Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2024 09:01 Pedri er fæddur og uppalinn á eyjunni Tenerife. Getty/Robbie Jay Barratt Það gerist ekki oft að spænska karlalandsliðið í fótbolta spili leik á Íslendinganýlendunni Tenerife en þannig verður það í kvöld. Það gerir leikinn sérstaklega spennandi fyrir einn af leikmönnum spænska liðsins. Spánn tekur á móti Sviss í kvöld í lokaumferð Þjóðadeildarinnar. Leikurinn hefur litla þýðingu þar sem Spánverjar hafa þegar tryggt sér efsta sæti 4. riðils A-deildarinnar, og Svisslendingar eru fallnir niður í B-deild. Leikurinn hefur hins vegar mikla þýðingu fyrir hinn 21 árs gamla Pedri, stórstjörnuna úr Barcelona sem leikur sinn þrítugasta A-landsleik í kvöld, og reyndar fleiri leikmenn spænska landsliðsins. Pedri er nefnilega fæddur á Tenerife og æfði með liðinu Tegueste, og hóf meistaraflokksferilinn með Las Palmas sem einnig er á Kanaríeyjum. Óhætt er að segja að Pedri hafi verið vinsæll á opinni æfingu spænska liðsins, eins og sjá má hér að neðan. 😍 ¡¡LOCURA por @pedri en Tenerife!!Si no es el día más feliz de esta chica, poco le falta.La afición más solidaria, volcada con una @SEFutbol que le ha devuelto el cariño con firmas y fotos.#VamosEspaña | #NationsLeague pic.twitter.com/KKRVfSZyXD— Selección Española Masculina de Fútbol (@SEFutbol) November 17, 2024 Pedri viðurkennir að hann hlakki sérstaklega til kvöldsins og að fá að spila á Tenerife. „Þetta fyllir mann stolti, og einnig Ayoze Perez og Yeremy Pino [báðir frá Kanaríeyjum]. Þetta verður mjög sérstakur leikur. Það er langt síðan að landsliðið hefur verið hérna svo að vonandi getum við gefið stuðningsmönnunum eitthvað til að gleðjast yfir. Ég er afskaplega ánægður með að vera hér,“ sagði Pedri á blaðamannafundi í gær. Hann hefur óneitanlega orðið var við mikinn áhuga hjá vinum og kunningjum: „Ég bað um marga miða á leikinn en mér tókst ekki að redda öllum þeim sem ég vildi. Ég bað um 45 miða,“ sagði Pedri. Leikur Spánar og Sviss hefst klukkan 20:45 að íslenskum tíma í kvöld og er sýndur á Vodafone Sport. Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Sjá meira
Spánn tekur á móti Sviss í kvöld í lokaumferð Þjóðadeildarinnar. Leikurinn hefur litla þýðingu þar sem Spánverjar hafa þegar tryggt sér efsta sæti 4. riðils A-deildarinnar, og Svisslendingar eru fallnir niður í B-deild. Leikurinn hefur hins vegar mikla þýðingu fyrir hinn 21 árs gamla Pedri, stórstjörnuna úr Barcelona sem leikur sinn þrítugasta A-landsleik í kvöld, og reyndar fleiri leikmenn spænska landsliðsins. Pedri er nefnilega fæddur á Tenerife og æfði með liðinu Tegueste, og hóf meistaraflokksferilinn með Las Palmas sem einnig er á Kanaríeyjum. Óhætt er að segja að Pedri hafi verið vinsæll á opinni æfingu spænska liðsins, eins og sjá má hér að neðan. 😍 ¡¡LOCURA por @pedri en Tenerife!!Si no es el día más feliz de esta chica, poco le falta.La afición más solidaria, volcada con una @SEFutbol que le ha devuelto el cariño con firmas y fotos.#VamosEspaña | #NationsLeague pic.twitter.com/KKRVfSZyXD— Selección Española Masculina de Fútbol (@SEFutbol) November 17, 2024 Pedri viðurkennir að hann hlakki sérstaklega til kvöldsins og að fá að spila á Tenerife. „Þetta fyllir mann stolti, og einnig Ayoze Perez og Yeremy Pino [báðir frá Kanaríeyjum]. Þetta verður mjög sérstakur leikur. Það er langt síðan að landsliðið hefur verið hérna svo að vonandi getum við gefið stuðningsmönnunum eitthvað til að gleðjast yfir. Ég er afskaplega ánægður með að vera hér,“ sagði Pedri á blaðamannafundi í gær. Hann hefur óneitanlega orðið var við mikinn áhuga hjá vinum og kunningjum: „Ég bað um marga miða á leikinn en mér tókst ekki að redda öllum þeim sem ég vildi. Ég bað um 45 miða,“ sagði Pedri. Leikur Spánar og Sviss hefst klukkan 20:45 að íslenskum tíma í kvöld og er sýndur á Vodafone Sport.
Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Sjá meira