„Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lovísa Arnardóttir skrifar 7. nóvember 2024 20:03 Craig hefur spilað um allan heim. Hér er hann að spila á Aquasella hátíðinni á Spáni árið 2018. Vísir/Getty Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Carl Craig kemur fram í Gamla bíó annað kvöld. Helgi Már Bjarnason, annars stjórnenda Partyzone, dansþáttar þjóðarinnar, segist afar spenntur fyrir komu Craig og að það megi búast við góðu partýi. „Carl Craig er að koma fram á sjónarsviðið í upphafi tíunda áratugarins. Það er á sama tíma og PartyZone er að byrja hér heima og dans- og reifsenan er að keyrast í gang. Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd. Eftir það gerir hann hvern underground slagarann á fætur öðrum nánast allan áratuginn,“ segir Helgi Már. Craig kemur frá Detroit í Bandaríkjunum og hafði mikil áhrif á vinsældir teknótónlistar sem uppruninn er þaðan. Ásamt fleiri plötusnúðum eins og Kevin Saunderson, Derek May, and Juan Atkins vann hann svo að því að flytja tónlistina frá Detroit og út um allan heim. Helgi Már segir Craig með einstakt sánd.Aðsend Craig hefur skipulagt fjölda tónlistarhátíða í Detroit og stofnaði Carl Craig Foundation sem styður við tónlistarmenn frá Detroit með skólastyrkjum og öðrum tækifærum. Þá rekur Craig sitt eigið plötufyrirtæki, Planet E Communications, og umboðsskrifstofu fyrir aðra tónlistarmenn. Reunion stemning „Hann kemur frá Detroit og verður fyrir áhrifum frá frumkvöðlum eins og Derrick May og Kevin Saunderson. Sá fyrrnefni var með útvarpsþætti í lok níunda áratugarins þar sem teknó tónlist var áberandi. Carl Craig telst þá til annarrar kynslóðar teknó frumkvöðla Detroit borgar,“ segir Helgi Már og bætir við: „Ef ég á að skilgreina hann tónlistarlega þá má segja að hann sé í klúbbavænni teknóskotinni hús tónlist. Stundum kölluð progressive“ Helgi er spenntur fyrir morgundeginum.Aðsend Hann segir æðislegt að hann sé nú að koma fram á Íslandi. „Það er því geggjað að LP Events séu að flytja kappann inn og má gera ráð fyrir það skapist mikil reunion stemming í Gamla Bíó á föstudaginn. Hann kom hingað fyrst 1996, svo aftur 2002 og svo á PZ kvöld 2008. Þannig að það er orðið ansi langt síðan hann kom síðast. Það má svo geta þess að núverandi topplag PZ listans er lag frá honum og Roger Sanchez. Þar sem Detroit sándið fær að njóta sín vel,“ segir Helgi að lokum. Hægt er að hlusta á sérstakan lagalista tileinkaðan Craig hér að neðan. Tónleikar á Íslandi Tónlist Bandaríkin Tengdar fréttir Frumkvöðull í Detroit teknói í Gamla bíó í nóvember Bandaríski tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Carl Craig kemur fram í Gamla bíói í nóvember. Craig er einn af frumkvöðlum í Detroit teknótónlist og er sérstaklega þekktur fyrir að blanda saman ólíkum tónlistartegundum eins og teknói, jazzi, house tónlist og klassískri tónlist. Upphitun verður í höndum íslensku plötusnúðanna Intr0Beatz og Yamaho. 17. október 2024 15:33 Mest lesið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Lífið samstarf Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Fleiri fréttir Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Sjá meira
„Carl Craig er að koma fram á sjónarsviðið í upphafi tíunda áratugarins. Það er á sama tíma og PartyZone er að byrja hér heima og dans- og reifsenan er að keyrast í gang. Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd. Eftir það gerir hann hvern underground slagarann á fætur öðrum nánast allan áratuginn,“ segir Helgi Már. Craig kemur frá Detroit í Bandaríkjunum og hafði mikil áhrif á vinsældir teknótónlistar sem uppruninn er þaðan. Ásamt fleiri plötusnúðum eins og Kevin Saunderson, Derek May, and Juan Atkins vann hann svo að því að flytja tónlistina frá Detroit og út um allan heim. Helgi Már segir Craig með einstakt sánd.Aðsend Craig hefur skipulagt fjölda tónlistarhátíða í Detroit og stofnaði Carl Craig Foundation sem styður við tónlistarmenn frá Detroit með skólastyrkjum og öðrum tækifærum. Þá rekur Craig sitt eigið plötufyrirtæki, Planet E Communications, og umboðsskrifstofu fyrir aðra tónlistarmenn. Reunion stemning „Hann kemur frá Detroit og verður fyrir áhrifum frá frumkvöðlum eins og Derrick May og Kevin Saunderson. Sá fyrrnefni var með útvarpsþætti í lok níunda áratugarins þar sem teknó tónlist var áberandi. Carl Craig telst þá til annarrar kynslóðar teknó frumkvöðla Detroit borgar,“ segir Helgi Már og bætir við: „Ef ég á að skilgreina hann tónlistarlega þá má segja að hann sé í klúbbavænni teknóskotinni hús tónlist. Stundum kölluð progressive“ Helgi er spenntur fyrir morgundeginum.Aðsend Hann segir æðislegt að hann sé nú að koma fram á Íslandi. „Það er því geggjað að LP Events séu að flytja kappann inn og má gera ráð fyrir það skapist mikil reunion stemming í Gamla Bíó á föstudaginn. Hann kom hingað fyrst 1996, svo aftur 2002 og svo á PZ kvöld 2008. Þannig að það er orðið ansi langt síðan hann kom síðast. Það má svo geta þess að núverandi topplag PZ listans er lag frá honum og Roger Sanchez. Þar sem Detroit sándið fær að njóta sín vel,“ segir Helgi að lokum. Hægt er að hlusta á sérstakan lagalista tileinkaðan Craig hér að neðan.
Tónleikar á Íslandi Tónlist Bandaríkin Tengdar fréttir Frumkvöðull í Detroit teknói í Gamla bíó í nóvember Bandaríski tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Carl Craig kemur fram í Gamla bíói í nóvember. Craig er einn af frumkvöðlum í Detroit teknótónlist og er sérstaklega þekktur fyrir að blanda saman ólíkum tónlistartegundum eins og teknói, jazzi, house tónlist og klassískri tónlist. Upphitun verður í höndum íslensku plötusnúðanna Intr0Beatz og Yamaho. 17. október 2024 15:33 Mest lesið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Lífið samstarf Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Fleiri fréttir Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Sjá meira
Frumkvöðull í Detroit teknói í Gamla bíó í nóvember Bandaríski tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Carl Craig kemur fram í Gamla bíói í nóvember. Craig er einn af frumkvöðlum í Detroit teknótónlist og er sérstaklega þekktur fyrir að blanda saman ólíkum tónlistartegundum eins og teknói, jazzi, house tónlist og klassískri tónlist. Upphitun verður í höndum íslensku plötusnúðanna Intr0Beatz og Yamaho. 17. október 2024 15:33