Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sindri Sverrisson skrifar 8. nóvember 2024 14:01 Matt Choi þótti fara yfir strikið með framgöngu sinni í New York maraþoninu. Samsett/Getty/Instagram Hinn 29 ára gamli Matt Choi frá Texas, áhrifavaldur á samfélagsmiðlum, hefur verið úrskurðaður í ævilangt bann frá New York maraþoninu vegna hegðunar sinnar í þessu gríðarlega vinsæla maraþonhlaupi. Choi tók þátt í hlaupinu um síðustu helgi en var með myndatökumenn með sér sem fylgdu honum á rafmagnshjólum, og trufluðu aðra keppendur í hlaupinu. New York Road Runners, sem skipuleggur hlaupið, segir í yfirlýsingu að Choi hafi með þessu brotið keppnisreglur hlaupsins sem og reglur alþjóða frjálsíþróttasambandsins. View this post on Instagram A post shared by Matt Choi (@mattchoi_6) „Eitt af því sem NYRR var tilkynnt um var að Choi hefði hlaupið með aðstoð tveggja manna, án heimildar, sem ferðuðust um brautina á rafmagnshjólum og hindruðu aðra hlaupara,“ segir í yfirlýsingu NYRR. Choi kláraði hlaupið á 2:57:15 klukkustundum, eða um 50 mínútum á eftir Abdi Nageeye sem fór með sigur af hólmi í karlaflokki. Vakti reiði annarra hlaupara Ljóst er að hegðun Choi vakti pirring og reiði annarra hlaupara. AP vitnar í skrif eins þeirra á Reddit sem sagði: „Fyrir mig sem hlaupara þá var stórkostlegt að sjá hann. Það gaf mér enn meira hungur í að fara framhjá honum og sjá til þess að ég þyrfti ekki að sjá hann eða þessa heimsku myndatökumenn hans það sem eftir var hlaupsins.“ Choi, sem er með yfir 400.000 fylgjendur á Instagram, virðist hafa séð að sér því hann hefur nú beðist afsökunar í myndbandsfærslu. Choi viðurkennir þar að með því að láta taka upp hlaup sitt hafi hann stofnað öðrum keppendum í hættu og mögulega komið í veg fyrir að þeir næðu sínum besta tíma, eða kæmust til að ná sér í drykki á drykkjarstöðvum. Yfir 55.000 manns kláruðu hlaupið, þar sem farið var í gegnum stóru hverfin fimm í New York. View this post on Instagram A post shared by Matt Choi (@mattchoi_6) „Það er ekkert sem afsakar það sem ég gerði. Ég var eigingjarn á sunnudaginn, með því að fá bróður minn og myndatökumanninn minn til að fylgja mér eftir á rafmagnshjólum, og það hafði alvarlegar afleiðingar. Á meðan að New York maraþonið á að snúast um alla aðra og samfélagið þá lét ég það snúast um sjálfan mig. Ég vil biðja alla sem þetta bitnaði á afsökunar. Svo það sé á hreinu þá átti ég 100% sök á þessu,“ segir Choi sem kveðst ekki ætla að áfrýja banni NYRR. Hlaup Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Sjá meira
Choi tók þátt í hlaupinu um síðustu helgi en var með myndatökumenn með sér sem fylgdu honum á rafmagnshjólum, og trufluðu aðra keppendur í hlaupinu. New York Road Runners, sem skipuleggur hlaupið, segir í yfirlýsingu að Choi hafi með þessu brotið keppnisreglur hlaupsins sem og reglur alþjóða frjálsíþróttasambandsins. View this post on Instagram A post shared by Matt Choi (@mattchoi_6) „Eitt af því sem NYRR var tilkynnt um var að Choi hefði hlaupið með aðstoð tveggja manna, án heimildar, sem ferðuðust um brautina á rafmagnshjólum og hindruðu aðra hlaupara,“ segir í yfirlýsingu NYRR. Choi kláraði hlaupið á 2:57:15 klukkustundum, eða um 50 mínútum á eftir Abdi Nageeye sem fór með sigur af hólmi í karlaflokki. Vakti reiði annarra hlaupara Ljóst er að hegðun Choi vakti pirring og reiði annarra hlaupara. AP vitnar í skrif eins þeirra á Reddit sem sagði: „Fyrir mig sem hlaupara þá var stórkostlegt að sjá hann. Það gaf mér enn meira hungur í að fara framhjá honum og sjá til þess að ég þyrfti ekki að sjá hann eða þessa heimsku myndatökumenn hans það sem eftir var hlaupsins.“ Choi, sem er með yfir 400.000 fylgjendur á Instagram, virðist hafa séð að sér því hann hefur nú beðist afsökunar í myndbandsfærslu. Choi viðurkennir þar að með því að láta taka upp hlaup sitt hafi hann stofnað öðrum keppendum í hættu og mögulega komið í veg fyrir að þeir næðu sínum besta tíma, eða kæmust til að ná sér í drykki á drykkjarstöðvum. Yfir 55.000 manns kláruðu hlaupið, þar sem farið var í gegnum stóru hverfin fimm í New York. View this post on Instagram A post shared by Matt Choi (@mattchoi_6) „Það er ekkert sem afsakar það sem ég gerði. Ég var eigingjarn á sunnudaginn, með því að fá bróður minn og myndatökumanninn minn til að fylgja mér eftir á rafmagnshjólum, og það hafði alvarlegar afleiðingar. Á meðan að New York maraþonið á að snúast um alla aðra og samfélagið þá lét ég það snúast um sjálfan mig. Ég vil biðja alla sem þetta bitnaði á afsökunar. Svo það sé á hreinu þá átti ég 100% sök á þessu,“ segir Choi sem kveðst ekki ætla að áfrýja banni NYRR.
Hlaup Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Sjá meira