Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð Eiður Þór Árnason og Telma Tómasson skrifa 16. nóvember 2024 13:40 Hafsteinn Birgir Einarsson stjórnmálafræðingur segir von á frekari breytingum fram að kosningum. Vísir/Stöð 2 Viðreisn heldur áfram að auka fylgi sitt á meðan Samfylking, Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur lækka flugið. Þetta má lesa úr skoðanakönnunum Maskínu, Gallups og Prósents sem birtar hafa verið síðustu daga. Hafsteinn Birgir Einarsson stjórnmálafræðingur segir erfitt að spá fyrir um hvort þessi þróun haldi áfram. „Eins og við þekkjum í stjórnmálunum þá geta hlutirnir breyst á ógnarhraða. Við sáum snemma á kjörtímabilinu að Samfylkingin rauk upp og hefur verið að mælast með mikið fylgi og það er kannski viðbúið að það gefi aðeins eftir á lokametrunum,“ sagði Hafsteinn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Fylgisaukning Viðreisnar að undanförnu sé mögulega merki um að kosningabaráttan spilist nokkuð vel fyrir flokkinn. Viðreisn hafi keppinaut til hægri við sig á hinum hefðbundna pólitíska ás í Sjálfstæðisflokknum og til vinstri í Samfylkingunni. Báðir flokkar hafi verið að gefa aðeins eftir. Ólík aðferðafræði geti skýrt mun milli fyrirtækja Það vekur athygli að fylgi Sjálfstæðisflokksins er heldur misjafnt milli kannanna Maskínu, Prósents og Gallups. „Það spilar alveg áreiðanlega mikið inn í gagnaöflunartíminn. Vegna þess að við erum að sjá þessa hröðu uppsveiflu hjá Viðreisn. Ef við söfnum gögnum yfir tveggja vikna tímabil þá getur verið að það sé erfitt að ná hröðum sveiflum sem eru að gerast á skömmum tíma,“ segir Hafsteinn. Gallup safnaði svörum fyrir nýjustu könnun sína yfir lengra tímabil samanborið við Maskínu og Prósent. „Síðan getur verið aðferðarfræðilegur munur á milli fyrirtækja. Það er að segja hvernig er safnað í hópinn sem er valinn í úrtakið. Hvernig er viktað fyrir gögnum og svoleiðis, þannig það getur verið samspil margra ólíkra þátta. En á lokametrum kosningabaráttunnar þá megum við gera ráð fyrir snörpum breytingum og þá er gott að hafa reglulegar kannanir.“ Hafsteinn segir erfitt að segja til um hversu mikil áhrif einstaka mál sem eru áberandi í umræðunni hverju sinni hafi á fylgið. Á Íslandi sé við lýði fjölflokkakerfi og dæmi um að margir kjósendur geti hugsað sér að kjósa fleiri en einn flokk og færi sig á milli þeirra eftir því sem líður á kosningabaráttuna. „Þetta getur verið ein af skýringum á því að fylgið er á fleygiferð þessi misserin.“ Þetta sé til að mynda mjög ólíkt því sem sést í Bandaríkjunum þar sem tveir stórir flokkar sópa til sín fylginu í tvíflokkakerfi og erfitt sé fyrir fólk að færa sig á milli þeirra. Hafsteinn leggur að lokum áherslu á að um sé að ræða viðhorfskannanir en ekki niðurstöður kosninga og fylgismælingar komi líklega til með að breytast enn frekar fram að kosningum. Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Ekki mælist marktækur munur á fylgi Samfylkingarinnar og Viðreisnar í nýrri könnun Maskínu. Sósíalistar bæta við sig tveimur prósentustigum og Miðflokkurinn tapar rúmlega tveimur. Prófessor í stjórmálafræði segir Viðreisn bæði njóta fylgis sem komi frá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki. Þá séu Vinstri græn í raunverulegri lífshættu. 14. nóvember 2024 11:59 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
„Eins og við þekkjum í stjórnmálunum þá geta hlutirnir breyst á ógnarhraða. Við sáum snemma á kjörtímabilinu að Samfylkingin rauk upp og hefur verið að mælast með mikið fylgi og það er kannski viðbúið að það gefi aðeins eftir á lokametrunum,“ sagði Hafsteinn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Fylgisaukning Viðreisnar að undanförnu sé mögulega merki um að kosningabaráttan spilist nokkuð vel fyrir flokkinn. Viðreisn hafi keppinaut til hægri við sig á hinum hefðbundna pólitíska ás í Sjálfstæðisflokknum og til vinstri í Samfylkingunni. Báðir flokkar hafi verið að gefa aðeins eftir. Ólík aðferðafræði geti skýrt mun milli fyrirtækja Það vekur athygli að fylgi Sjálfstæðisflokksins er heldur misjafnt milli kannanna Maskínu, Prósents og Gallups. „Það spilar alveg áreiðanlega mikið inn í gagnaöflunartíminn. Vegna þess að við erum að sjá þessa hröðu uppsveiflu hjá Viðreisn. Ef við söfnum gögnum yfir tveggja vikna tímabil þá getur verið að það sé erfitt að ná hröðum sveiflum sem eru að gerast á skömmum tíma,“ segir Hafsteinn. Gallup safnaði svörum fyrir nýjustu könnun sína yfir lengra tímabil samanborið við Maskínu og Prósent. „Síðan getur verið aðferðarfræðilegur munur á milli fyrirtækja. Það er að segja hvernig er safnað í hópinn sem er valinn í úrtakið. Hvernig er viktað fyrir gögnum og svoleiðis, þannig það getur verið samspil margra ólíkra þátta. En á lokametrum kosningabaráttunnar þá megum við gera ráð fyrir snörpum breytingum og þá er gott að hafa reglulegar kannanir.“ Hafsteinn segir erfitt að segja til um hversu mikil áhrif einstaka mál sem eru áberandi í umræðunni hverju sinni hafi á fylgið. Á Íslandi sé við lýði fjölflokkakerfi og dæmi um að margir kjósendur geti hugsað sér að kjósa fleiri en einn flokk og færi sig á milli þeirra eftir því sem líður á kosningabaráttuna. „Þetta getur verið ein af skýringum á því að fylgið er á fleygiferð þessi misserin.“ Þetta sé til að mynda mjög ólíkt því sem sést í Bandaríkjunum þar sem tveir stórir flokkar sópa til sín fylginu í tvíflokkakerfi og erfitt sé fyrir fólk að færa sig á milli þeirra. Hafsteinn leggur að lokum áherslu á að um sé að ræða viðhorfskannanir en ekki niðurstöður kosninga og fylgismælingar komi líklega til með að breytast enn frekar fram að kosningum.
Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Ekki mælist marktækur munur á fylgi Samfylkingarinnar og Viðreisnar í nýrri könnun Maskínu. Sósíalistar bæta við sig tveimur prósentustigum og Miðflokkurinn tapar rúmlega tveimur. Prófessor í stjórmálafræði segir Viðreisn bæði njóta fylgis sem komi frá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki. Þá séu Vinstri græn í raunverulegri lífshættu. 14. nóvember 2024 11:59 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Ekki mælist marktækur munur á fylgi Samfylkingarinnar og Viðreisnar í nýrri könnun Maskínu. Sósíalistar bæta við sig tveimur prósentustigum og Miðflokkurinn tapar rúmlega tveimur. Prófessor í stjórmálafræði segir Viðreisn bæði njóta fylgis sem komi frá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki. Þá séu Vinstri græn í raunverulegri lífshættu. 14. nóvember 2024 11:59