Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2024 07:39 Slökkvilið þurfti að reiða sig á tankbíla til að slökkva eldinn á eggjabúinu þar sem erfitt var að komast í vatn. Það þurfti að sækja inn í Voga en búið stendur aðeins fyrir utan bæinn. Brunavarnir Árnessýslu Um sex þúsund hænsni drápust í eldsvoða á eggjabúi Nesbús við Voga á Vatnsleysuströnd í nótt. Slökkvilið glímdi við eldinn í þaki eins vinnslurýma búsins langt fram á morgun. Allt tiltækt lið brunavarna Suðurnesja var kallað út eftir að tilkynning barst um eld í þaki eggjabúsins örfáum mínútum eftir miðnætti í nótt. Herbert Eyjólfsson, varðstjóri hjá brunavörnum Suðurnesja, segir að þegar slökkvilið kom á staðinn hafi eldurinn verið í stórum lofttúðum á þakinu. Aðkoma slökkvliðsmanna að eldinum var nokkuð snúin. Herbert segir að loftið á vinnslurýminu hafi verið klætt með bárujárni og erfitt að eiga við það. Þá var erfitt að komast í vatn og þurfti slökkvilið að reiða sig á tankbíla sína, þar á meðal einn sem kom frá slökkviliðinu í Grindavík. Slökkviliðsmönnum tókst þó að koma í veg fyrir að eldurinn bærist í aðliggjandi rými þar sem fleiri dýr voru hýst. Búið var að slökkva eldinn um klukkan hálf sex í morgun. Slökkviliðsmenn voru enn á öryggisvakt á vettvangi á áttunda tímanum í morgun. Öll hænsnin sem voru í rýminu þar sem eldurinn kviknaði drápust, alls um sex þúsund skepnur. Þau drápust af völdum reyksins sem fyllti allt rýmið, að sögn Herberts. Þak vinnslurýmisins sé að líkindum ónýtt. Lögregla tekur við vettvangi brunans þegar öryggisvakt slökkviliðsins lýkur og hefst þá rannsókn á upptökum eldsins. Herberti er ekki ljóst hver upptökin voru en ýmis búnaður sé í þakinu sem stjórni loftræstingu og öðru í vinnslurýminu. Vogar Slökkvilið Landbúnaður Dýr Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Allt tiltækt lið brunavarna Suðurnesja var kallað út eftir að tilkynning barst um eld í þaki eggjabúsins örfáum mínútum eftir miðnætti í nótt. Herbert Eyjólfsson, varðstjóri hjá brunavörnum Suðurnesja, segir að þegar slökkvilið kom á staðinn hafi eldurinn verið í stórum lofttúðum á þakinu. Aðkoma slökkvliðsmanna að eldinum var nokkuð snúin. Herbert segir að loftið á vinnslurýminu hafi verið klætt með bárujárni og erfitt að eiga við það. Þá var erfitt að komast í vatn og þurfti slökkvilið að reiða sig á tankbíla sína, þar á meðal einn sem kom frá slökkviliðinu í Grindavík. Slökkviliðsmönnum tókst þó að koma í veg fyrir að eldurinn bærist í aðliggjandi rými þar sem fleiri dýr voru hýst. Búið var að slökkva eldinn um klukkan hálf sex í morgun. Slökkviliðsmenn voru enn á öryggisvakt á vettvangi á áttunda tímanum í morgun. Öll hænsnin sem voru í rýminu þar sem eldurinn kviknaði drápust, alls um sex þúsund skepnur. Þau drápust af völdum reyksins sem fyllti allt rýmið, að sögn Herberts. Þak vinnslurýmisins sé að líkindum ónýtt. Lögregla tekur við vettvangi brunans þegar öryggisvakt slökkviliðsins lýkur og hefst þá rannsókn á upptökum eldsins. Herberti er ekki ljóst hver upptökin voru en ýmis búnaður sé í þakinu sem stjórni loftræstingu og öðru í vinnslurýminu.
Vogar Slökkvilið Landbúnaður Dýr Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira