„Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Smári Jökull Jónsson skrifar 31. október 2024 21:34 Ísak Wium er þjálfari ÍR í Bónus-deildinni. Vísir/Pawel Ísak Wium þjálfari ÍR sagði lengsta góða kafla liðsins í vetur ekki hafa dugað gegn Álftnesingum í kvöld. ÍR tapaði sínum fimmta leik í röð eftir skelfilegan fjórða leikhluta. „Ég get ekki alltaf mætt í viðtöl og sagt að þetta sé einn af þessum dögum. Mér fannst við fá fullt af opnum skotum í byrjun fjórða leikhluta. Oscar [Jörgensen] fær fjögur og með byssu á höfðinu á mér mætti hann taka öll þriggja stiga skot. Hann fær fjögur og klikkar á þeim öllum,“ sagði Ísak Wium þjálfari ÍR í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. ÍR hóf fjórða leikhluta með sjö stiga forskot en fljótlega kom áhlaup frá heimamönnum á meðan ekkert fór niður hjá ÍR. „Þeir skora hinu megin á móti og það datt svolítið botninn úr þessu sjálfstraustlega. Mér fannst við heilt yfir spila þrjá góða leikhluta en það eru alls konar litlir hlutir sem valda því að við vinnum ekki í kvöld. Það er kannski framför frá síðustu leikjum þegar var fullt af risastórum hlutum sem við höfum reynt að leysa og gert vel.“ ÍR skoraði 30 stig í öðrum leikhluta og 28 stig í þeim þriðja. Ísak var ánægður með sóknarleikinn á þessum kafla. „Sóknarlega vorum við ógeðslega góðir í tvo leikhluta, ógeðslega góðir. Boltahreyfingin til fyrirmyndar og svo hættir það og ég get ekki alveg sagt þér skýringuna á því. Ég tek tvö leikhlé og eina sem við tölum um eru ákveðnir hlutir sem við gerum en ganga samt ekki upp.“ ÍR hefur tapað öllum leikjum sínum í Bónus-deildinni á tímabilinu og Ísak viðurkenndi að það hefði áhrif á menn á ögurstundu í leiknum. „Hundrað prósent, maður finnur það bara sjálfur. Við höfum alveg sýnt rispur og þurfum að tengja þær saman. Við höfum aldrei átt séns á útivelli í vetur þannig að þetta er fyrsti útileikurinn og lengsti kaflinn sem við spilum vel. Það dugir ekki til og við þurfum að reyna að greina þær ástæður.“ Bónus-deild karla UMF Álftanes ÍR Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
„Ég get ekki alltaf mætt í viðtöl og sagt að þetta sé einn af þessum dögum. Mér fannst við fá fullt af opnum skotum í byrjun fjórða leikhluta. Oscar [Jörgensen] fær fjögur og með byssu á höfðinu á mér mætti hann taka öll þriggja stiga skot. Hann fær fjögur og klikkar á þeim öllum,“ sagði Ísak Wium þjálfari ÍR í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. ÍR hóf fjórða leikhluta með sjö stiga forskot en fljótlega kom áhlaup frá heimamönnum á meðan ekkert fór niður hjá ÍR. „Þeir skora hinu megin á móti og það datt svolítið botninn úr þessu sjálfstraustlega. Mér fannst við heilt yfir spila þrjá góða leikhluta en það eru alls konar litlir hlutir sem valda því að við vinnum ekki í kvöld. Það er kannski framför frá síðustu leikjum þegar var fullt af risastórum hlutum sem við höfum reynt að leysa og gert vel.“ ÍR skoraði 30 stig í öðrum leikhluta og 28 stig í þeim þriðja. Ísak var ánægður með sóknarleikinn á þessum kafla. „Sóknarlega vorum við ógeðslega góðir í tvo leikhluta, ógeðslega góðir. Boltahreyfingin til fyrirmyndar og svo hættir það og ég get ekki alveg sagt þér skýringuna á því. Ég tek tvö leikhlé og eina sem við tölum um eru ákveðnir hlutir sem við gerum en ganga samt ekki upp.“ ÍR hefur tapað öllum leikjum sínum í Bónus-deildinni á tímabilinu og Ísak viðurkenndi að það hefði áhrif á menn á ögurstundu í leiknum. „Hundrað prósent, maður finnur það bara sjálfur. Við höfum alveg sýnt rispur og þurfum að tengja þær saman. Við höfum aldrei átt séns á útivelli í vetur þannig að þetta er fyrsti útileikurinn og lengsti kaflinn sem við spilum vel. Það dugir ekki til og við þurfum að reyna að greina þær ástæður.“
Bónus-deild karla UMF Álftanes ÍR Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira