Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Atli Ísleifsson skrifar 11. nóvember 2024 10:28 Shigeru Ishiba var ánægður með niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar á japanska þinginu í morgun. EPA Shigeru Ishiba mun áfram gegna embætti forsætisráðherra Japans þrátt fyrir að flokkur hans, Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, og stuðningsflokkar hafi misst meirihluta á þingi í þingkosningum sem fram fóru í lok október. Þetta varð ljóst eftir atkvæðagreiðslu í japanska þinginu í dag þar sem þingmenn greiddu atkvæði um nýjan forsætisráðherra. Ishiba hafði þar betur gegn Yoshihiko Noda, leiðtoga stærsta stjórnarandstöðuflokksins, CDP. Ishiba mun nú stýra minnihlutastjórn og stendur hann frammi fyrir ýmsum áskorunum, þar með talið óánægju innan eigin flokksins, efnahagsþrengingar, hækkandi lífaldur japönsku þjóðarinnar og flókin tengsl Japan við fjölda nágrannaríkja. Hinn 67 ára Ishiba, sem tók við formennsku í flokknum af Fumio Kishida í september, ákvað að rjúfa þing og boða til kosninga í haust í þeim tilgangi að fá nýtt umboð til að hrinda ýmsum stefnumálum sínum í framkvæmd. Kishida hafði áður tilkynnt að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður flokksins í kjölfar fjölda hneykslismála tengdum flokknum sem hafði leitt til dvínandi trausts japansks almennings. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn hefur verið við völd í Japan nánast óslitið frá 1955 en tapaði í kosningunum 64 þingsætum og þar með meirihlutanum í neðri deild japanska þingsins. Það eru verstu úrslit stjórnarflokksins frá því að hann tapaði völdum til skamms tíma árið 2009. Shigeru Ishiba hefur gegnt fjölda ráðherraembætta á ferli sínum, þar með talið embætti ráðherra varnarmála, og setið á japanska þinginu frá 1986. Japan Tengdar fréttir Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Samsteypustjórn Shigeru Ishiba, forsætisráðherra Japans, missti meirihluta sinn í þingkosningum sem fóru fram um helgina. Úrslitin eru sögð skapa óvissu í japönskum stjórnmálum þrátt fyrir að ólíklegt sé talið að stjórnarskipti verði. 28. október 2024 08:50 Ishiba verður næsti forsætisráðherra Japans Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn í Japan hefur valið Shigeru Ishiba, fyrrverandi varnarmálaráðherra, sem næsta formann flokksins. Hann verður því næsti forsætisráðherra landsins og mun hann taka við af Fumio Kishida sem tilkynnti í síðasta mánuði að hann hugðist ekki sækjast eftir endurkjöri og láta af embætti. 27. september 2024 07:52 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Sjá meira
Þetta varð ljóst eftir atkvæðagreiðslu í japanska þinginu í dag þar sem þingmenn greiddu atkvæði um nýjan forsætisráðherra. Ishiba hafði þar betur gegn Yoshihiko Noda, leiðtoga stærsta stjórnarandstöðuflokksins, CDP. Ishiba mun nú stýra minnihlutastjórn og stendur hann frammi fyrir ýmsum áskorunum, þar með talið óánægju innan eigin flokksins, efnahagsþrengingar, hækkandi lífaldur japönsku þjóðarinnar og flókin tengsl Japan við fjölda nágrannaríkja. Hinn 67 ára Ishiba, sem tók við formennsku í flokknum af Fumio Kishida í september, ákvað að rjúfa þing og boða til kosninga í haust í þeim tilgangi að fá nýtt umboð til að hrinda ýmsum stefnumálum sínum í framkvæmd. Kishida hafði áður tilkynnt að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður flokksins í kjölfar fjölda hneykslismála tengdum flokknum sem hafði leitt til dvínandi trausts japansks almennings. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn hefur verið við völd í Japan nánast óslitið frá 1955 en tapaði í kosningunum 64 þingsætum og þar með meirihlutanum í neðri deild japanska þingsins. Það eru verstu úrslit stjórnarflokksins frá því að hann tapaði völdum til skamms tíma árið 2009. Shigeru Ishiba hefur gegnt fjölda ráðherraembætta á ferli sínum, þar með talið embætti ráðherra varnarmála, og setið á japanska þinginu frá 1986.
Japan Tengdar fréttir Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Samsteypustjórn Shigeru Ishiba, forsætisráðherra Japans, missti meirihluta sinn í þingkosningum sem fóru fram um helgina. Úrslitin eru sögð skapa óvissu í japönskum stjórnmálum þrátt fyrir að ólíklegt sé talið að stjórnarskipti verði. 28. október 2024 08:50 Ishiba verður næsti forsætisráðherra Japans Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn í Japan hefur valið Shigeru Ishiba, fyrrverandi varnarmálaráðherra, sem næsta formann flokksins. Hann verður því næsti forsætisráðherra landsins og mun hann taka við af Fumio Kishida sem tilkynnti í síðasta mánuði að hann hugðist ekki sækjast eftir endurkjöri og láta af embætti. 27. september 2024 07:52 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Sjá meira
Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Samsteypustjórn Shigeru Ishiba, forsætisráðherra Japans, missti meirihluta sinn í þingkosningum sem fóru fram um helgina. Úrslitin eru sögð skapa óvissu í japönskum stjórnmálum þrátt fyrir að ólíklegt sé talið að stjórnarskipti verði. 28. október 2024 08:50
Ishiba verður næsti forsætisráðherra Japans Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn í Japan hefur valið Shigeru Ishiba, fyrrverandi varnarmálaráðherra, sem næsta formann flokksins. Hann verður því næsti forsætisráðherra landsins og mun hann taka við af Fumio Kishida sem tilkynnti í síðasta mánuði að hann hugðist ekki sækjast eftir endurkjöri og láta af embætti. 27. september 2024 07:52