Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. nóvember 2024 17:43 Frá vinstri: Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Sigurður Rúnar Friðjónsson, formaður hópsins, Halla Steinólfsdótti Björn Bjarki Þorsteinsson og Kjartan Ingvarsson. Stjórnarráðið Starfshópur umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins leggur til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð. Þetta kemur fram í skýrslu hópsins sem Guðlaugur Þór Þórðarson ráðherra skipaði til að vinna tillögur um aðgerðir til að stuðla að því að efla samfélagið í Dalabyggð. Helstu niðurstöður starfshópsins eru að forgangsmál sé að tryggja flutningsgetu á raforku til Dalabyggðar. Að mati hópsins liggur beinast við að það verði gert með nýjum jarðstreng frá Stykkishólmi að Glerárskógum í Búðardal. Gestastofa nýs þjóðgarðs í Ólafsdal Slík uppbygging sé nauðsynleg til að tryggja samkeppnishæfni svæðisins, greiða fyrir orkuskiptum og skapa forsendur fyrir sókn nýrra atvinnuvega. Þá leggur starfshópurinn einnig til að ráðuneytið vinni tillögur um friðlýsingarkosti í Dalabyggð og að stofnaður verði þjóðgarður. Samhliða verði unnið að uppbyggingu innviða og horft til þess a koma upp gestastofu þjóðgarðs í Ólafsdal. „Ég fagna tillögum starfshópsins, sem sýna enn og aftur mikilvægi þess að orkumálum okkar verði komið í betri farveg, enda er það ein undirstaða þess að hægt sé að styðja við græna atvinnuuppbyggingu,“ er haft eftir Guðlaugi Þór í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. „Mér finnast sömuleiðis hugmyndir hópsins um stofnun þjóðgarðs í Dalabyggð áhugaverðar og það er ánægjulegt að upplifa aukna jákvæðni íbúa og hagsmunaaðila víða um land til hugmynda um þjóðgarða og ég fagna frumkvæði heimafólks í þessum málum.“ Leggja til stuðning við jarðhitaleið og möguleika á orkuöflun Starfshópurinn leggur einnig til aðgerðir til að styðja við græna atvinnuuppbyggingu, að stutt verði við jarðhitaleit, að skoðaðir verði möguleikar á orkuöflun og að stutt verði við nýsköpun og frumkvöðlastarf á svæðinu. Starfshópurinn var skipaður þeim Sigurði Rúnari Friðjónssyni, sem var formaður hópsins, Höllu Steinólfsdóttur og Birni Bjarka Þorsteinssyni. Kjartan Ingvarsson, lögfræðingur í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, var starfsmaður hópsins. Dalabyggð Umhverfismál Loftslagsmál Þjóðgarðar Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu hópsins sem Guðlaugur Þór Þórðarson ráðherra skipaði til að vinna tillögur um aðgerðir til að stuðla að því að efla samfélagið í Dalabyggð. Helstu niðurstöður starfshópsins eru að forgangsmál sé að tryggja flutningsgetu á raforku til Dalabyggðar. Að mati hópsins liggur beinast við að það verði gert með nýjum jarðstreng frá Stykkishólmi að Glerárskógum í Búðardal. Gestastofa nýs þjóðgarðs í Ólafsdal Slík uppbygging sé nauðsynleg til að tryggja samkeppnishæfni svæðisins, greiða fyrir orkuskiptum og skapa forsendur fyrir sókn nýrra atvinnuvega. Þá leggur starfshópurinn einnig til að ráðuneytið vinni tillögur um friðlýsingarkosti í Dalabyggð og að stofnaður verði þjóðgarður. Samhliða verði unnið að uppbyggingu innviða og horft til þess a koma upp gestastofu þjóðgarðs í Ólafsdal. „Ég fagna tillögum starfshópsins, sem sýna enn og aftur mikilvægi þess að orkumálum okkar verði komið í betri farveg, enda er það ein undirstaða þess að hægt sé að styðja við græna atvinnuuppbyggingu,“ er haft eftir Guðlaugi Þór í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. „Mér finnast sömuleiðis hugmyndir hópsins um stofnun þjóðgarðs í Dalabyggð áhugaverðar og það er ánægjulegt að upplifa aukna jákvæðni íbúa og hagsmunaaðila víða um land til hugmynda um þjóðgarða og ég fagna frumkvæði heimafólks í þessum málum.“ Leggja til stuðning við jarðhitaleið og möguleika á orkuöflun Starfshópurinn leggur einnig til aðgerðir til að styðja við græna atvinnuuppbyggingu, að stutt verði við jarðhitaleit, að skoðaðir verði möguleikar á orkuöflun og að stutt verði við nýsköpun og frumkvöðlastarf á svæðinu. Starfshópurinn var skipaður þeim Sigurði Rúnari Friðjónssyni, sem var formaður hópsins, Höllu Steinólfsdóttur og Birni Bjarka Þorsteinssyni. Kjartan Ingvarsson, lögfræðingur í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, var starfsmaður hópsins.
Dalabyggð Umhverfismál Loftslagsmál Þjóðgarðar Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira