Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2024 17:16 Patrick Mahomes með dóttur sína Sterling Skye Mahomes, eftir sigur Kansas City Chiefs í síðasta Super Bowl. AP/Brynn Anderson Patrick Mahomes, leikstjórnandi Kansas City Chiefs í NFL, vill eignast fleiri íþróttafélög. Núna er hann með augum á kvennakörfuboltaliði. Mahomes og eiginkona hans Brittany hafa þegar eignast hlut í liðum í kvennafótboltanum (Kansas City Current, NWSL) hafnaboltanum (Kansas City Royals, MLB) og karlafótboltanum (Sporting KC, MLS). Mahomes hjónin vilja nú eignast lið í WNBA deildinni í körfubolta sem yrði þá viðbótarlið ef deildin verður stækkuð á næstu árum. Kansas City er á góðri leið með að vera ein af stóru íþróttaborgunum þökk sé þeim hjónum. „Við viljum koma með körfuboltann til Kansas City og þá lið sem spilar í WNBA. Miðað við velgengnina hjá deildinni í vetur og undanfarin ár þá er þetta sjálfgefið,“ sagði Patrick Mahomes. „Það er stefnan að koma hingað með WNBA lið. Við sjáum körfuboltaáhugann hjá University of Kansas liðinu og áhugann á Chiefs. Fólkið hér mun mæta og fylla höllina,“ sagði Mahomes. „Það var flott að geta komið með fótboltalið hingað og þær eru á leiðinni í úrslitakeppnina. Við sjáum líka stuðninginn sem þær fá. Þannig að nú er bara að fá WNBA lið hingað líka með sama eigendahóp. Þau hafa staðið vel að öll hjá Current liðinu og nú er bara að taka næsta skref,“ sagði Mahomes. Kansas City byggði stóra höll, T-Mobile Center, árið 2007 með það markmið að reyna að fá NBA lið eða íshokkílið til borgarinnar. Það hefur ekki tekist enn þá. WNBA ætlar að bæta við þremur nýjum liðum á næstu tveimur tímabilum en þau lið eru Golden State, Portland og Toronto. WNBA hefur einnig áhuga að fá sextánda liðið inn fyrir 2028 tímabilið. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) WNBA NFL Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira
Mahomes og eiginkona hans Brittany hafa þegar eignast hlut í liðum í kvennafótboltanum (Kansas City Current, NWSL) hafnaboltanum (Kansas City Royals, MLB) og karlafótboltanum (Sporting KC, MLS). Mahomes hjónin vilja nú eignast lið í WNBA deildinni í körfubolta sem yrði þá viðbótarlið ef deildin verður stækkuð á næstu árum. Kansas City er á góðri leið með að vera ein af stóru íþróttaborgunum þökk sé þeim hjónum. „Við viljum koma með körfuboltann til Kansas City og þá lið sem spilar í WNBA. Miðað við velgengnina hjá deildinni í vetur og undanfarin ár þá er þetta sjálfgefið,“ sagði Patrick Mahomes. „Það er stefnan að koma hingað með WNBA lið. Við sjáum körfuboltaáhugann hjá University of Kansas liðinu og áhugann á Chiefs. Fólkið hér mun mæta og fylla höllina,“ sagði Mahomes. „Það var flott að geta komið með fótboltalið hingað og þær eru á leiðinni í úrslitakeppnina. Við sjáum líka stuðninginn sem þær fá. Þannig að nú er bara að fá WNBA lið hingað líka með sama eigendahóp. Þau hafa staðið vel að öll hjá Current liðinu og nú er bara að taka næsta skref,“ sagði Mahomes. Kansas City byggði stóra höll, T-Mobile Center, árið 2007 með það markmið að reyna að fá NBA lið eða íshokkílið til borgarinnar. Það hefur ekki tekist enn þá. WNBA ætlar að bæta við þremur nýjum liðum á næstu tveimur tímabilum en þau lið eru Golden State, Portland og Toronto. WNBA hefur einnig áhuga að fá sextánda liðið inn fyrir 2028 tímabilið. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw)
WNBA NFL Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira