Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Sindri Sverrisson skrifar 31. október 2024 13:30 Alexis Morris ögraði Keflvíkingum með léttum dansi í leikslok og það fór illa í Friðrik Inga Rúnarsson þjálfara Keflavíkur. Stöð 2 Sport Það var hiti í fólki eftir dramatískan endi á leik Grindavíkur og Keflavíkur í Bónus-deild kvenna í körfubolta, og þjálfari Keflvíkinga kallaði „fuck off!“ að leikmanni Grindavíkur. Hin bandaríska Alexis Morris, sem áður var með Harlem Globetrotter, átti stjörnuleik fyrir Grindvíkinga í fyrrakvöld og skoraði til að mynda 33 stig, þar af sigurkörfuna í 68-67 sigri gegn Keflavík. Eftir að lokaflautið gall stríddi Morris Keflvíkingum með því að fara dansandi og veifandi í átt að varamannabekk þeirra. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur, kallaði þá reiður að henni „fuck off!“ eins og sjá má í myndböndunum hér að neðan. „Er þetta ekki bara hitinn í leiknum og menn æstir? Friðrik Ingi er nú eldri en tvævetur í þessu,“ sagði Hörður Unnsteinsson þegar atvikið var skoðað í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í gærkvöld en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Hallveig Jónsdóttir tók undir það: „Mér finnst þetta bara geðveikt. Hiti og leiðindi. Hún augljóslega stuðaði Keflavík. Hún er góð í því og kann það, og fólk bregst svona við. Mér finnst þetta bara stemning.“ „Hún var búin að vera með svona handabendingar í átt að Keflavíkurbekknum. Hún var greinilega að reyna að vekja einhver viðbrögð hjá leikmönnum og Friðriki, og það virkaði,“ sagði Hörður og Berglind Gunnarsdóttir tók undir: „Ég held að með leikmann eins og Alexis Morris þá sé GEGGJAÐ að spila með henni, en ÓÞOLANDI að spila á móti henni. Hún triggerar andstæðinginn eðlilega, og er með einhverjar handabendingar til Frikka sem fóru ekki vel í karlinn.“ Bónus-deild kvenna Keflavík ÍF UMF Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Sjá meira
Hin bandaríska Alexis Morris, sem áður var með Harlem Globetrotter, átti stjörnuleik fyrir Grindvíkinga í fyrrakvöld og skoraði til að mynda 33 stig, þar af sigurkörfuna í 68-67 sigri gegn Keflavík. Eftir að lokaflautið gall stríddi Morris Keflvíkingum með því að fara dansandi og veifandi í átt að varamannabekk þeirra. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur, kallaði þá reiður að henni „fuck off!“ eins og sjá má í myndböndunum hér að neðan. „Er þetta ekki bara hitinn í leiknum og menn æstir? Friðrik Ingi er nú eldri en tvævetur í þessu,“ sagði Hörður Unnsteinsson þegar atvikið var skoðað í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í gærkvöld en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Hallveig Jónsdóttir tók undir það: „Mér finnst þetta bara geðveikt. Hiti og leiðindi. Hún augljóslega stuðaði Keflavík. Hún er góð í því og kann það, og fólk bregst svona við. Mér finnst þetta bara stemning.“ „Hún var búin að vera með svona handabendingar í átt að Keflavíkurbekknum. Hún var greinilega að reyna að vekja einhver viðbrögð hjá leikmönnum og Friðriki, og það virkaði,“ sagði Hörður og Berglind Gunnarsdóttir tók undir: „Ég held að með leikmann eins og Alexis Morris þá sé GEGGJAÐ að spila með henni, en ÓÞOLANDI að spila á móti henni. Hún triggerar andstæðinginn eðlilega, og er með einhverjar handabendingar til Frikka sem fóru ekki vel í karlinn.“
Bónus-deild kvenna Keflavík ÍF UMF Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Sjá meira