Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar 15. nóvember 2024 17:03 Á Sjúkrahúsinu á Akureyri er geðheilbrigðisþjónustan í mjög alvarlegum vanda vægast sagt og ekki bara á Akureyri heldur á landinu öllu. Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku SAK sagði greinarhöfundi að í hverri einustu viku komi fjöldi manns á bráðamóttöku eftir að hafa reynt að taka sitt eigið líf eða skaðað sjálft sig á einhvern hátt í leit að hjálp eða fólk með annan geðrænan vanda. Aðspurð segir hún: ,,Fjöldinn er það mikill sem kemur til okkar í hverri einustu viku að flestum sjúklingum þarf því miður að vísa aftur heim eftir að við veitum þeim þá aðhlynningu sem við getum á bráðamóttöku og þá hjálp sem er í boði. Það er mjög alvarlegur skortur á mannafla hérna og sérstaklega þegar kemur að geðheilbrigðisþjónustunni sem hefur verið vanrækt í tugi ára." Stundum er hringt á geðlækni sem kemur á bráðamóttöku og talar við einstaklinginn en í 95% tilvika er því miður ekki pláss á legudeild geðdeildar. Sjúklingum er þá einfaldlega gefið lyf yfir sólarhringinn og beðinn að hringja daginn eftir á Göngu- og dagdeild geðdeildar til þess að fá frekari upplýsingar um þá aðstoð og hjálp sem er í boði. Þeir sem koma á bráðamóttöku vegna þessa sorglega verknaðar finna fyrir mikilli skömm um að hafa gert sjálfum sér þetta, en eftir langa andlega þjáningu og sársauka og þeirri staðreynd að enga hjálp sé að finna er fólk einfaldlega komið út í horn og aðeins þarf augnabliks slæmt hugarástand til þess að svona gerist sem margir sjá svo strax eftir á. Það eru aðeins 10 pláss til staðar á legudeild geðdeildar Sjúkrahússins á Akureyri en legudeildin veitir veikum sjúklingum sem eru t.d. í alvarlegri sjálfsvígshættu og með geðrofseinkenni, sólarhringsumönnun. Hún segir ennfremur að þetta sé fólk af öllum stéttum samfélagsins sem koma á bráðamóttökuna á SAK. Og þá fólk sem almenningur myndi aldrei detta í hug að væri komin á þennan dimma stað að vilja taka sitt eigið líf, skaða sjálfan sig á einhvern hátt í leit að hjálp eða einstaklingar með aðra geðræna kvilla. Fjöldi sjálfsvíga fer stighækkandi á Íslandi í dag og augljóst er að stór hluti þessa alvarlega vanda er vegna plássleysis á geðdeildum og skorts á mannafla, þá bæði geðlækna og geðhjúkrunarfræðinga. Það er ekki boðlegt að aðeins séu 10 pláss til staðar í 20 þúsund manna bæjarfélagi. Ástandið er ekki betra í Reykjavík eins og við öll vitum en það er efni í langa grein út af fyrir sig en við höfum öll séð í fréttum sjálfsvíg á geðdeildunum sjálfum þar og einnig skort á mannafla þar. Eini jákvæði punkturinn við þetta allt saman er starfsfólkið sjálft á Geðdeild Akureyrar sem er fyrsta flokks fólk umönnunaraðilar og þykir jafn miður og öðrum hvernig ástandið er í Heilbrigðiskerfinu. Það er kristalljóst að við þurfum nýrri og betri ríkisstjórn til að taka á þessum alvarlega vanda í heilbrigðiskerfinu sem fyrri ríkistjórnir hafa verulega brugðist og vanrækt en þar einmitt liggur skömmin. Ekki hjá fólkinu okkar sem þjáist. Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 30. nóvember næstkomandi? Hvaða flokkur hefur ekki fengið tækifæri til að taka á þessu málefni? Hvaða flokkur talar virkilega um af einlægni og hefur sýnt sterkan vilja til að bæta þetta hræðilega ástand? Ég vona svo innilega að þú vandir valið áður en þú kýst. Það eru fjöldi mannslífa í húfi. Kannski er það einhver þér nákominn eða kannski ertu að lesa þessa grein því þú ert sjálf/ur á þessum stað? Hjálpum Heilbrigðiskerfinu okkar á Íslandi. Hjálpum fólkinu okkar. Hugsum vel og vandlega áður en við kjósum. Stöndum saman öll sem eitt. Höfundur er stuðningsmaður og kjósandi Flokk fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á Sjúkrahúsinu á Akureyri er geðheilbrigðisþjónustan í mjög alvarlegum vanda vægast sagt og ekki bara á Akureyri heldur á landinu öllu. Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku SAK sagði greinarhöfundi að í hverri einustu viku komi fjöldi manns á bráðamóttöku eftir að hafa reynt að taka sitt eigið líf eða skaðað sjálft sig á einhvern hátt í leit að hjálp eða fólk með annan geðrænan vanda. Aðspurð segir hún: ,,Fjöldinn er það mikill sem kemur til okkar í hverri einustu viku að flestum sjúklingum þarf því miður að vísa aftur heim eftir að við veitum þeim þá aðhlynningu sem við getum á bráðamóttöku og þá hjálp sem er í boði. Það er mjög alvarlegur skortur á mannafla hérna og sérstaklega þegar kemur að geðheilbrigðisþjónustunni sem hefur verið vanrækt í tugi ára." Stundum er hringt á geðlækni sem kemur á bráðamóttöku og talar við einstaklinginn en í 95% tilvika er því miður ekki pláss á legudeild geðdeildar. Sjúklingum er þá einfaldlega gefið lyf yfir sólarhringinn og beðinn að hringja daginn eftir á Göngu- og dagdeild geðdeildar til þess að fá frekari upplýsingar um þá aðstoð og hjálp sem er í boði. Þeir sem koma á bráðamóttöku vegna þessa sorglega verknaðar finna fyrir mikilli skömm um að hafa gert sjálfum sér þetta, en eftir langa andlega þjáningu og sársauka og þeirri staðreynd að enga hjálp sé að finna er fólk einfaldlega komið út í horn og aðeins þarf augnabliks slæmt hugarástand til þess að svona gerist sem margir sjá svo strax eftir á. Það eru aðeins 10 pláss til staðar á legudeild geðdeildar Sjúkrahússins á Akureyri en legudeildin veitir veikum sjúklingum sem eru t.d. í alvarlegri sjálfsvígshættu og með geðrofseinkenni, sólarhringsumönnun. Hún segir ennfremur að þetta sé fólk af öllum stéttum samfélagsins sem koma á bráðamóttökuna á SAK. Og þá fólk sem almenningur myndi aldrei detta í hug að væri komin á þennan dimma stað að vilja taka sitt eigið líf, skaða sjálfan sig á einhvern hátt í leit að hjálp eða einstaklingar með aðra geðræna kvilla. Fjöldi sjálfsvíga fer stighækkandi á Íslandi í dag og augljóst er að stór hluti þessa alvarlega vanda er vegna plássleysis á geðdeildum og skorts á mannafla, þá bæði geðlækna og geðhjúkrunarfræðinga. Það er ekki boðlegt að aðeins séu 10 pláss til staðar í 20 þúsund manna bæjarfélagi. Ástandið er ekki betra í Reykjavík eins og við öll vitum en það er efni í langa grein út af fyrir sig en við höfum öll séð í fréttum sjálfsvíg á geðdeildunum sjálfum þar og einnig skort á mannafla þar. Eini jákvæði punkturinn við þetta allt saman er starfsfólkið sjálft á Geðdeild Akureyrar sem er fyrsta flokks fólk umönnunaraðilar og þykir jafn miður og öðrum hvernig ástandið er í Heilbrigðiskerfinu. Það er kristalljóst að við þurfum nýrri og betri ríkisstjórn til að taka á þessum alvarlega vanda í heilbrigðiskerfinu sem fyrri ríkistjórnir hafa verulega brugðist og vanrækt en þar einmitt liggur skömmin. Ekki hjá fólkinu okkar sem þjáist. Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 30. nóvember næstkomandi? Hvaða flokkur hefur ekki fengið tækifæri til að taka á þessu málefni? Hvaða flokkur talar virkilega um af einlægni og hefur sýnt sterkan vilja til að bæta þetta hræðilega ástand? Ég vona svo innilega að þú vandir valið áður en þú kýst. Það eru fjöldi mannslífa í húfi. Kannski er það einhver þér nákominn eða kannski ertu að lesa þessa grein því þú ert sjálf/ur á þessum stað? Hjálpum Heilbrigðiskerfinu okkar á Íslandi. Hjálpum fólkinu okkar. Hugsum vel og vandlega áður en við kjósum. Stöndum saman öll sem eitt. Höfundur er stuðningsmaður og kjósandi Flokk fólksins.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar