„Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. nóvember 2024 19:23 Allir framboðslistar Sósíalistaflokksins voru samþykktir í öllum kjördæmum. Vilhelm/Golli Skrifstofustjóri Sósíalistaflokksins segir að frambjóðendurnir þrír sem fengu framboð sín á lista flokksins ógild hafi lagt sig alla fram við að skila inn staðfestingu á samþykki með lögmætum hætti. Knappur tími og tæknileg vandræði hafi valdið því að samþykki þeirra fékkst ekki staðfest. Framboð þriggja á listum Sósíalistaflokksins voru gerð ógild af Landskjörstjórn vegna þess að samþykki þeirra uppfyllti ekki skilyrði kosningalaga um að vera undirrituð eigin hendi eða með fullgildri rafrænni undirskrift. Þetta kom fram í úrskurði Landskjörstjórnar sem var kynntur í dag. Sara Stef. Hildardóttir er skrifstofustjóri Sósíalistaflokksins og situr í kosningastjórn flokksins. Hún segir í samtali við fréttastofu að frambjóðendurnir þrír hafi samþykkt að vera á listum flokksins en vegna knapps tímaramma hafi ekki verið hægt að skila inn handskrifuðum undirskriftum. Þá hafi tæknileg vandræði valdið því að ekki gekk upp að skila inn samþykki með rafrænum skilríkjum. Frambjóðendurnir hafi lagt sig alla fram við að staðfesta samþykki sitt en þær aðferðir hafi ekki verið teknar gildar. „Það sem gerðist er dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi, þrátt fyrir að þau geta verið mjög hagræðandi og hentug,“ segir Sara í samtali við fréttastofu. Tímaramminn hafi verið þannig að rafræn skilríki reyndust útilokandi. „Það var það sem vann gegn þeim,“ segir Sara. Frambjóðendurnir þrír sem um ræðir eru hin 63 ára Hildur Vera Sæmundsdóttir sem er sjálfstætt starfandi og sat í 15. sæti í Suðurkjördæmi, hinn 65 ára Stefán Helgi Helgason sem er öryrki og sat í 17. sæti í sama kjördæmi og loks Guðjón Gauti Arnþórsson Jensen, læknir og ellilífeyrisþegi, sem sat í 27. sæti í Suðvesturkjördæmi. Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Suðurkjördæmi Suðvesturkjördæmi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Framboð þriggja á listum Sósíalistaflokksins voru gerð ógild af Landskjörstjórn vegna þess að samþykki þeirra uppfyllti ekki skilyrði kosningalaga um að vera undirrituð eigin hendi eða með fullgildri rafrænni undirskrift. Þetta kom fram í úrskurði Landskjörstjórnar sem var kynntur í dag. Sara Stef. Hildardóttir er skrifstofustjóri Sósíalistaflokksins og situr í kosningastjórn flokksins. Hún segir í samtali við fréttastofu að frambjóðendurnir þrír hafi samþykkt að vera á listum flokksins en vegna knapps tímaramma hafi ekki verið hægt að skila inn handskrifuðum undirskriftum. Þá hafi tæknileg vandræði valdið því að ekki gekk upp að skila inn samþykki með rafrænum skilríkjum. Frambjóðendurnir hafi lagt sig alla fram við að staðfesta samþykki sitt en þær aðferðir hafi ekki verið teknar gildar. „Það sem gerðist er dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi, þrátt fyrir að þau geta verið mjög hagræðandi og hentug,“ segir Sara í samtali við fréttastofu. Tímaramminn hafi verið þannig að rafræn skilríki reyndust útilokandi. „Það var það sem vann gegn þeim,“ segir Sara. Frambjóðendurnir þrír sem um ræðir eru hin 63 ára Hildur Vera Sæmundsdóttir sem er sjálfstætt starfandi og sat í 15. sæti í Suðurkjördæmi, hinn 65 ára Stefán Helgi Helgason sem er öryrki og sat í 17. sæti í sama kjördæmi og loks Guðjón Gauti Arnþórsson Jensen, læknir og ellilífeyrisþegi, sem sat í 27. sæti í Suðvesturkjördæmi.
Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Suðurkjördæmi Suðvesturkjördæmi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira