Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2024 07:00 Ásgeir Sigurvinsson var frábær í leiknum og sá öðrum fremur til þess að íslensku strákarnir áttu síðasta orðið í apagrímumálinu. Getty/Werner/Arthur Fellig Ísland og Wales mætast í kvöld í hreinum úrslitaleik um annað sætið í riðli þeirra í Þjóðadeildinni. Annað sætið gefur sæti í umspili um sæti í A-deildinni en liðið sem tapar þarf að fara í umspil um að halda sér í B-deildinni. Það eru liðin rúm 43 ár síðan landslið þjóðanna mættust fyrst á velskri grundu og þar sýndu leikmenn Wales íslenska landsliðinu mikla vanvirðingu í aðdraganda leiksins. Umfjöllun um apagrímurnar í bók Sigmundar Ó. Steinarssonar um sögu íslenska landsliðsins.Saga landsliðs karla Liðin höfðu mæst á Laugardalsvellinum rúmu ári fyrr og þar vann velska liðið öruggan 4-0 sigur. Þeir velsku voru því sigurreifir fyrir seinni leikinn og þeir þurftu að vinna Íslands stórt til að tryggja sér sæti á HM á Spáni 1982. Myndataka tveggja leikmanna Wales fyrir leikinn kveikti vel í íslensku strákunum sem mættu grimmir til leiks og náðu 2-2 jafntefli. Ásgeir Sigurvinsson átti frábæran leik og skoraði bæði mörk íslenska liðsins í leiknum. Bæði voru þau gullfalleg, það fyrra með laglegri hælspyrnu og það seinna með þrumuskoti. Guðni Kjartansson var þjálfari íslenska liðsins í leiknum og hann ræddi undirbúninginn við Sigmund Ó. Steinarsson í bókinni um sögu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. „Það hleypti illu blóði í strákana, þegar þeir flettu blöðunum fyrir leikinn og sáu tvo af leikmönnum Wales, þá Mickey Thomas og Joey Jones, á mynd, þar sem þeir voru með apagrímur. Undir myndinni stóð, að leikmenn Wales ætluðu að gera leikmenn Íslands að öpum. Þarna voru þeir að niðurlægja okkur - en sjálfir voru þeir í hlutverki apa í leiknum,“ sagði Guðni við bókarhöfund. Guðni bætti því líka við að hann hefði notað myndirnar óspart til að æsa leikmenn sína upp fyrir leikinn. „Það þurfti ekki mikið meira en að sýna strákunum myndirnar fyrir leikinn, til að fá þá til að urra,“ sagði Guðni. Jafntefli varð til þess að Wales komst ekki í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins. Leikmenn eins og Mark Hughes og Ian Rush fengu aldrei að upplifa það að spila fyrir velska landsliðið á stórmóti. Það má horfa á allan leikinn hér fyrir neðan. Ásgeir Sigurvinsson skoraði mörkin sín á 46. og 61. mínútu leiksins. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=5MxrDfUGhGo">watch on YouTube</a> Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Sjá meira
Annað sætið gefur sæti í umspili um sæti í A-deildinni en liðið sem tapar þarf að fara í umspil um að halda sér í B-deildinni. Það eru liðin rúm 43 ár síðan landslið þjóðanna mættust fyrst á velskri grundu og þar sýndu leikmenn Wales íslenska landsliðinu mikla vanvirðingu í aðdraganda leiksins. Umfjöllun um apagrímurnar í bók Sigmundar Ó. Steinarssonar um sögu íslenska landsliðsins.Saga landsliðs karla Liðin höfðu mæst á Laugardalsvellinum rúmu ári fyrr og þar vann velska liðið öruggan 4-0 sigur. Þeir velsku voru því sigurreifir fyrir seinni leikinn og þeir þurftu að vinna Íslands stórt til að tryggja sér sæti á HM á Spáni 1982. Myndataka tveggja leikmanna Wales fyrir leikinn kveikti vel í íslensku strákunum sem mættu grimmir til leiks og náðu 2-2 jafntefli. Ásgeir Sigurvinsson átti frábæran leik og skoraði bæði mörk íslenska liðsins í leiknum. Bæði voru þau gullfalleg, það fyrra með laglegri hælspyrnu og það seinna með þrumuskoti. Guðni Kjartansson var þjálfari íslenska liðsins í leiknum og hann ræddi undirbúninginn við Sigmund Ó. Steinarsson í bókinni um sögu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. „Það hleypti illu blóði í strákana, þegar þeir flettu blöðunum fyrir leikinn og sáu tvo af leikmönnum Wales, þá Mickey Thomas og Joey Jones, á mynd, þar sem þeir voru með apagrímur. Undir myndinni stóð, að leikmenn Wales ætluðu að gera leikmenn Íslands að öpum. Þarna voru þeir að niðurlægja okkur - en sjálfir voru þeir í hlutverki apa í leiknum,“ sagði Guðni við bókarhöfund. Guðni bætti því líka við að hann hefði notað myndirnar óspart til að æsa leikmenn sína upp fyrir leikinn. „Það þurfti ekki mikið meira en að sýna strákunum myndirnar fyrir leikinn, til að fá þá til að urra,“ sagði Guðni. Jafntefli varð til þess að Wales komst ekki í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins. Leikmenn eins og Mark Hughes og Ian Rush fengu aldrei að upplifa það að spila fyrir velska landsliðið á stórmóti. Það má horfa á allan leikinn hér fyrir neðan. Ásgeir Sigurvinsson skoraði mörkin sín á 46. og 61. mínútu leiksins. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=5MxrDfUGhGo">watch on YouTube</a>
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Sjá meira