„Verður sérstök stund fyrir hana“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. nóvember 2024 10:03 Benedikt fagnar því að ná landsliðinu loks aftur saman í keppnisverkefni. Vísir/Hulda Margrét „Núna er loksins komið að þessu,“ segir Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, um verkefni kvöldsins gegn Slóvakíu í undankeppni EM á næsta ári. Liðið hefur beðið lengi eftir því að komast aftur saman út á völl. Ísland hefur ekki spilað landsleik í tæplega tólf mánuði. Síðasti landsliðsgluggi var þegar liðið spilaði fyrstu tvo leikina í yfirstandandi undankeppni í nóvember 2023. Landsliðshópurinn hefur breyst töluvert á þessu heila ári, þar sem meiðsli hafa eitthvað að segja, en margar ungar stúlkur sem fá tækifæri í komandi verkefni. „Mér líst vel á hann. Það eru töluverðar breytingar frá síðasta glugga. Maður reynir alltaf að byggja ofan á síðasta glugga en svo atvikast það þannig núna að það eru meiðsli í ákveðnum stöðum. En við teljum okkur geta unnið úr því. Það eru stelpur hérna hungraðar að koma inn sem ætla að standa sig og við höfum þvílíka trú á. Ég er bara mjög bjartsýnn á þetta,“ segir Benedikt. Klippa: Biðin á enda „Ég er alltaf að segja þetta að breiddin í íslenska kvennakörfuboltanum er að verða meiri. Fleiri stelpur til að velja úr og það þarf að skilja einhverjar góðar eftir fyrir utan hóp. Bara eins og þetta á að vera,“ segir Benedikt. Danielle fær loks landsleik Anna Lára Vignisdóttir og Kolbrún María Ármannsdóttir eru meðal nýliða í hópnum og þá eru sex leikmenn til viðbótar sem hafa spilað landsleiki í eins stafs tölu. Einn nýliðanna er hins vegar heldur reynslumeiri. Danielle Rodriguez öðlaðist íslenskan ríkisborgararétt í byrjun árs og fær loks tækifæri til að spila í íslensku landsliðstreyjunni. „Við erum að fá góða nýliða, bæði í Dani og Kollu, og stelpum sem eru komnar inn í þetta algjörlega tilbúnar og styrkja liðið mikið. Dani er búin að bíða lengi eftir þessu og hlakkar alveg ofboðslega mikið til. Þetta verður sérstök stund fyrir hana,“ segir Benedikt. Ísland tapaði fyrstu tveimur leikjunum í riðlinum fyrir sléttu ári síðan en hékk vel í Tyrkjum í Ólafssal í leik sem lauk með 72-65 tapi. Benedikt vill byggja á því gegn gríðarsterku slóvakísku liði. „Hörkuleikir, við þekkjum Rúmeníu vel, en Slóvakíu minna. Þetta slóvakíska lið er búið að vera í fremstu röð lengi. Þær eru með allt eiginlega. Gæði, hæð, hraða bara nefndu það. En við sýndum það hérna gegn Tyrkjum að við getum keppt við svona lið og ætlum að gera það aftur,“ segir Benedikt. Leikur Íslands og Slóvakíu hefst klukkan 19:30 og verður lýst beint á Vísi. Landslið kvenna í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
Ísland hefur ekki spilað landsleik í tæplega tólf mánuði. Síðasti landsliðsgluggi var þegar liðið spilaði fyrstu tvo leikina í yfirstandandi undankeppni í nóvember 2023. Landsliðshópurinn hefur breyst töluvert á þessu heila ári, þar sem meiðsli hafa eitthvað að segja, en margar ungar stúlkur sem fá tækifæri í komandi verkefni. „Mér líst vel á hann. Það eru töluverðar breytingar frá síðasta glugga. Maður reynir alltaf að byggja ofan á síðasta glugga en svo atvikast það þannig núna að það eru meiðsli í ákveðnum stöðum. En við teljum okkur geta unnið úr því. Það eru stelpur hérna hungraðar að koma inn sem ætla að standa sig og við höfum þvílíka trú á. Ég er bara mjög bjartsýnn á þetta,“ segir Benedikt. Klippa: Biðin á enda „Ég er alltaf að segja þetta að breiddin í íslenska kvennakörfuboltanum er að verða meiri. Fleiri stelpur til að velja úr og það þarf að skilja einhverjar góðar eftir fyrir utan hóp. Bara eins og þetta á að vera,“ segir Benedikt. Danielle fær loks landsleik Anna Lára Vignisdóttir og Kolbrún María Ármannsdóttir eru meðal nýliða í hópnum og þá eru sex leikmenn til viðbótar sem hafa spilað landsleiki í eins stafs tölu. Einn nýliðanna er hins vegar heldur reynslumeiri. Danielle Rodriguez öðlaðist íslenskan ríkisborgararétt í byrjun árs og fær loks tækifæri til að spila í íslensku landsliðstreyjunni. „Við erum að fá góða nýliða, bæði í Dani og Kollu, og stelpum sem eru komnar inn í þetta algjörlega tilbúnar og styrkja liðið mikið. Dani er búin að bíða lengi eftir þessu og hlakkar alveg ofboðslega mikið til. Þetta verður sérstök stund fyrir hana,“ segir Benedikt. Ísland tapaði fyrstu tveimur leikjunum í riðlinum fyrir sléttu ári síðan en hékk vel í Tyrkjum í Ólafssal í leik sem lauk með 72-65 tapi. Benedikt vill byggja á því gegn gríðarsterku slóvakísku liði. „Hörkuleikir, við þekkjum Rúmeníu vel, en Slóvakíu minna. Þetta slóvakíska lið er búið að vera í fremstu röð lengi. Þær eru með allt eiginlega. Gæði, hæð, hraða bara nefndu það. En við sýndum það hérna gegn Tyrkjum að við getum keppt við svona lið og ætlum að gera það aftur,“ segir Benedikt. Leikur Íslands og Slóvakíu hefst klukkan 19:30 og verður lýst beint á Vísi.
Landslið kvenna í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira