Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2024 22:31 Dalton Knecht fagnar einni af þriggja stiga körfum sinum fyrir Los Angeles Lakers á móti Utah Jazz. Getty/Harry How Það er ný stjarna að fæðast í Los Angeles. Sá heitir Dalton Knecht og spilar með liði LA Lakers í NBA deildinni í körfubolta. Knecht er nýliði í deildinni en skoraði 37 stig í nótt í 124-118 sigri Lakers á Utah Jazz. Strákurinn skoraði meðal annars níu þrista í leiknum og jafnaði þar með nýliðametið yfir flesta þrista í einum leik. Metið var þó ekki í eigu Steph Curry sem skoraði mest sjö þrista í leik á nýliðaárinu sínu með Golden State Warriors. Metið áttu þeir Keyonte George (15. febrúar 2024), Yogi Ferrell (3. febrúar 2017) og Rodrigue Beaubois (27. mars 2010) saman en núna hefur sá fjórði bæst við í hópinn. Knecht skoraði 21 stig á síðustu fjórum mínútum í þriðja leikhluta þar sem hann hitti meðal annars úr fjórum þristum í röð. Hann endaði með því að hitta úr 12 af 16 skotum sínum í leiknum þar af 9 af 12 fyrir utan þriggja stiga línuna. Dalton Knecht was UNSTOPPABLE 🔥37 PTS9 3PM12-16 FGLakers got one at No. 17 💎 pic.twitter.com/3IX6yidjp3— Bleacher Report (@BleacherReport) November 20, 2024 Knecht var svo sjóðandi heitur að hann tók meðal annars upp á því að herma eftir frægum viðbrögðum Michael Jordan frá því í lokaúrslitum 1992. Það gerði Knecht með því að yppta öxlum eftir að enn einn þristurinn hans söng í netinu. Lakers valdi Knecht númer sautján í nýliðavalinu. „Við uppgötvuðum ekki DK. Hin sextán félögin klúðruðu þessu bara. Horfði enginn á hann spila? Þú uppgötvar ekki leikmann ársins í SEC deildinni,“ sagði LeBron James, að sjálfsögðu ánægður með liðsfélaga sinn en um leið hneykslaður á því hvernig gat dottið alla leið niður í sæti sautján á nýliðavalinu. „Hann er óttalaus og stórt vopn fyrir okkar hóp en ekki bara í því að skora. Hann er orkugjafi fyrir liðið okkar,“ sagði þjálfarinn JJ Redick sem sjálfur var mikil skytta. Redick náði einu sinni að skora níu þrista í leik í sínum 940 NBA leikjum en nýliðinn var að ná því í sinum fjórtánda leik í NBA. DALTON KNECHT HAD HIMSELF A NIGHT:🔥 37 PTS (career high)🔥 9 3PM (ties rookie record)🔥 Scored 22 straight for LA@Lakers move 2-0 in #EmiratesNBACup play and are undefeated going back to last season 💯 pic.twitter.com/OjMOeKxY4p— NBA (@NBA) November 20, 2024 NBA Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Knecht er nýliði í deildinni en skoraði 37 stig í nótt í 124-118 sigri Lakers á Utah Jazz. Strákurinn skoraði meðal annars níu þrista í leiknum og jafnaði þar með nýliðametið yfir flesta þrista í einum leik. Metið var þó ekki í eigu Steph Curry sem skoraði mest sjö þrista í leik á nýliðaárinu sínu með Golden State Warriors. Metið áttu þeir Keyonte George (15. febrúar 2024), Yogi Ferrell (3. febrúar 2017) og Rodrigue Beaubois (27. mars 2010) saman en núna hefur sá fjórði bæst við í hópinn. Knecht skoraði 21 stig á síðustu fjórum mínútum í þriðja leikhluta þar sem hann hitti meðal annars úr fjórum þristum í röð. Hann endaði með því að hitta úr 12 af 16 skotum sínum í leiknum þar af 9 af 12 fyrir utan þriggja stiga línuna. Dalton Knecht was UNSTOPPABLE 🔥37 PTS9 3PM12-16 FGLakers got one at No. 17 💎 pic.twitter.com/3IX6yidjp3— Bleacher Report (@BleacherReport) November 20, 2024 Knecht var svo sjóðandi heitur að hann tók meðal annars upp á því að herma eftir frægum viðbrögðum Michael Jordan frá því í lokaúrslitum 1992. Það gerði Knecht með því að yppta öxlum eftir að enn einn þristurinn hans söng í netinu. Lakers valdi Knecht númer sautján í nýliðavalinu. „Við uppgötvuðum ekki DK. Hin sextán félögin klúðruðu þessu bara. Horfði enginn á hann spila? Þú uppgötvar ekki leikmann ársins í SEC deildinni,“ sagði LeBron James, að sjálfsögðu ánægður með liðsfélaga sinn en um leið hneykslaður á því hvernig gat dottið alla leið niður í sæti sautján á nýliðavalinu. „Hann er óttalaus og stórt vopn fyrir okkar hóp en ekki bara í því að skora. Hann er orkugjafi fyrir liðið okkar,“ sagði þjálfarinn JJ Redick sem sjálfur var mikil skytta. Redick náði einu sinni að skora níu þrista í leik í sínum 940 NBA leikjum en nýliðinn var að ná því í sinum fjórtánda leik í NBA. DALTON KNECHT HAD HIMSELF A NIGHT:🔥 37 PTS (career high)🔥 9 3PM (ties rookie record)🔥 Scored 22 straight for LA@Lakers move 2-0 in #EmiratesNBACup play and are undefeated going back to last season 💯 pic.twitter.com/OjMOeKxY4p— NBA (@NBA) November 20, 2024
NBA Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira