt Rúmeníu sigur. Við þetta ætlar knattspyrnusamband Kósovó ekki að una og segir á heimasíðu sinni að úrskurður UEFA sé einmitt staðfesting á því að leikmenn Kósovó hafi orðið fyrir kynþáttaníði, og því brugðist við eins og þeir gerðu. „Þetta mál er ekki bara barátta fyrir fótboltann í Kósovó, heldur barátta gegn rasisma og hvers konar mismunun,“ segir á heimasíðu knattspyrnusambands Kósovó. Niðurstaðan gæti skipt miklu máli fyrir Svía Hver sem endanleg niðurstaða verður þá gæti hún skipt miklu máli fyrir Svía. Ef að Rúmenar fá stigin þrjú fyrir sigur enda þeir með 18 stig í sínum riðli í C-deildinni. Svíar enduðu með 16 í sínum riðli. Að óbreyttu er Rúmenía því hærra á forgangslista yfir lið sem gætu farið í umspil um sæti á HM 2026, komist þau ekki þangað eða beint á HM í gegnum undankeppnina á næsta ári. Fjögur bestu liðin sem unnu sinn riðil í Þjóðadeildinni, en enda ekki í 1. eða 2. sæti síns riðils í undankeppni HM, komast í umspilið. Sem stendur eru það Spánn, Portúgal, Þýskaland og Frakkland en ljóst er að það mun breytast því þessi lið, og næstu lið á listanum, eru afar líkleg til að komast beint á HM eða í umspilið, í gegnum undankeppnina. Röð þjóðanna inn í HM-umspilið (Landslið sem unnu sína riðla) A4: Spánn (16 stig). A1: Portúgal (14 stig). A3: Þýskaland (14 stig). A2: Frakkland (13 stig). B2: England (15 stig). B3: Norgegur (13 stig). B4: Wales (12 stig). B1: Tékkland (11 stig). C2: Rúmenía (18 stig). C1: Svíþjóð (16 stig). C4: Norður-Makedónía (16 stig). C3: Norður-Írland (11 stig). D2: Moldóva (9 stig). D1: San Marínó (7 stig). Þannig kemst San Marínó í HM-umspilið ef tíu af liðunum hér fyrir ofan enda í 1. eða 2. sæti síns riðils í undankeppni HM á næsta ári. Ísland gæti mætt Kósovó í óvenjulegu einvígi Þess má að lokum geta að Kósovó er eitt af fjórum liðum sem Ísland gæti dregist gegn, þegar dregið verður í umspil Þjóðadeildarinnar. Á morgun verður dregið um það hvaða liði Ísland mætir í B/C-umspili Þjóðadeildarinnar í mars. Ísland endaði í 3. sæti síns riðils í B-deildinni og þarf að halda sæti sínu í B-deild með því að vinna eitt þessara liða: Armenía, Búlgaría, Slóvakía og Kósovó.
Röð þjóðanna inn í HM-umspilið (Landslið sem unnu sína riðla) A4: Spánn (16 stig). A1: Portúgal (14 stig). A3: Þýskaland (14 stig). A2: Frakkland (13 stig). B2: England (15 stig). B3: Norgegur (13 stig). B4: Wales (12 stig). B1: Tékkland (11 stig). C2: Rúmenía (18 stig). C1: Svíþjóð (16 stig). C4: Norður-Makedónía (16 stig). C3: Norður-Írland (11 stig). D2: Moldóva (9 stig). D1: San Marínó (7 stig).
Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira