Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Sindri Sverrisson skrifar 19. nóvember 2024 22:14 Åge Hareide hafði enga ástæðu til að gleðjast eftir því sem leið á leikinn í Cardiff í kvöld. Getty/Nick Potts Åge Hareide kveðst ekki geta svarað því hvort að leikurinn við Wales í kvöld hafi verið hans síðasti sem landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Hareide enda ljóst að riftunarákvæði er í samningi hans við KSÍ sem opnast fyrir nú þegar riðlakeppni Þjóðadeildarinnar er lokið. Niðurstaðan í keppninni er sú að Ísland endar í 3. sæti síns riðils og fer í umspil í mars um að halda sæti sínu í B-deildinni. En var þetta síðasti leikur Hareide með Íslandi? „Ég veit það ekki. Samningurinn rennur út 30. nóvember og þá þarf að ræða þetta, ekki í kvöld,“ sagði Hareide við Aron Guðmundsson í viðtali sem sjá má hér að neðan. „Ég hef kunnað vel við að vinna með þessum strákum. Þegar allir eru klárir í slaginn þá er það frábært. En þetta er ekki mín ákvörðun. Það verður að spyrja KSÍ,“ sagði Hareide. Ísland komst í 1-0 í Cardiff í kvöld en það dugði skammt og Wales komst í 2-1 á síðustu sekúndum fyrri hálfleiks. Niðurstaðan var svo 4-1 tap. „Við töpuðum leiknum og leikmönnum í leiknum og fyrir leikinn. Þetta hefur verið mjög erfið vika hjá okkur. Vantaði leikmenn og misstum leikmenn. Við verðum svolítið „sjeikí“ þegar svona gerist og svo gerðum við kjánaleg mistök. Þetta var slæmur dagur. Svona er fótbolti. Þetta leit vel út í byrjun, þegar við skoruðum. Við reyndum í seinni hálfleik að ýta á þá og sköpuðum færi, og á svona stigi verður að nýta færin til að halda sér í leiknum. En eftir svona margar breytingar sem við neyddumst til að gera þá var þetta erfitt. Wales fékk of mikið pláss og of mörg auðveld færi og þá er okkur refsað,“ sagði Hareide. Meiðsli Orra áfall sem bættist við fleiri forföll Forföllin sem hann nefnir eru að sjálfsögðu Albert Guðmundsson og Hákon Arnar Haraldsson, sem báðir eru meiddir, og þá fór Orri Óskarsson meiddur af velli í fyrri hálfleik í kvöld rétt eins og Aron Einar Gunnarsson á laugardaginn. Meiðsli Orra í kvöld voru mikið kjaftshögg en Alfons Sampsted og Jóhann Berg Guðmundsson meiddust einnig: „Þetta hafði mikil áhrif. Orri er kannski hættulegasti leikmaður okkar og var góður gegn Svartfjallalandi. Fleiri meiddust og við misstum líka marga leikmenn áður en þessi törn hófst. Við verðum að hafa alla með til að gera hlutina eins og við viljum. En við reyndum okkar besta, leikmenn lögðu hart að sér og þetta hefði verið mun auðveldara ef staðan hefði enn verið jöfn í hálfleik. Við megum ekki gefa þeim svona tækifæri,“ sagði Hareide. Hann tók jafnframt undir að íslenska liðið yrði hreinlega að nýta færin sín betur en það gerði: „Þannig hefur þetta verið lengi. Við virðumst einnig gera mistök í öllum leikjum og þurfum að vera harðari af okkur í varnarleiknum, og forðast svona mistök,“ sagði Hareide en nánar er rætt við hann í viðtalinu hér að ofan. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Ísland tapaði 4-1 gegn Wales í Cardiff í kvöld, þrátt fyrir að komast yfir í leiknum, í lokaumferð riðlakeppni Þjóðadeildar UEFA í fótbolta. 19. nóvember 2024 21:54 „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður í liði Íslands, var að vonum svekktur eftir 4-1 tap fyrir Wales í Cardiff í Þjóðadeild karla í fótbolta í kvöld. Tapið var full stórt fyrir hans smekk. 19. nóvember 2024 21:58 X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Landinn hafði að venju sitt að segja um íslenska karlalandsliðið í fótbolta sem tapaði 4-1 fyrir Wales í lokaleik liðsins í Þjóðadeild karla í fótbolta ytra í kvöld. Að neðan er stiklað á stóru af samfélagsmiðlinum X. 19. nóvember 2024 21:45 Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Landsliðsmenn Íslands áttu misgott kvöld í kaflaskiptum leik við Wales í kvöld en tapaðist full stórt. 4-1 sigur Wales niðurstaðan í leik þar sem Ísland hefði hæglega getað skorað fleiri. 19. nóvember 2024 21:42 Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Fleiri fréttir Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Hareide enda ljóst að riftunarákvæði er í samningi hans við KSÍ sem opnast fyrir nú þegar riðlakeppni Þjóðadeildarinnar er lokið. Niðurstaðan í keppninni er sú að Ísland endar í 3. sæti síns riðils og fer í umspil í mars um að halda sæti sínu í B-deildinni. En var þetta síðasti leikur Hareide með Íslandi? „Ég veit það ekki. Samningurinn rennur út 30. nóvember og þá þarf að ræða þetta, ekki í kvöld,“ sagði Hareide við Aron Guðmundsson í viðtali sem sjá má hér að neðan. „Ég hef kunnað vel við að vinna með þessum strákum. Þegar allir eru klárir í slaginn þá er það frábært. En þetta er ekki mín ákvörðun. Það verður að spyrja KSÍ,“ sagði Hareide. Ísland komst í 1-0 í Cardiff í kvöld en það dugði skammt og Wales komst í 2-1 á síðustu sekúndum fyrri hálfleiks. Niðurstaðan var svo 4-1 tap. „Við töpuðum leiknum og leikmönnum í leiknum og fyrir leikinn. Þetta hefur verið mjög erfið vika hjá okkur. Vantaði leikmenn og misstum leikmenn. Við verðum svolítið „sjeikí“ þegar svona gerist og svo gerðum við kjánaleg mistök. Þetta var slæmur dagur. Svona er fótbolti. Þetta leit vel út í byrjun, þegar við skoruðum. Við reyndum í seinni hálfleik að ýta á þá og sköpuðum færi, og á svona stigi verður að nýta færin til að halda sér í leiknum. En eftir svona margar breytingar sem við neyddumst til að gera þá var þetta erfitt. Wales fékk of mikið pláss og of mörg auðveld færi og þá er okkur refsað,“ sagði Hareide. Meiðsli Orra áfall sem bættist við fleiri forföll Forföllin sem hann nefnir eru að sjálfsögðu Albert Guðmundsson og Hákon Arnar Haraldsson, sem báðir eru meiddir, og þá fór Orri Óskarsson meiddur af velli í fyrri hálfleik í kvöld rétt eins og Aron Einar Gunnarsson á laugardaginn. Meiðsli Orra í kvöld voru mikið kjaftshögg en Alfons Sampsted og Jóhann Berg Guðmundsson meiddust einnig: „Þetta hafði mikil áhrif. Orri er kannski hættulegasti leikmaður okkar og var góður gegn Svartfjallalandi. Fleiri meiddust og við misstum líka marga leikmenn áður en þessi törn hófst. Við verðum að hafa alla með til að gera hlutina eins og við viljum. En við reyndum okkar besta, leikmenn lögðu hart að sér og þetta hefði verið mun auðveldara ef staðan hefði enn verið jöfn í hálfleik. Við megum ekki gefa þeim svona tækifæri,“ sagði Hareide. Hann tók jafnframt undir að íslenska liðið yrði hreinlega að nýta færin sín betur en það gerði: „Þannig hefur þetta verið lengi. Við virðumst einnig gera mistök í öllum leikjum og þurfum að vera harðari af okkur í varnarleiknum, og forðast svona mistök,“ sagði Hareide en nánar er rætt við hann í viðtalinu hér að ofan.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Ísland tapaði 4-1 gegn Wales í Cardiff í kvöld, þrátt fyrir að komast yfir í leiknum, í lokaumferð riðlakeppni Þjóðadeildar UEFA í fótbolta. 19. nóvember 2024 21:54 „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður í liði Íslands, var að vonum svekktur eftir 4-1 tap fyrir Wales í Cardiff í Þjóðadeild karla í fótbolta í kvöld. Tapið var full stórt fyrir hans smekk. 19. nóvember 2024 21:58 X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Landinn hafði að venju sitt að segja um íslenska karlalandsliðið í fótbolta sem tapaði 4-1 fyrir Wales í lokaleik liðsins í Þjóðadeild karla í fótbolta ytra í kvöld. Að neðan er stiklað á stóru af samfélagsmiðlinum X. 19. nóvember 2024 21:45 Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Landsliðsmenn Íslands áttu misgott kvöld í kaflaskiptum leik við Wales í kvöld en tapaðist full stórt. 4-1 sigur Wales niðurstaðan í leik þar sem Ísland hefði hæglega getað skorað fleiri. 19. nóvember 2024 21:42 Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Fleiri fréttir Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Ísland tapaði 4-1 gegn Wales í Cardiff í kvöld, þrátt fyrir að komast yfir í leiknum, í lokaumferð riðlakeppni Þjóðadeildar UEFA í fótbolta. 19. nóvember 2024 21:54
„Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður í liði Íslands, var að vonum svekktur eftir 4-1 tap fyrir Wales í Cardiff í Þjóðadeild karla í fótbolta í kvöld. Tapið var full stórt fyrir hans smekk. 19. nóvember 2024 21:58
X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Landinn hafði að venju sitt að segja um íslenska karlalandsliðið í fótbolta sem tapaði 4-1 fyrir Wales í lokaleik liðsins í Þjóðadeild karla í fótbolta ytra í kvöld. Að neðan er stiklað á stóru af samfélagsmiðlinum X. 19. nóvember 2024 21:45
Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Landsliðsmenn Íslands áttu misgott kvöld í kaflaskiptum leik við Wales í kvöld en tapaðist full stórt. 4-1 sigur Wales niðurstaðan í leik þar sem Ísland hefði hæglega getað skorað fleiri. 19. nóvember 2024 21:42