Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson skrifar 18. nóvember 2024 08:15 Nú eru verkföll skollin á og allt hnút í kjaraviðræðum kennara og hins opinbera. Snemma var sú hugmynd viðruð að kennarar þyrftu einfaldlega að kenna meira, eins og Inga Rún kom svo einlæglega til skila í Kastljósi. Þannig mætti sko auka verðmæti sitt. Ég skil það alveg, flestir vilja fá sem mest fyrir sem minnst, þess vegna verslar fólk við Temu. Þetta snýst þó í grunninn ekki um launin. Það er einfaldlega verið að fara fram á að staðið sé við samkomulagið frá 2016. Það er ekki spennandi að gera samninga við aðila sem ganga á bak orða sinna. Þá eru forsendur brostnar og ekki líklegt að hægt sé að semja um eitthvað annað í góðri trú. Á almenna markaðnum rifta menn einfaldlega samningum eða höfða mál þegar ekki er staðið við gerða samninga. Kannski hlupu menn á sig hjá hinu opinbera þegar þeir sögðu að hægt væri að jafna launamuninn á móti skerðingu lífeyrisréttinda. Sömdu af sér, ef svo má segja. Það tók þó ekki nema ár að láta það ganga upp í hina áttina þ.e. að skerða lífeyrisréttindin. Það er svo sem ekkert nýtt við að hið opinbera baki sér skaðabótaskyldu gagnvart þegnum með afleitum ákvörðunum. Með því að láta hluti sitja á hakanum hafa sparast einhverjir fjármunir, en mig grunar að það verði þá þeim mun dýrara að standa við gefin fyrirheit með hverju árinu sem líður. Ef þú byggir hús en sinnir ekki viðhaldi kostar alltaf meira að laga þegar allt er komið í skrúfuna. Líkt og er að gerast með skólahúsnæði í dag og síðustu ár. Ráðamenn eru gjarnir á að klappa sér á bakið fyrir að „leysa” vandamál með ákvörðunum sem þeir þurfa ekki að takast á við afleiðingarnar af. Gera sér ekki grein fyrir afleiddum áhrifum. Ráðamenn fyrri ára prísa sig þá líkalega sæla að hafa náð einhverju aðhaldi í fjármálum hins opinbera þessi átta ár sem samkomulagið hefur verið hunsað. En nú eru afleiddu áhrifin heldur betur komin á skrið. Nú dugar ekki lengur að láta hlutina sitja á hakanum. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Davíð Már Sigurðsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nú eru verkföll skollin á og allt hnút í kjaraviðræðum kennara og hins opinbera. Snemma var sú hugmynd viðruð að kennarar þyrftu einfaldlega að kenna meira, eins og Inga Rún kom svo einlæglega til skila í Kastljósi. Þannig mætti sko auka verðmæti sitt. Ég skil það alveg, flestir vilja fá sem mest fyrir sem minnst, þess vegna verslar fólk við Temu. Þetta snýst þó í grunninn ekki um launin. Það er einfaldlega verið að fara fram á að staðið sé við samkomulagið frá 2016. Það er ekki spennandi að gera samninga við aðila sem ganga á bak orða sinna. Þá eru forsendur brostnar og ekki líklegt að hægt sé að semja um eitthvað annað í góðri trú. Á almenna markaðnum rifta menn einfaldlega samningum eða höfða mál þegar ekki er staðið við gerða samninga. Kannski hlupu menn á sig hjá hinu opinbera þegar þeir sögðu að hægt væri að jafna launamuninn á móti skerðingu lífeyrisréttinda. Sömdu af sér, ef svo má segja. Það tók þó ekki nema ár að láta það ganga upp í hina áttina þ.e. að skerða lífeyrisréttindin. Það er svo sem ekkert nýtt við að hið opinbera baki sér skaðabótaskyldu gagnvart þegnum með afleitum ákvörðunum. Með því að láta hluti sitja á hakanum hafa sparast einhverjir fjármunir, en mig grunar að það verði þá þeim mun dýrara að standa við gefin fyrirheit með hverju árinu sem líður. Ef þú byggir hús en sinnir ekki viðhaldi kostar alltaf meira að laga þegar allt er komið í skrúfuna. Líkt og er að gerast með skólahúsnæði í dag og síðustu ár. Ráðamenn eru gjarnir á að klappa sér á bakið fyrir að „leysa” vandamál með ákvörðunum sem þeir þurfa ekki að takast á við afleiðingarnar af. Gera sér ekki grein fyrir afleiddum áhrifum. Ráðamenn fyrri ára prísa sig þá líkalega sæla að hafa náð einhverju aðhaldi í fjármálum hins opinbera þessi átta ár sem samkomulagið hefur verið hunsað. En nú eru afleiddu áhrifin heldur betur komin á skrið. Nú dugar ekki lengur að láta hlutina sitja á hakanum. Höfundur er kennari.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun