Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. nóvember 2024 14:32 Síðast fóru fram forsetakosningar á Íslandi fyrr á þessu ári, en nú er komið að alþingiskosningum. Vísir/Anton Brink Síðan atkvæðagreiðsla utankjörfundar hófst þann 7. nóvember vegna komandi alþingiskosninga hafa ríflega sex þúsund manns greitt atkvæði, þar af hátt í fjögur þúsund á höfuðborgarsvæðinu. Í dag er einnig síðasti séns til að kæra sig inn á kjörskrá fyrir þá sem það gæti átt við um. „Þetta fer vel af stað og við erum að lengja opnunartímann í dag, þannig það er opið til tíu í kvöld og alveg fram að kosningum,“ segir Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, og vísar þar til opnunartíma í Holtagörðum þar sem utankjörfundaratkvæðagreiðsla á höfuðborgarsvæðinu fer fram. Sigríður áætlar að kosningaþátttaka utankjörfundar til þessa sé svipuð og verið hefur í fyrri alþingiskosningum, að frátöldum síðustu kosningum árið 2021 sem voru nokkuð frábrugðnar vegna kórónuveirufaraldursins. „Frá því að við opnuðum þá hafa 6.103 greitt atkvæði hjá öllum sem eru með opið og þar af á höfuðborgarsvæðinu 3.986,“ segir Sigríður þegar fréttastofa náði tali af henni fljótlega upp úr hádegi í dag. Tölurnar ná yfir alla þá sem greitt hafa atkvæði utankjörfundar, hvort sem það er hjá sýslumannsembættum innanlands eða hjá sendiráðum eða ræðisskrifstofum erlendis. „Okkur finnst þetta vera bara mjög svipað og hefur verið. Nú eru tvær vikur til kosningar og á höfuðborgarsvæðinu þá er kosið í Holtagörðum og við erum með opið fram til föstudagsins 29. nóvember verður opið í Holtagörðum frá klukkan tíu á morgnanna til tíu á kvöldin. Þetta bara gengur mjög vel og það hefur ekkert komið uppá sem betur fer,“ segir Sigríður. Síðasti séns að setja atkvæði í póst Hún minnir alla á að muna að hafa með sér skilríki, annað hvort ökuskírteini, vegabréf eða nafnskírteini þegar mætt er á kjörstað, og áréttar einnig að þeir sem greiða atkvæði utankjörfundar fjarri lögheimili sínu beri sjálfir ábyrgð á að koma atkvæði sínu í rétta kjördeild. „Kjósandinn ber ábyrgð á að koma atkvæðinu sínu á réttan stað og í dag þá skilst mér að það sem er sett í póst í dag það á að berast fyrir kjördag en eftir það er ekki öruggt að senda með póstinum atkvæðin sín. Þannig að þeir sem eru að kjósa utan lögheimilis síns, þar sem þeir eiga heima, þeir þurfa að gera ráðstafanir til þess að koma atkvæðinu sínu á réttan stað,“ ítrekar Sigríður. „Það er ekki hægt að koma til okkar með lögheimili til dæmis á Akureyri og kjósa hjá okkur á kjördegi, það er ekki víst að það komi til skila.“ Í dag er einnig síðasti séns til að kæra sig inn á kjörskrá, en það getur til að mynda átt við um þá ríkisborgara sem hafa búið erlendis lengur en í sextán ár. Það er hægt að gera rafrænt, eigi síðar en í dag, ef menn vilja geta kosið í alþingiskosningunum. Sækja þarf um að komast aftur á kjörskrá fyrir 19. nóvember sem er á morgun. Á heimasíðunni kosning.is er hægt að nálgast nánari upplýsingar og leiðbeiningar, svo sem varðandi í hvaða kjördeild og kjördæmi kjósendur greiða atkvæði, opnunartíma utankjörfundaratkvæðagreiðslu og hvernig hægt er að kæra sig inn á kjörskrá. Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
„Þetta fer vel af stað og við erum að lengja opnunartímann í dag, þannig það er opið til tíu í kvöld og alveg fram að kosningum,“ segir Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, og vísar þar til opnunartíma í Holtagörðum þar sem utankjörfundaratkvæðagreiðsla á höfuðborgarsvæðinu fer fram. Sigríður áætlar að kosningaþátttaka utankjörfundar til þessa sé svipuð og verið hefur í fyrri alþingiskosningum, að frátöldum síðustu kosningum árið 2021 sem voru nokkuð frábrugðnar vegna kórónuveirufaraldursins. „Frá því að við opnuðum þá hafa 6.103 greitt atkvæði hjá öllum sem eru með opið og þar af á höfuðborgarsvæðinu 3.986,“ segir Sigríður þegar fréttastofa náði tali af henni fljótlega upp úr hádegi í dag. Tölurnar ná yfir alla þá sem greitt hafa atkvæði utankjörfundar, hvort sem það er hjá sýslumannsembættum innanlands eða hjá sendiráðum eða ræðisskrifstofum erlendis. „Okkur finnst þetta vera bara mjög svipað og hefur verið. Nú eru tvær vikur til kosningar og á höfuðborgarsvæðinu þá er kosið í Holtagörðum og við erum með opið fram til föstudagsins 29. nóvember verður opið í Holtagörðum frá klukkan tíu á morgnanna til tíu á kvöldin. Þetta bara gengur mjög vel og það hefur ekkert komið uppá sem betur fer,“ segir Sigríður. Síðasti séns að setja atkvæði í póst Hún minnir alla á að muna að hafa með sér skilríki, annað hvort ökuskírteini, vegabréf eða nafnskírteini þegar mætt er á kjörstað, og áréttar einnig að þeir sem greiða atkvæði utankjörfundar fjarri lögheimili sínu beri sjálfir ábyrgð á að koma atkvæði sínu í rétta kjördeild. „Kjósandinn ber ábyrgð á að koma atkvæðinu sínu á réttan stað og í dag þá skilst mér að það sem er sett í póst í dag það á að berast fyrir kjördag en eftir það er ekki öruggt að senda með póstinum atkvæðin sín. Þannig að þeir sem eru að kjósa utan lögheimilis síns, þar sem þeir eiga heima, þeir þurfa að gera ráðstafanir til þess að koma atkvæðinu sínu á réttan stað,“ ítrekar Sigríður. „Það er ekki hægt að koma til okkar með lögheimili til dæmis á Akureyri og kjósa hjá okkur á kjördegi, það er ekki víst að það komi til skila.“ Í dag er einnig síðasti séns til að kæra sig inn á kjörskrá, en það getur til að mynda átt við um þá ríkisborgara sem hafa búið erlendis lengur en í sextán ár. Það er hægt að gera rafrænt, eigi síðar en í dag, ef menn vilja geta kosið í alþingiskosningunum. Sækja þarf um að komast aftur á kjörskrá fyrir 19. nóvember sem er á morgun. Á heimasíðunni kosning.is er hægt að nálgast nánari upplýsingar og leiðbeiningar, svo sem varðandi í hvaða kjördeild og kjördæmi kjósendur greiða atkvæði, opnunartíma utankjörfundaratkvæðagreiðslu og hvernig hægt er að kæra sig inn á kjörskrá.
Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira