„Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 14. nóvember 2024 21:34 Pétur Ingvarsson er að fá bandarískan leikmann sem spilaði í NBA. Vísir/Hulda Margrét Keflavík tók á móti Haukum í Blue höllinni í kvöld þegar sjöunda umferð Bónus deildar karla hóf göngu sína. Það voru heimamenn í Keflavík sem höfðu betur með miklum yfirburðum 117-85. „Það er gaman að vinna. Allt annað að vinna en að tapa,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn í kvöld. Það var mjög jafnt með liðunum í fyrsta leikhluta og í upphafi annars leikhluta en eftir það tók Keflavík öll völd. „Planið er að við erum að reyna spila hratt og þreyta liðin og í lok annars leikhluta þá fara menn kannski að vera þreyttir og þá reynum við að nýta tækifærið og keyra yfir menn og það tókst ágætlega í dag.“ Haukar voru fyrir leikinn í dag enn í leit af sínum fyrsta sigri en það breytti þó ekki hvernig Keflvíkingar nálguðust leikinn. „Við vorum náttúrulega bara fyrir þennan leik búnir að vinna þremur leikjum meira en þeir. Það var ekkert rosalega á milli okkar og þeir búnir að vera í tveim hörku leikjum núna fyrir þessa leiki þannig við komum bara vel fókuseraðir og menn lögðu sig fram hérna í fjörutíu mínútur og niðurstaðan öruggur sigur.“ Keflavík hafa byrjað mótið á nokkrum útileikjum en fá núna nokkra heimaleiki á næstunni þar sem þeim líður mun betur. „Það munar öllu. Við æfum hér, skjótum hér og spilum hérna alla daga vikunnar á æfingum þannig hér líður okkur vel.“ Keflavík tilkynntu í gær nýjan leikmann sem mun koma til móts við liðið í landsleikjahléinu en hann á mjög áhugaverðan feril meðal annars með Phoenix Suns í NBA en hvernig bar þetta að? „Í sjálfu sér er maður bara að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla. Þessi kom bara upp og við stukkum á það og tékkuðum á honum og hann hafði áhuga. Það er bara verið að vinna í pappírsmálum og að koma honum hingað og það tekur smá tíma.“ Aðspurður hvort að hann yrði með liðinu í næsta leik vonast Pétur til þess. „Ef hann verður heill heilsu og kominn þá er það ekki vandamálið. Það er kannski meira útlendingaeftirlitið og svoleiðis hlutir sem gætu stoppað þetta. Við erum kannski byrjaðir í þeirri vinnu en að getur tekið lúmskt langan tíma að fá leyfi fyrir leikmenn.“ Keflavík ÍF Bónus-deild karla Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn Fleiri fréttir Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Sjá meira
„Það er gaman að vinna. Allt annað að vinna en að tapa,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn í kvöld. Það var mjög jafnt með liðunum í fyrsta leikhluta og í upphafi annars leikhluta en eftir það tók Keflavík öll völd. „Planið er að við erum að reyna spila hratt og þreyta liðin og í lok annars leikhluta þá fara menn kannski að vera þreyttir og þá reynum við að nýta tækifærið og keyra yfir menn og það tókst ágætlega í dag.“ Haukar voru fyrir leikinn í dag enn í leit af sínum fyrsta sigri en það breytti þó ekki hvernig Keflvíkingar nálguðust leikinn. „Við vorum náttúrulega bara fyrir þennan leik búnir að vinna þremur leikjum meira en þeir. Það var ekkert rosalega á milli okkar og þeir búnir að vera í tveim hörku leikjum núna fyrir þessa leiki þannig við komum bara vel fókuseraðir og menn lögðu sig fram hérna í fjörutíu mínútur og niðurstaðan öruggur sigur.“ Keflavík hafa byrjað mótið á nokkrum útileikjum en fá núna nokkra heimaleiki á næstunni þar sem þeim líður mun betur. „Það munar öllu. Við æfum hér, skjótum hér og spilum hérna alla daga vikunnar á æfingum þannig hér líður okkur vel.“ Keflavík tilkynntu í gær nýjan leikmann sem mun koma til móts við liðið í landsleikjahléinu en hann á mjög áhugaverðan feril meðal annars með Phoenix Suns í NBA en hvernig bar þetta að? „Í sjálfu sér er maður bara að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla. Þessi kom bara upp og við stukkum á það og tékkuðum á honum og hann hafði áhuga. Það er bara verið að vinna í pappírsmálum og að koma honum hingað og það tekur smá tíma.“ Aðspurður hvort að hann yrði með liðinu í næsta leik vonast Pétur til þess. „Ef hann verður heill heilsu og kominn þá er það ekki vandamálið. Það er kannski meira útlendingaeftirlitið og svoleiðis hlutir sem gætu stoppað þetta. Við erum kannski byrjaðir í þeirri vinnu en að getur tekið lúmskt langan tíma að fá leyfi fyrir leikmenn.“
Keflavík ÍF Bónus-deild karla Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn Fleiri fréttir Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins