Fegurð landsins Adeline Tracz skrifar 29. október 2024 21:01 Systir mín, nýkomin til landsins frá París, lét þessi orð falla á meðan við ókum eftir hringveginum í sumar: „Undarlegt - Allt er stöðugt að breytast í kringum okkur. Náttúran er aldrei eins“. „Hvað áttu við með því?“ spurði ég hissa. Fjöllin eru alltaf á sama stað. „Jú, eftir því sem við nálgumst fjall breytist það og sýnir aðra hlið á sér og við hverja breytingu á sjónarhorni blasir við ný sýn, nýtt form, nýir litir og nýtt ljós. Eins og náttúran væri að skapa eitthvað nýtt á hverju augnabliki“. Hún hugsaði sig um nokkra stund, hallaði sér síðan að mér og sagði eins og við sjálfa sig: „Ég heimsótti þig fyrir tuttugu árum þegar þú varst nýflutt til landsins. Þegar ég sneri aftur heim til foreldra okkar í Frakklandi og virti fyrir mér landslagið leið mér undarlega. Hvernig undarlega? Mér fannst umhverfið svo niðurdrepandi. Allt var eins, hver lófastór blettur í landslaginu var skipulagður. Allt var eins.“ Ég hlustaði einbeitt og á sama tíma var ég steinhissa á þessum einlægu orðum sem hreyfðu við mér. Ég leit til systur minnar og sá hana fyrir mér að leiðast í Frakklandi. Þá kom upp minning um fyrsta skipti sem ég sneri aftur til Frakklands eftir sumardvöl á Íslandi við vinnu á verkfræðistofu. Flugvélin lenti á Orly-flugvelli og ég þurfti að taka annað flug til Toulon þar sem fjölskylda mín var í fríi við Riveruna. Það var einn af uppáhaldsstöðum mínum, sjórinn, gróðurinn, hitinn. Það var staðurinn sem ég var vön að dvelja á í tvær vikur til að hlaða batteríin fyrir skólaárið fram undan. Einn af fallegustu stöðunum í Frakklandi. En þar sem ég geng um í suðrænu kjarrlendi og sjórinn við fætur mína, þá átta ég mig allt í einu á að ég er orðin ónæm fyrir þessari fegurð. Ég er ekki lengur að upplifa neitt. Ég er dofin gagnvart umhverfinu. Á þeim tímapunkti áttaði ég mig á því að ég kynni ekki lengur að meta umhverfið í suðrinu eftir tvo mánuði á Íslandi. Þegar maður hefur upplifað mjög sterkt ákveðna fegurð verður leiðin niður á jörðina aftur erfið. Þannig var tilfinning okkar. Þá leið mér undarlega. Eftir tuttugu ár á Íslandi er ég kannski orðin ónæm fyrir fegurð landsins? Kannski þarf ég að fara oftar til útlanda til að finna fyrir henni aftur. Getur verið að fólkið sem fæðist hér sé ekki alltaf meðvitað um hana? Eru innfæddir að skynja landið öðruvísi vegna þess að þeir ólust upp hér og hafa ekki æskuminningar frá öðru landi? Eru þar af leiðandi tengslin við landið mynduð öðruvísi? Æskuminningar mínar eru frá sveitinni, Ölpunum, suðrinu og París. Eru þeir sem hafa æskurætur á Íslandi að upplifa fegurð náttúrunnar á sama hátt? Hefur það áhrif á skynjun náttúrunnar? Standa rætur fólks á eyju í miðju Atlantshafi svo djúpt að þær geri fólki erfitt að lyfta sér upp og njóta náttúru landsins á öðru plani? Er ég hætt að sjá hvað er svo sérstakt hér? Er umhverfið orðið svo sjálfsagt að ég taki ekki eftir því? Er ég orðin dauf gagnvart umhverfinu? Íslensk? Sé ég ekki lengur fegurðina? Ég kvarta undan blautu sumri eins og aðrir Íslendingar. Svo hugsa ég um alla þessa túrista sem yfirgefa Ísland eftir dvöl sína hér. Hvernig líður þeim erlendis? Eru kannski margir að upplifa þessa skrýtnu tilfinningu? Nokkrum dögum eftir brottför systur minnar frá Íslandi hringir myndforrit. Systir mín er stödd í lúxusvillu í Suður-Frakklandi. „Giskaðu hvernig mér líður?“ spyr hún hálfbrosandi. Ég brosti skilningsrík til baka. Ó hvað ég þrái að upplifa aftur hina saklausu skynjun fegurðar náttúrunnar. Ég horfi á fjöllin, á vötnin, á sjóinn og ég reyni að sjá eitthvað handan við hversdagslegan veruleika, á bak við hin óáþreifanlegu tjöld vanans sem byrgja okkur sýn. Höfundur er verkfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Systir mín, nýkomin til landsins frá París, lét þessi orð falla á meðan við ókum eftir hringveginum í sumar: „Undarlegt - Allt er stöðugt að breytast í kringum okkur. Náttúran er aldrei eins“. „Hvað áttu við með því?“ spurði ég hissa. Fjöllin eru alltaf á sama stað. „Jú, eftir því sem við nálgumst fjall breytist það og sýnir aðra hlið á sér og við hverja breytingu á sjónarhorni blasir við ný sýn, nýtt form, nýir litir og nýtt ljós. Eins og náttúran væri að skapa eitthvað nýtt á hverju augnabliki“. Hún hugsaði sig um nokkra stund, hallaði sér síðan að mér og sagði eins og við sjálfa sig: „Ég heimsótti þig fyrir tuttugu árum þegar þú varst nýflutt til landsins. Þegar ég sneri aftur heim til foreldra okkar í Frakklandi og virti fyrir mér landslagið leið mér undarlega. Hvernig undarlega? Mér fannst umhverfið svo niðurdrepandi. Allt var eins, hver lófastór blettur í landslaginu var skipulagður. Allt var eins.“ Ég hlustaði einbeitt og á sama tíma var ég steinhissa á þessum einlægu orðum sem hreyfðu við mér. Ég leit til systur minnar og sá hana fyrir mér að leiðast í Frakklandi. Þá kom upp minning um fyrsta skipti sem ég sneri aftur til Frakklands eftir sumardvöl á Íslandi við vinnu á verkfræðistofu. Flugvélin lenti á Orly-flugvelli og ég þurfti að taka annað flug til Toulon þar sem fjölskylda mín var í fríi við Riveruna. Það var einn af uppáhaldsstöðum mínum, sjórinn, gróðurinn, hitinn. Það var staðurinn sem ég var vön að dvelja á í tvær vikur til að hlaða batteríin fyrir skólaárið fram undan. Einn af fallegustu stöðunum í Frakklandi. En þar sem ég geng um í suðrænu kjarrlendi og sjórinn við fætur mína, þá átta ég mig allt í einu á að ég er orðin ónæm fyrir þessari fegurð. Ég er ekki lengur að upplifa neitt. Ég er dofin gagnvart umhverfinu. Á þeim tímapunkti áttaði ég mig á því að ég kynni ekki lengur að meta umhverfið í suðrinu eftir tvo mánuði á Íslandi. Þegar maður hefur upplifað mjög sterkt ákveðna fegurð verður leiðin niður á jörðina aftur erfið. Þannig var tilfinning okkar. Þá leið mér undarlega. Eftir tuttugu ár á Íslandi er ég kannski orðin ónæm fyrir fegurð landsins? Kannski þarf ég að fara oftar til útlanda til að finna fyrir henni aftur. Getur verið að fólkið sem fæðist hér sé ekki alltaf meðvitað um hana? Eru innfæddir að skynja landið öðruvísi vegna þess að þeir ólust upp hér og hafa ekki æskuminningar frá öðru landi? Eru þar af leiðandi tengslin við landið mynduð öðruvísi? Æskuminningar mínar eru frá sveitinni, Ölpunum, suðrinu og París. Eru þeir sem hafa æskurætur á Íslandi að upplifa fegurð náttúrunnar á sama hátt? Hefur það áhrif á skynjun náttúrunnar? Standa rætur fólks á eyju í miðju Atlantshafi svo djúpt að þær geri fólki erfitt að lyfta sér upp og njóta náttúru landsins á öðru plani? Er ég hætt að sjá hvað er svo sérstakt hér? Er umhverfið orðið svo sjálfsagt að ég taki ekki eftir því? Er ég orðin dauf gagnvart umhverfinu? Íslensk? Sé ég ekki lengur fegurðina? Ég kvarta undan blautu sumri eins og aðrir Íslendingar. Svo hugsa ég um alla þessa túrista sem yfirgefa Ísland eftir dvöl sína hér. Hvernig líður þeim erlendis? Eru kannski margir að upplifa þessa skrýtnu tilfinningu? Nokkrum dögum eftir brottför systur minnar frá Íslandi hringir myndforrit. Systir mín er stödd í lúxusvillu í Suður-Frakklandi. „Giskaðu hvernig mér líður?“ spyr hún hálfbrosandi. Ég brosti skilningsrík til baka. Ó hvað ég þrái að upplifa aftur hina saklausu skynjun fegurðar náttúrunnar. Ég horfi á fjöllin, á vötnin, á sjóinn og ég reyni að sjá eitthvað handan við hversdagslegan veruleika, á bak við hin óáþreifanlegu tjöld vanans sem byrgja okkur sýn. Höfundur er verkfræðingur
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun