Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 30. október 2024 13:02 Shawn Mendes ræddi af mikilli einlægni við aðdáendur sína á tónleikum á dögunum. Wagner Meier/Getty Images Tónlistarmaðurinn Shawn Mendes opnaði sig á dögunum um innri ferðalag sitt í átt að því að skilja betur hver hann er. Mendes skaust upp á stjörnuhimininn á unglingsárunum og hefur verið í samböndum með stórstjörnum á borð við Camilu Cabello og Hailey Bieber. Stjarnan opnaði sig við aðdáendur sína á dögunum á tónleikum í Colorado þar sem hann sagðist enn vera að finna út úr kynhneigð sinni. Í kjölfarið flutti hann nýja lagið sitt The Mountain þar sem hann syngur um þessar pælingar annarra um kynhneigð hans. „Ég var mjög ungur þegar ferilinn minn fór á flug. Í fullri hreinskilni þá fékk ég ekki að gera mikið af hlutum sem fimmtán ára krakkar gera venjulega og ég fékk ekki að uppgötva ýmsar hliðar á mér sem margir unglingar ná að gera.“ View this post on Instagram A post shared by Shawn Mendes (@shawnmendes) Mendes sagði sömuleiðis að kynhneigð hans hafi gjarnan verið umræðuefni hjá almenningi í gegnum árin. „Fólk hefur verið að ræða um þetta í svo langan tíma. Mér finnst það hálf kjánalegt því mér finnst kynhneigð svo fallega marglaga fyrirbæri sem er mjög erfitt að setja í afmarkað box. Þá bætir hann við að umræðan hafi oft verið yfirþyrmandi og farið yfir hans persónulegu mörk og sagði að hann væri sjálfur enn í dag að reyna að skilja eigin tilfinningar. Þetta var eitthvað sem ég átti eftir að skilja betur og ég á enn í dag eftir að átta mig betur á þessu. Það var því ótrúlega mikilvægt fyrir mér að geta skrifað þetta lag The Mountain því það var eins og ég fengi tækifæri til þess að ræða þetta á minn einlæga hátt. Ég held að ég sé bara að tala opinskátt um þetta núna því mig langar að komast nær öllum og einfaldlega bara fá að sitja í mínum sannleika. Og sannleikurinn um líf mitt og kynhneigð er að ég er bara að reyna að finna út úr því eins og allir aðrir. Ég skil sjálfan mig ekki stundum en stundum veit ég nákvæmlega hver ég er. Það getur verið mjög óhugnanlegt því við lifum í samfélagi sem hefur miklar skoðanir á persónulegu lífi fólks. Ég er bara að reyna að vera hugrakkur, að leyfa mér að vera mennskur og finna fyrir tilfinningunum. Það er í raun það eina sem ég vil segja um þetta núna.“ Hér má heyra lagið The Mountain með Shawn Mendes: Hollywood Hinsegin Tónlist Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Sjá meira
Í kjölfarið flutti hann nýja lagið sitt The Mountain þar sem hann syngur um þessar pælingar annarra um kynhneigð hans. „Ég var mjög ungur þegar ferilinn minn fór á flug. Í fullri hreinskilni þá fékk ég ekki að gera mikið af hlutum sem fimmtán ára krakkar gera venjulega og ég fékk ekki að uppgötva ýmsar hliðar á mér sem margir unglingar ná að gera.“ View this post on Instagram A post shared by Shawn Mendes (@shawnmendes) Mendes sagði sömuleiðis að kynhneigð hans hafi gjarnan verið umræðuefni hjá almenningi í gegnum árin. „Fólk hefur verið að ræða um þetta í svo langan tíma. Mér finnst það hálf kjánalegt því mér finnst kynhneigð svo fallega marglaga fyrirbæri sem er mjög erfitt að setja í afmarkað box. Þá bætir hann við að umræðan hafi oft verið yfirþyrmandi og farið yfir hans persónulegu mörk og sagði að hann væri sjálfur enn í dag að reyna að skilja eigin tilfinningar. Þetta var eitthvað sem ég átti eftir að skilja betur og ég á enn í dag eftir að átta mig betur á þessu. Það var því ótrúlega mikilvægt fyrir mér að geta skrifað þetta lag The Mountain því það var eins og ég fengi tækifæri til þess að ræða þetta á minn einlæga hátt. Ég held að ég sé bara að tala opinskátt um þetta núna því mig langar að komast nær öllum og einfaldlega bara fá að sitja í mínum sannleika. Og sannleikurinn um líf mitt og kynhneigð er að ég er bara að reyna að finna út úr því eins og allir aðrir. Ég skil sjálfan mig ekki stundum en stundum veit ég nákvæmlega hver ég er. Það getur verið mjög óhugnanlegt því við lifum í samfélagi sem hefur miklar skoðanir á persónulegu lífi fólks. Ég er bara að reyna að vera hugrakkur, að leyfa mér að vera mennskur og finna fyrir tilfinningunum. Það er í raun það eina sem ég vil segja um þetta núna.“ Hér má heyra lagið The Mountain með Shawn Mendes:
Hollywood Hinsegin Tónlist Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Sjá meira