Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2024 19:44 Amanda Andradóttir í baráttunni um boltann við markaskorara Real Madrid Lindu Caicedo. Getty/Diego Souto/ Amanda Andradóttir var í byrjunarliði hollenska liðsins Twente sem tapaði 3-2 á móti Real Madrid í Meistaradeildinni í kvöld. Amanda átti stoðsendingu í leiknum. Sveindís Jane Jónsdóttir var hins vegar ekki í leikmannahópi Wolfsburg sem vann 5-0 sigur á Galatasaray á sama tíma. Amanda var í byrjunarliðinu alveg eins og úti á Spáni þar sem Twente tapaði 7-0 á móti sama liði Real Madrid. Að þessu sinni voru Amanda og stelpurnar á heimavelli og stóðu sig miklu betur. Real Madrid slapp á endanum heim með 3-2 sigur. Amanda stóð sig vel og spilaði allan leikinn. Jaimy Ravensbergen kom Twente í 1-0 á 29. mínútu en Linda Caicedo jafnaði metin fyrir Real Madrid í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Danska landsliðskonan Signe Bruun náði að koma Real yfir á 71. mínútu og í blálokin skoraði Alba Redondo þriðja markið. Twente stelpurnar náði að laga stöðuna með marki Sophiu te Brake á sjöttu mínútu í uppbótartíma. Markið skoraði hún eftir stoðsendingu frá Amöndu. Wolfsburg hafði mikla yfirburði í kvöld og fylgdi eftir 5-0 sigri á sama andstæðingi úti í Tyrklandi í leiknum á undan. Sveindís hefur verið að glíma við meiðsli og sjaldan verið í byrjunarliðinu á síðustu vikum og mánuðum. Liðið saknaði þó ekki íslenska landsliðsframherjans í leiknum í kvöld sem vannst 5-0. Alexandra Popp skoraði tvö fyrstu mörkin á fyrstu fimmtán mínútum leiksins og Janina Minge bætti við þriðja markinu á 31. mínútu. Popp innsiglaði síðan þrennu sína með fjórða markinu á 88. mínútu. Fimmta markið kom síðan á sjöttu mínútu í uppbótatíma og það skoraði Lena Lattwein. Wolfsburg hefur nú unnið tvo síðustu leiki sína eftir að hafa farið stigalaust í gegnum tvær fyrstu umferðirnar. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Sveindís Jane Jónsdóttir var hins vegar ekki í leikmannahópi Wolfsburg sem vann 5-0 sigur á Galatasaray á sama tíma. Amanda var í byrjunarliðinu alveg eins og úti á Spáni þar sem Twente tapaði 7-0 á móti sama liði Real Madrid. Að þessu sinni voru Amanda og stelpurnar á heimavelli og stóðu sig miklu betur. Real Madrid slapp á endanum heim með 3-2 sigur. Amanda stóð sig vel og spilaði allan leikinn. Jaimy Ravensbergen kom Twente í 1-0 á 29. mínútu en Linda Caicedo jafnaði metin fyrir Real Madrid í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Danska landsliðskonan Signe Bruun náði að koma Real yfir á 71. mínútu og í blálokin skoraði Alba Redondo þriðja markið. Twente stelpurnar náði að laga stöðuna með marki Sophiu te Brake á sjöttu mínútu í uppbótartíma. Markið skoraði hún eftir stoðsendingu frá Amöndu. Wolfsburg hafði mikla yfirburði í kvöld og fylgdi eftir 5-0 sigri á sama andstæðingi úti í Tyrklandi í leiknum á undan. Sveindís hefur verið að glíma við meiðsli og sjaldan verið í byrjunarliðinu á síðustu vikum og mánuðum. Liðið saknaði þó ekki íslenska landsliðsframherjans í leiknum í kvöld sem vannst 5-0. Alexandra Popp skoraði tvö fyrstu mörkin á fyrstu fimmtán mínútum leiksins og Janina Minge bætti við þriðja markinu á 31. mínútu. Popp innsiglaði síðan þrennu sína með fjórða markinu á 88. mínútu. Fimmta markið kom síðan á sjöttu mínútu í uppbótatíma og það skoraði Lena Lattwein. Wolfsburg hefur nú unnið tvo síðustu leiki sína eftir að hafa farið stigalaust í gegnum tvær fyrstu umferðirnar.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira