Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Sindri Sverrisson skrifar 1. nóvember 2024 12:09 Ruben Amorim hefur náð frábærum árangri sem stjóri Sporting Lissabon. Getty/Diogo Cardoso Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur nú staðfest komu portúgalska stjórans Ruben Amorim. Hann mun taka formlega við liðinu mánudaginn 11. nóvember. Amorim hefur skrifað undir samning við United sem gildir til júní 2027, með möguleika á árs framlengingu. Hann mætir á Old Trafford þegar hann hefur lokið sínum skyldum hjá Sporting Lissabon. It's done.Bem-vindo ao Manchester United, Ruben Amorim 🇵🇹🤝🔴#MUFC— Manchester United (@ManUtd) November 1, 2024 United mætir Chelsea á sunnudaginn, spilar síðan við gríska liðið PAOK í Evrópudeildinni á fimmtudaginn í næstu viku og síðasti leikurinn fyrir landsleikjahlé er síðan á móti Leicester. Ruud van Nistelrooy mun stýra United í þessum leikjum áður en Amorim tekur svo til starfa. Amorim, sem er 39 ára gamall, hefur stýrt Sporting Lissabon frá árinu 2020 og gerði liðið að portúgölskum meistara í fyrsta sinn í nítján ár. Hann vann portúgalska meistaratitilinn tvisvar með liðinu. Sporting Lissabon tilkynnti fyrr í þessari viku að United hefði samþykkt að greiða 10 milljónir evra til að leysa Amorim undan samningi, en klásúla í samningnum gerði það kleift. Amorim er sjötti stjórinn sem United ræður frá því að 26 ára stjórnartíð Sir Alex Ferguson lauk árið 2013. Ten Hag hafði stýrt liðinu frá sumrinu 2022 og unnið með því enska deildabikarinn fyrra tímabil sitt og enska bikarmeistaratitilinn seinna tímabilið. Fyrsti leikur United undir stjórn Amorim verður útileikur gegn nýliðum Ipswich 24. nóvember en fyrstu heimaleikurinn verður svo við norska liðið Bodö/Glimt í Evrópudeildinni 28. nóvember. Enski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sjá meira
Amorim hefur skrifað undir samning við United sem gildir til júní 2027, með möguleika á árs framlengingu. Hann mætir á Old Trafford þegar hann hefur lokið sínum skyldum hjá Sporting Lissabon. It's done.Bem-vindo ao Manchester United, Ruben Amorim 🇵🇹🤝🔴#MUFC— Manchester United (@ManUtd) November 1, 2024 United mætir Chelsea á sunnudaginn, spilar síðan við gríska liðið PAOK í Evrópudeildinni á fimmtudaginn í næstu viku og síðasti leikurinn fyrir landsleikjahlé er síðan á móti Leicester. Ruud van Nistelrooy mun stýra United í þessum leikjum áður en Amorim tekur svo til starfa. Amorim, sem er 39 ára gamall, hefur stýrt Sporting Lissabon frá árinu 2020 og gerði liðið að portúgölskum meistara í fyrsta sinn í nítján ár. Hann vann portúgalska meistaratitilinn tvisvar með liðinu. Sporting Lissabon tilkynnti fyrr í þessari viku að United hefði samþykkt að greiða 10 milljónir evra til að leysa Amorim undan samningi, en klásúla í samningnum gerði það kleift. Amorim er sjötti stjórinn sem United ræður frá því að 26 ára stjórnartíð Sir Alex Ferguson lauk árið 2013. Ten Hag hafði stýrt liðinu frá sumrinu 2022 og unnið með því enska deildabikarinn fyrra tímabil sitt og enska bikarmeistaratitilinn seinna tímabilið. Fyrsti leikur United undir stjórn Amorim verður útileikur gegn nýliðum Ipswich 24. nóvember en fyrstu heimaleikurinn verður svo við norska liðið Bodö/Glimt í Evrópudeildinni 28. nóvember.
Enski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sjá meira