Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2024 11:42 DeAndre Kane fékk slæmt höfuðhögg og spilaði ekkert í seinni hálfleiknum. S2 Sport DeAndre Kane skoraði átján stig á aðeins fimmtán mínútum í sigri Grindavíkur á Þór í lokaleik sjöttu umferðar Bónus deildar karla en kvöldið hans endaði mjög snögglega í fyrri hálfleiknum. Bónus körfuboltakvöld hrósaði kappanum mikið og fór líka yfir höfuðmeiðsli hans í leiknum. „Maður talar oft um Kane í kringum einhver leiðinleg mál en Sævar á endanum er þetta einn besti leikmaðurinn í deildinni,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Hann er stórkostlegur leikmaður. Körfuboltalega séð þá finnur þú engan galla í hans leik. Hann er stórkostlegur varnarmaður og hann skilur leikinn vel. Hann fer á körfuna og er mjög góður að klára upp við körfuna. Hann er með gott skot,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. Þeir eru það sem ættu að skína mest „Þetta er bara karakter og auðvitað eru það þessir aukaþættir sem gerir það að verkum að það er talað meira um þá heldur en hæfileika hans á körfuboltavellinum. Þeir eru það sem ættu að skína mest,“ sagði Sævar. Stefán Árni vildi fá að vita meira um Kane sem varnarmann og af hverju leikmenn eiga erfitt með að festa svefn kvöldið fyrir leik á móti Kane. Sjáum þessa sprengju í honum ennþá „Þessi maður er búinn að spila á hæsta kaliberi. Við sjáum það alveg í hans leik þótt að það sé farið að liða á seinni part ferilsins hjá honum. Við sjáum þessa sprengju í honum ennþá. Þegar hann notar þetta vel, þegar mikið er undir, þá getur hann lokað á allt saman varnarlega. Hann er líka frábær í hjálparvörn,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Hann gerir kröfur til allra í kringum sig og skiljanlega. Hann er frábær á póstinum [með bakið í körfuna að bjóða sig inn í teig] og eins og Sævar þá getur hann eiginlega allt. Hann er þannig lagað góður í öllu,“ sagði Teitur. „Hann er ekki að ana því fram. Það er voðalega auðvelt fyrir hann að láta Devon Tomas njóta sín,“ sagði Teitur sem sér mikinn þroska í leik Kane. Ræddu höfuðhöggið Körfuboltakvöld sýndi líka meiðslin sem urðu til þess að Kane spilaði ekkert í seinni hálfleiknum. Þar fékk sjúkraþjálfarinn hrós fyrir að taka Kane út úr leiknum. Þegar Kane fór að riða í höndum sjúkraþjálfarans og Ólafs Ólafssonar þá varð öllum ljóst að það var enginn leikþáttur í gangi því höggið virkaði ekki mikið á myndum af atvikinu. Það má sjá umfjöllunina um Kane hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld ræddi frábæra frammistöðu Kane og höfuðhöggið hans Bónus-deild karla Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Sjá meira
„Maður talar oft um Kane í kringum einhver leiðinleg mál en Sævar á endanum er þetta einn besti leikmaðurinn í deildinni,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Hann er stórkostlegur leikmaður. Körfuboltalega séð þá finnur þú engan galla í hans leik. Hann er stórkostlegur varnarmaður og hann skilur leikinn vel. Hann fer á körfuna og er mjög góður að klára upp við körfuna. Hann er með gott skot,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. Þeir eru það sem ættu að skína mest „Þetta er bara karakter og auðvitað eru það þessir aukaþættir sem gerir það að verkum að það er talað meira um þá heldur en hæfileika hans á körfuboltavellinum. Þeir eru það sem ættu að skína mest,“ sagði Sævar. Stefán Árni vildi fá að vita meira um Kane sem varnarmann og af hverju leikmenn eiga erfitt með að festa svefn kvöldið fyrir leik á móti Kane. Sjáum þessa sprengju í honum ennþá „Þessi maður er búinn að spila á hæsta kaliberi. Við sjáum það alveg í hans leik þótt að það sé farið að liða á seinni part ferilsins hjá honum. Við sjáum þessa sprengju í honum ennþá. Þegar hann notar þetta vel, þegar mikið er undir, þá getur hann lokað á allt saman varnarlega. Hann er líka frábær í hjálparvörn,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Hann gerir kröfur til allra í kringum sig og skiljanlega. Hann er frábær á póstinum [með bakið í körfuna að bjóða sig inn í teig] og eins og Sævar þá getur hann eiginlega allt. Hann er þannig lagað góður í öllu,“ sagði Teitur. „Hann er ekki að ana því fram. Það er voðalega auðvelt fyrir hann að láta Devon Tomas njóta sín,“ sagði Teitur sem sér mikinn þroska í leik Kane. Ræddu höfuðhöggið Körfuboltakvöld sýndi líka meiðslin sem urðu til þess að Kane spilaði ekkert í seinni hálfleiknum. Þar fékk sjúkraþjálfarinn hrós fyrir að taka Kane út úr leiknum. Þegar Kane fór að riða í höndum sjúkraþjálfarans og Ólafs Ólafssonar þá varð öllum ljóst að það var enginn leikþáttur í gangi því höggið virkaði ekki mikið á myndum af atvikinu. Það má sjá umfjöllunina um Kane hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld ræddi frábæra frammistöðu Kane og höfuðhöggið hans
Bónus-deild karla Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Sjá meira