Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 15:11 Bólusetningar gegn kórónuveirunni fóru meðal annars fram í Laugardalshöll á sínum tíma. Vísir/Vilhelm Hömlur og höft sem bitnuðu á börnum og ungmennum og aðgerðir sem takmörkuðu félagslíf fólks voru óvinsælustu aðgerðirnar sem gripið var til á Norðurlöndum á tímum kórónuveirufaraldursins. Þá var bann við dvöl í orlofs- og sumarhúsum ósanngjarnasta aðgerðin sem stjórnvöld boðuðu að mati almennings. Hins vegar ríkti almennt gott traust og vilji meðal borgaranna til að samþykkja takmarkanir og höft, þótt takmörk séu fyrir því hvaða inngrip og takmarkanir almenningi þótti ásættanlegt. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar norrænnar rannsóknar á mati almennings á sanngirni aðgerða, höftum og takmörkunum stjórnvalda á tímum kórónuveirufaraldursins. Í samanburði við hin Norðurlöndin töldu Íslendingar aðgerðirnar almennt sanngjarnari en íbúum annarra Norðurlanda. Eldra fólk og opinberir starfsmenn meðal þeirra sem þótti aðgerðirnar sanngjarnari Markmið rannsóknarinnar var að greina og bera saman viðbrögð almennings á Norðurlöndunum við kórónuveirufaraldrinum og afleiðingum hans og tengja þann mun við stefnu, stjórnarhætti, skipulag og stjórnun. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, kynnti helstu niðurstöður rannsóknarinnar á málstofu við HA í vikunni. Um er að ræða samanburðarrannsókn þar sem meðal annars var gerð viðhorfskönnun meðal almennings á Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Þríeykið þjóðkunna með grímur.Vísir/Vilhelm Spurt var meðal annars um viðhorf almennings til sautján ráðstafana sem gripið var til í faraldrinum, meðal annars var spurt um bólusetningar, fjarlægðartakmarkanir, skert ferðafrelsi á milli landa, lokun skóla, heimavinnu, samkomutakmarkanir og bann við dvöl í sumarhúsum svo fátt eitt sé nefnt. Í nær öllum tilfellum þótti íslenskum þátttakendum aðgerðirnar sanngjarnastar í samanburði við svör borgara á hinum Norðurlöndunum þótt ekki væri mikill munur milli landa. Almennt voru íbúar Norðurlanda þó jákvæðir gagnvart aðgerðum stjórnvalda, jafnvel þótt aðgerðirnar hafi sumar brotið í bága við grundvallarmannréttindi. Grétar Þór Eyþórsson er prófessor við Viðskiptafræðideild Háskólans á Akureyri.Stöð 2 Mest var óánægjan þó með ráðstafanir sem settu börnum og ungmennum skorður og sem takmörkuðu félagslíf fólks. Þá mældist umburðarlindi gagnvart aðgerðum meira meðal eldra fólks, kvenna, barnlausra, opinberra starfsmanna, fólks í sambúð, meira menntaðra og þeirra sem búa í einbýli, par- eða raðhúsi, auk einstaklinga sem voru meira persónulega útsettir vegna faraldursins. Þessir hópar töldu aðgerðirnar sanngjarnari en öðrum. Spurt var einnig um traust almennings til stofnana og þjónustu í faraldrinum. Aftur lýstu Íslendingar hvað mestu trausti að meðaltali til stofnanna á borð við skóla og heilbrigðisstofnanir en lægst mældist traustið í Svíþjóð. Heilt yfir leiddi rannsóknin í ljós að traust borgaranna til stjórnvalda í faraldrinum hafi verið gott og almennt samþykki gagnvart takmörkunum og höftum var útbreitt. Upptöku af fyrirlestri Grétars Þórs þar sem farið er yfir verkefnið og helstu niðurstöður rannsóknarinnar má finna á vef Háskólans á Akureyri en nánar má einnig lesa um verkefnið hér. Háskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Sjá meira
Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar norrænnar rannsóknar á mati almennings á sanngirni aðgerða, höftum og takmörkunum stjórnvalda á tímum kórónuveirufaraldursins. Í samanburði við hin Norðurlöndin töldu Íslendingar aðgerðirnar almennt sanngjarnari en íbúum annarra Norðurlanda. Eldra fólk og opinberir starfsmenn meðal þeirra sem þótti aðgerðirnar sanngjarnari Markmið rannsóknarinnar var að greina og bera saman viðbrögð almennings á Norðurlöndunum við kórónuveirufaraldrinum og afleiðingum hans og tengja þann mun við stefnu, stjórnarhætti, skipulag og stjórnun. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, kynnti helstu niðurstöður rannsóknarinnar á málstofu við HA í vikunni. Um er að ræða samanburðarrannsókn þar sem meðal annars var gerð viðhorfskönnun meðal almennings á Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Þríeykið þjóðkunna með grímur.Vísir/Vilhelm Spurt var meðal annars um viðhorf almennings til sautján ráðstafana sem gripið var til í faraldrinum, meðal annars var spurt um bólusetningar, fjarlægðartakmarkanir, skert ferðafrelsi á milli landa, lokun skóla, heimavinnu, samkomutakmarkanir og bann við dvöl í sumarhúsum svo fátt eitt sé nefnt. Í nær öllum tilfellum þótti íslenskum þátttakendum aðgerðirnar sanngjarnastar í samanburði við svör borgara á hinum Norðurlöndunum þótt ekki væri mikill munur milli landa. Almennt voru íbúar Norðurlanda þó jákvæðir gagnvart aðgerðum stjórnvalda, jafnvel þótt aðgerðirnar hafi sumar brotið í bága við grundvallarmannréttindi. Grétar Þór Eyþórsson er prófessor við Viðskiptafræðideild Háskólans á Akureyri.Stöð 2 Mest var óánægjan þó með ráðstafanir sem settu börnum og ungmennum skorður og sem takmörkuðu félagslíf fólks. Þá mældist umburðarlindi gagnvart aðgerðum meira meðal eldra fólks, kvenna, barnlausra, opinberra starfsmanna, fólks í sambúð, meira menntaðra og þeirra sem búa í einbýli, par- eða raðhúsi, auk einstaklinga sem voru meira persónulega útsettir vegna faraldursins. Þessir hópar töldu aðgerðirnar sanngjarnari en öðrum. Spurt var einnig um traust almennings til stofnana og þjónustu í faraldrinum. Aftur lýstu Íslendingar hvað mestu trausti að meðaltali til stofnanna á borð við skóla og heilbrigðisstofnanir en lægst mældist traustið í Svíþjóð. Heilt yfir leiddi rannsóknin í ljós að traust borgaranna til stjórnvalda í faraldrinum hafi verið gott og almennt samþykki gagnvart takmörkunum og höftum var útbreitt. Upptöku af fyrirlestri Grétars Þórs þar sem farið er yfir verkefnið og helstu niðurstöður rannsóknarinnar má finna á vef Háskólans á Akureyri en nánar má einnig lesa um verkefnið hér.
Háskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?