Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Árni Jóhannsson skrifar 29. október 2024 22:22 Alexis Morris leggur boltann ofan í körfuna til að tryggja sigurinn Vísir / Pawel Cieslikiewicz Alexis Morris, leikmaður Grindavíkur, var hetja liðsins þegar Grindavík lagði Keflavík í háspennuleik í Smáranum í kvöld. Morris Skoraði 34 stig og seinustu tvö stigin frá henni tryggðu sigurinn fyrir heimakonur í leiknum sem endaði 68-67. Morris var spurð að því hvað svona sigur í ríkjandi Íslandsmeisturum gæfi liðinu. „Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust. Við getum samt líka tekið fullt úr honum þar sem við getum bætt okkur og okkar leik. Þetta var góður leikur af hálfu Keflavíkur og þetta var alls ekki auðveldur sigur. Við verðum að hrósa liðinu mínu.“ Grindavík er með bestu vörnina sé tekið mið af því hve mörg stig Grindavík fær á sig að meðaltali í leik. Það einkenni skein í gegn í dag. „Við vissum að þær myndu mæta grimmar til leiks og við þurftum að jafna þær líkamlega undir körfunni sérstaklega. Þær gerðu það vel og við hrósum þeim og fögnum góðum sigri.“ Morris skoraði 34 stig og hitti úr 48% skota sinna sem skilaði heinni 31 framlagsstigi. Hún var þakklát liðsfélögum sínum fyrir traustið sem þær sýndu henni. Hún var einnig spurð að því hvernig henni litist á deildina og byrjunina sína á Íslandi. „Ég þakka traustið. Ég vinn ekki ein og við hefðum ekki unnið þetta nema að við hefðum sýnt þessa liðsheild. Körfubolti er alltaf körfubolti og það fallega við að vera hér er að ég var boðin hjartanlega velkomin hingað og umbreytingin var mjög ljúf. Ég er þakklát þeim sem starfa í körfunni og þakka Íslendingum fyrir hlýjar móttökur. Ég vil bara vinna fyrir liðið.“ Grindavík er með jákvætt sigurhlutfall eftir fimm leik og hvernig líst Alexis á framhaldið. „Við ætlum bara að byggja ofan á þetta. Þetta var bara einn sigur og þetta var ekki úrslitakeppnin. Okkar markmið er að vinna titilinn og við erum alltaf að taka stutt skref í áttina að honum. Við förum aftur að teikniborðinu og sjáum hvar við getum orðið betri.“ Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Grindavík vann frábæran sigur á Keflavík háspennuleik í Smáranum í kvöld í Bónus deild kvenna. Munurinn ekki nema eitt stig og réðst á lokasekúndunum. Lokastaðan 68-67 29. október 2024 19:31 Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Fleiri fréttir Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Sjá meira
Morris var spurð að því hvað svona sigur í ríkjandi Íslandsmeisturum gæfi liðinu. „Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust. Við getum samt líka tekið fullt úr honum þar sem við getum bætt okkur og okkar leik. Þetta var góður leikur af hálfu Keflavíkur og þetta var alls ekki auðveldur sigur. Við verðum að hrósa liðinu mínu.“ Grindavík er með bestu vörnina sé tekið mið af því hve mörg stig Grindavík fær á sig að meðaltali í leik. Það einkenni skein í gegn í dag. „Við vissum að þær myndu mæta grimmar til leiks og við þurftum að jafna þær líkamlega undir körfunni sérstaklega. Þær gerðu það vel og við hrósum þeim og fögnum góðum sigri.“ Morris skoraði 34 stig og hitti úr 48% skota sinna sem skilaði heinni 31 framlagsstigi. Hún var þakklát liðsfélögum sínum fyrir traustið sem þær sýndu henni. Hún var einnig spurð að því hvernig henni litist á deildina og byrjunina sína á Íslandi. „Ég þakka traustið. Ég vinn ekki ein og við hefðum ekki unnið þetta nema að við hefðum sýnt þessa liðsheild. Körfubolti er alltaf körfubolti og það fallega við að vera hér er að ég var boðin hjartanlega velkomin hingað og umbreytingin var mjög ljúf. Ég er þakklát þeim sem starfa í körfunni og þakka Íslendingum fyrir hlýjar móttökur. Ég vil bara vinna fyrir liðið.“ Grindavík er með jákvætt sigurhlutfall eftir fimm leik og hvernig líst Alexis á framhaldið. „Við ætlum bara að byggja ofan á þetta. Þetta var bara einn sigur og þetta var ekki úrslitakeppnin. Okkar markmið er að vinna titilinn og við erum alltaf að taka stutt skref í áttina að honum. Við förum aftur að teikniborðinu og sjáum hvar við getum orðið betri.“
Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Grindavík vann frábæran sigur á Keflavík háspennuleik í Smáranum í kvöld í Bónus deild kvenna. Munurinn ekki nema eitt stig og réðst á lokasekúndunum. Lokastaðan 68-67 29. október 2024 19:31 Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Fleiri fréttir Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Grindavík vann frábæran sigur á Keflavík háspennuleik í Smáranum í kvöld í Bónus deild kvenna. Munurinn ekki nema eitt stig og réðst á lokasekúndunum. Lokastaðan 68-67 29. október 2024 19:31