Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Árni Jóhannsson skrifar 14. nóvember 2024 21:29 Kristófer Acox var í þjálfarastólnum í kvöld og er með 100% sigurhlutfall í því hlutverki Vísir / Pawel Cieslikiewicz Kristófer Acox var í hlutverki þjálfara í kvöld þegar Valur tók á móti KR í fjarveru Jamil Abiad sem var veikur í dag. Valur vann sigur á KR og má telja að hann hafi verið mjög mikilvægur upp á sálarlíf Íslandsmeistaranna. Kristófer var spurður að því hvort sigurinn hafi ekki verið sálarnærandi fyrir Valsmenn. „Þetta var heldur betur góður sigur. Við þurftum á honum að halda enda búið að vera smá lægð hjá okkur og við töluðum um það fyrir leik að við vildum fara inn í hléið með sigur á bakinu í staðinn fyrir fimmta tapið.“ Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir heimamenn en KR leiddi 27-20 eftir fyrsta leikhluta og var leikur Valsmanna eiginlega í molum. Hvað breyttist að hans mati? „Orkustigið held ég. Smá einbeiting líka. Við höfum verið að byrja í algjöru þroti og lenda mikið undir og ég veit ekki alveg hvað það er. Það er eins og við séum ekki nógu vel tengdir þegar við byrjum leikina. Við náum samt oftast að koma okkur inn í leikinn og í dag héldum við sjó. Náðum að loka fyrri hálfleiknum mjög vel og tengdum það yfir í seinni hálfleikinn. Tökum yfir leikinn í seinni hálfleik.“ Kristófer talaði um að nýta hléið vel þagar hann var spurður að því hvernig væri hægt að halda sama takti og Valur sýndi á löngum köflum í dag. „Við þurfum bara að halda áfram. Við þurfum að nýta hléið vel í að koma Bruno, sem er nýr leikmaður, betur inn í þetta og æfa eins og skepnur. Þetta er langt tímabil en við vildum óska þess að vera í betri stöðu núna en það er bara nóvember enn þá og við höfum nægan tíma til að laga þetta. Það gerist ekki að sjálfu sér og við verðum að nýta hverja einustu æfingu, við getum byggt ofan á það jákvæða í dag og ef við höldum þessu áfram þá held ég að við séum í allavega ágætum málum.“ Það stóð ekki á svörum þegar Kristófer var spurður að því hvað kæmi til þess að hann væri í þjálfarastólnum. „Ég bara ákvað að reka Jamil“, sagði Kristófer hlæjandi áður en hann hélt áfram. „Nei nei, hann er veikur. Hann ætlaði að reyna að keyra á þetta en við sögðum honum bara að vera heima og jafna sig. Ég og Finnur tókum þetta að okkur. Ég þekki þennan hóp eins og handarbakið á mér. Þess vegna var auðvelt fyrir mig að stíga inn í þetta, ég er duglegur að öskra á þá á æfingum þó ég hafi ekki mikla reynslu af kerfunum eða svoleiðis. Þetta virkaði allavega í kvöld.“ Að lokum var Kristófer spurður að því hvenær við fengjum að sjá hann á gólfinu spila körfubolta. „Vonandi sem fyrst. Þetta gengur vel og allt á réttri leið en það verður aldrei fyrr en eftir áramót.“ Valur Bónus-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Valur og KR mættust í kaflaskiptum leik í 7. umferð Bónus deildar karla í körfuknattleik í N1 höllinni fyrr í dag. KR byrjaði mun betur en frábær þriðji leikhluti dugði Val til að innbyrða 101-94 sigur eftir æsilegar lokamínútur. 14. nóvember 2024 18:31 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Sjá meira
Kristófer var spurður að því hvort sigurinn hafi ekki verið sálarnærandi fyrir Valsmenn. „Þetta var heldur betur góður sigur. Við þurftum á honum að halda enda búið að vera smá lægð hjá okkur og við töluðum um það fyrir leik að við vildum fara inn í hléið með sigur á bakinu í staðinn fyrir fimmta tapið.“ Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir heimamenn en KR leiddi 27-20 eftir fyrsta leikhluta og var leikur Valsmanna eiginlega í molum. Hvað breyttist að hans mati? „Orkustigið held ég. Smá einbeiting líka. Við höfum verið að byrja í algjöru þroti og lenda mikið undir og ég veit ekki alveg hvað það er. Það er eins og við séum ekki nógu vel tengdir þegar við byrjum leikina. Við náum samt oftast að koma okkur inn í leikinn og í dag héldum við sjó. Náðum að loka fyrri hálfleiknum mjög vel og tengdum það yfir í seinni hálfleikinn. Tökum yfir leikinn í seinni hálfleik.“ Kristófer talaði um að nýta hléið vel þagar hann var spurður að því hvernig væri hægt að halda sama takti og Valur sýndi á löngum köflum í dag. „Við þurfum bara að halda áfram. Við þurfum að nýta hléið vel í að koma Bruno, sem er nýr leikmaður, betur inn í þetta og æfa eins og skepnur. Þetta er langt tímabil en við vildum óska þess að vera í betri stöðu núna en það er bara nóvember enn þá og við höfum nægan tíma til að laga þetta. Það gerist ekki að sjálfu sér og við verðum að nýta hverja einustu æfingu, við getum byggt ofan á það jákvæða í dag og ef við höldum þessu áfram þá held ég að við séum í allavega ágætum málum.“ Það stóð ekki á svörum þegar Kristófer var spurður að því hvað kæmi til þess að hann væri í þjálfarastólnum. „Ég bara ákvað að reka Jamil“, sagði Kristófer hlæjandi áður en hann hélt áfram. „Nei nei, hann er veikur. Hann ætlaði að reyna að keyra á þetta en við sögðum honum bara að vera heima og jafna sig. Ég og Finnur tókum þetta að okkur. Ég þekki þennan hóp eins og handarbakið á mér. Þess vegna var auðvelt fyrir mig að stíga inn í þetta, ég er duglegur að öskra á þá á æfingum þó ég hafi ekki mikla reynslu af kerfunum eða svoleiðis. Þetta virkaði allavega í kvöld.“ Að lokum var Kristófer spurður að því hvenær við fengjum að sjá hann á gólfinu spila körfubolta. „Vonandi sem fyrst. Þetta gengur vel og allt á réttri leið en það verður aldrei fyrr en eftir áramót.“
Valur Bónus-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Valur og KR mættust í kaflaskiptum leik í 7. umferð Bónus deildar karla í körfuknattleik í N1 höllinni fyrr í dag. KR byrjaði mun betur en frábær þriðji leikhluti dugði Val til að innbyrða 101-94 sigur eftir æsilegar lokamínútur. 14. nóvember 2024 18:31 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Valur og KR mættust í kaflaskiptum leik í 7. umferð Bónus deildar karla í körfuknattleik í N1 höllinni fyrr í dag. KR byrjaði mun betur en frábær þriðji leikhluti dugði Val til að innbyrða 101-94 sigur eftir æsilegar lokamínútur. 14. nóvember 2024 18:31
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins