Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Sindri Sverrisson skrifar 1. nóvember 2024 11:33 Erik ten Hag vann titil bæði tímabil sín hjá Manchester United, deildabikar og bikar, en gengið í ensku úrvalsdeildinni og Evrópukeppni var langt undir væntingum. Getty/Eddie Keogh Erik ten Hag var rekinn sem knattspyrnustjóri Manchester United á mánudagsmorgun. Hann fær veglegan starfslokasamning en er engu að síður í öngum sínum. Portúgalinn Ruben Amorim verður brátt kynntur sem nýr stjóri United og stýra liðinu í fyrsta sinn þegar það mætir Ipswich 24. nóvember, eftir landsleikjahléið, samkvæmt Fabrizio Romano og fleiri virtum blaðamönnum. Ruud van Nistelrooy, sem var aðstoðarmaður Ten Hag, stýrir United í leikjunum þremur fram að því eftir að hafa stýrt liðinu í 5-2 sigri gegn Leicester í deildabikarleik á miðvikudag. Ten Hag, sem tók við United sumarið 2022 eftir að hafa stýrt Ajax í fjögur ár, er hins vegar orðinn atvinnulaus og þessi 54 ára Hollendingur er sagður niðurbrotinn maður. Það fullyrðir að minnsta kosti Hans Kraay Jr., fyrrverandi liðsfélagi Ten Hag og fjölmiðlamaður. „Mér skilst að hann fái sautján milljónir evra [rúmlega 2,5 milljarða króna] og þá heldur fólk að hann hafi hoppað hæð sína af gleði í Manchester. Nei, hann er gjörsamlega, algjörlega í öngum sínum. Hann er alveg niðurbrotinn,“ sagði Kraay Jr. samkvæmt hollenska miðlinum Soccernews. „Á svona augnabliki þá er maður ekkert að hugsa um peninga,“ bætti hann við. Flaug strax heim til Hollands Daily Mail segir að Ten Hag hafi flogið með einkavél frá Manchester heim til Hollands, eftir brottreksturinn, og að foreldrar hans hafi heimsótt hann til Oldenzaal. Nistelrooy kvaðst fyrr í vikunni hafa verið í sambandi við Ten Hag: „Ég hitti hann á mánudaginn og talaði við hann fyrir leikinn,“ sagði Nistelrooy þegar hann ræddi við fjölmiðla í kringum leikinn við Leicester á miðvikudag. Nistelrooy sagði líkt og Krayy Jr. að Ten Hag væri afar svekktur enda væri honum annt um félagið. Næsti leikur United er við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Enski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Sjá meira
Portúgalinn Ruben Amorim verður brátt kynntur sem nýr stjóri United og stýra liðinu í fyrsta sinn þegar það mætir Ipswich 24. nóvember, eftir landsleikjahléið, samkvæmt Fabrizio Romano og fleiri virtum blaðamönnum. Ruud van Nistelrooy, sem var aðstoðarmaður Ten Hag, stýrir United í leikjunum þremur fram að því eftir að hafa stýrt liðinu í 5-2 sigri gegn Leicester í deildabikarleik á miðvikudag. Ten Hag, sem tók við United sumarið 2022 eftir að hafa stýrt Ajax í fjögur ár, er hins vegar orðinn atvinnulaus og þessi 54 ára Hollendingur er sagður niðurbrotinn maður. Það fullyrðir að minnsta kosti Hans Kraay Jr., fyrrverandi liðsfélagi Ten Hag og fjölmiðlamaður. „Mér skilst að hann fái sautján milljónir evra [rúmlega 2,5 milljarða króna] og þá heldur fólk að hann hafi hoppað hæð sína af gleði í Manchester. Nei, hann er gjörsamlega, algjörlega í öngum sínum. Hann er alveg niðurbrotinn,“ sagði Kraay Jr. samkvæmt hollenska miðlinum Soccernews. „Á svona augnabliki þá er maður ekkert að hugsa um peninga,“ bætti hann við. Flaug strax heim til Hollands Daily Mail segir að Ten Hag hafi flogið með einkavél frá Manchester heim til Hollands, eftir brottreksturinn, og að foreldrar hans hafi heimsótt hann til Oldenzaal. Nistelrooy kvaðst fyrr í vikunni hafa verið í sambandi við Ten Hag: „Ég hitti hann á mánudaginn og talaði við hann fyrir leikinn,“ sagði Nistelrooy þegar hann ræddi við fjölmiðla í kringum leikinn við Leicester á miðvikudag. Nistelrooy sagði líkt og Krayy Jr. að Ten Hag væri afar svekktur enda væri honum annt um félagið. Næsti leikur United er við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.
Enski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Sjá meira