Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar 1. nóvember 2024 07:02 Hversu frábært og valdeflandi er það að við getum með aukinni nægjusemi, minnkað eigið vistspor, stuðlað að eigin hamingju og tekið þátt í að breyta menningu okkar til hins betra? Í nóvember eru Landvernd og Grænfánaverkefnið með hvatningarátak undir heitinu Nægjusamur nóvember. Þar er vakin athygli á kostum nægjuseminnar með viðburðum, greinum, viðtölum, erindum og fræðsluverkefnum. Nóvember er einn neyslumesti mánuður ársins. Áherslur á nægjusemi eru andsvar við neysluhyggju og tilfinningunni um að okkur vanti stöðugt eitthvað. Átakinu er ætlað að ná til þess stóra hluta samfélagsins sem mætir grunnþörfum sínum vel og á frekar á hættu á að falla í freistni ofneyslu og lenda í hamsturshjóli tímaskorts og streitu. Stjórnvöld þyrftu að stuðla að nægjusemi við framleiðslu og neyslu og þau hafa til þess ýmis tæki og tól. Ofneysla og tilfinningin um skort – nægjusemi og tilfinningin um nóg Við erum stöðugt mötuð á því að okkur vanti hitt og þetta og að lífið yrði betra ef við eignumst þetta allt saman. Krafan um endalausan hagvöxt og að framleiða alltaf meira og nýtt er innbyggt í kerfin okkar. Allt er gert til þess að fólk kaupi meira. Það er aldrei nóg, orðið er ekki til í núverandi hagkerfi. Í staðinn kallar kerfið fram í okkur tilfinninguna um að okkur skorti alltaf eitthvað. Við höfum sem betur fer mótefni við ofneyslu og skortstilfinningu og það er nægjusemi. Með henni hverfur þörfin á að eignast stöðugt meira og nýtt. Með nægjusemi finnum við gleði, þakklæti og ánægju yfir því sem við eigum og með stöðu okkar og aðstæðum. Við erum hamingjusöm án þess að þurfa að finna lífsfyllingu í því að eignast fleiri efnislega hluti. Það er vísindalega sannað að slíkur hugsunarháttur minnkar streitu, bætir líðan, slakar á líkamanum og hjálpar okkur að njóta lífsins. Gerfiþarfir – grunnþarfir Markmið með framleiðslu á mörgum vörum er ekki endilega að fullnægja þörfum fólks heldur að safna hagnaði og selja sem mest. Þar með er það beinlínis gott fyrir hagkerfið að framleiða vörur sem nægja ekki til að uppfylla þarfir okkar, þannig að tilfinningunni um skort sé viðhaldið. Tískan breytist stöðugt, símar verða tæknilegri, heimilistæki hafa viljandi styttri endingartíma (planned obsolescence) og auglýsingaáróður viðheldur gerviþörfum og löngun í stöðugt meira og nýtt. Það tekur sinn tíma að vinna fyrir hlutum sem við þurfum ekki eða eins og fræðimaðurinn Henry David Thoreau hefur bent á þá kaupum við ekki hluti fyrir peninga, heldur með klukkustundum úr lífi okkar. Klukkustundir sem við getum annars notað til að gera það sem skiptir okkur máli í lífinu, veitir ánægju og er gefandi. Markmið nægjuseminnar er ekki að fjarlægja löngun okkar í hluti heldur að beina henni í nauðsynlega hluti og finna hamingju þar, vera óháður þeirri pressu sem neyslusamfélagið setur. Að finna frelsi til að vera við sjálf, njóta og lifa lífinu eftir eigin hugmyndum, læra, þroskast, bæta okkur og uppgötva. Hegðun - Aðstæður Mikilvægt er að nægjusemi verði ekki bara leiðarljós einstaklinga til að endurstilla neyslumenningu okkar heldur þarf að breyta kerfinu. Það er verkefni stjórnmálafólks að hanna aðstæðurnar þannig að nægjusemi verði besti kosturinn. Það þýðir róttækar breytingar á hagkerfinu, en hægt væri að byrja á nokkrum einföldum. Aðgerðir stjórnvalda gætu til dæmis verið að koma í veg fyrir fyrirfram ákveðna fyrningu vara (planned obsolescence) með því að setja fyrirtækjum skilyrði um hámarksendingu og stórauka þar með líftíma þessara vara. Innleiða rétt til viðgerða, sem skuldbindur fyrirtæki til þess að framleiða vörur sem hægt er að gera við og hafa tiltæka nauðsynlega varahluti. Nægjusemi á að vera sjálfsögð krafa innan hringrásarhagkerfis og við alla orku- og auðlindanýtingu. Með reglugerðum ættu ríkisstjórnir að takmarka framleiðslu á óþarfa varningi. Með jákvæðri nálgun er hægt að stuðla að minni matarsóun hjá almenningi og með reglugerðum eins og í Frakklandi væri hægt að minnka matarsóun í verslunum, þar er t.d. skylda að gefa afgangs matvæli til bágstaddra. Hér eru örfá dæmi nefnd, fleiri má m.a. finna í evrópska gagnasafninu um pólitískar aðgerðir sem stuðla að meiri nægjusemi/sufficience (European Sufficiency Policy Database). Vandamál - lausnir Ljóst er að mannkynið er ekki eina fornalamb markaðsafla, því náttúran er það ekki síður. Við göngum árlega yfir þolmörk náttúrunnar, áhrif þess birtast okkur í loftslagshamförum, hnignun vistkerfa, minnkun líffræðilegrar fjölbreytni og mengun. Áður en hagkerfið verður búið að éta upp allar náttúruauðlindir verðum við að bregðast við og draga úr sókn á náttúruna með afgerandi hætti. Það liggur í augun uppi að með því að minnka sóun, auka nýtni og innleiða nægjusemi í framleiðslu og neyslu getum við minnkað vistsporið okkar töluvert. Það eykur lífsgæði og bætir samfélagið ef við tryggjum jafnframt meiri jöfnuð og réttlæti. Kjósum nægjusemi í eigin lífi og krefjumst þess að stjórnmálafólk stuðli að nægjusömu samfélagi. Endurstillum neyslumenninguna! Verið velkomin að fylgjast með hvatningarátakinu Nægjusamur nóvember hér og takið þátt. Höfundur er fræðslustjóri og sérfræðingur í menntateymi hjá Landvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Hversu frábært og valdeflandi er það að við getum með aukinni nægjusemi, minnkað eigið vistspor, stuðlað að eigin hamingju og tekið þátt í að breyta menningu okkar til hins betra? Í nóvember eru Landvernd og Grænfánaverkefnið með hvatningarátak undir heitinu Nægjusamur nóvember. Þar er vakin athygli á kostum nægjuseminnar með viðburðum, greinum, viðtölum, erindum og fræðsluverkefnum. Nóvember er einn neyslumesti mánuður ársins. Áherslur á nægjusemi eru andsvar við neysluhyggju og tilfinningunni um að okkur vanti stöðugt eitthvað. Átakinu er ætlað að ná til þess stóra hluta samfélagsins sem mætir grunnþörfum sínum vel og á frekar á hættu á að falla í freistni ofneyslu og lenda í hamsturshjóli tímaskorts og streitu. Stjórnvöld þyrftu að stuðla að nægjusemi við framleiðslu og neyslu og þau hafa til þess ýmis tæki og tól. Ofneysla og tilfinningin um skort – nægjusemi og tilfinningin um nóg Við erum stöðugt mötuð á því að okkur vanti hitt og þetta og að lífið yrði betra ef við eignumst þetta allt saman. Krafan um endalausan hagvöxt og að framleiða alltaf meira og nýtt er innbyggt í kerfin okkar. Allt er gert til þess að fólk kaupi meira. Það er aldrei nóg, orðið er ekki til í núverandi hagkerfi. Í staðinn kallar kerfið fram í okkur tilfinninguna um að okkur skorti alltaf eitthvað. Við höfum sem betur fer mótefni við ofneyslu og skortstilfinningu og það er nægjusemi. Með henni hverfur þörfin á að eignast stöðugt meira og nýtt. Með nægjusemi finnum við gleði, þakklæti og ánægju yfir því sem við eigum og með stöðu okkar og aðstæðum. Við erum hamingjusöm án þess að þurfa að finna lífsfyllingu í því að eignast fleiri efnislega hluti. Það er vísindalega sannað að slíkur hugsunarháttur minnkar streitu, bætir líðan, slakar á líkamanum og hjálpar okkur að njóta lífsins. Gerfiþarfir – grunnþarfir Markmið með framleiðslu á mörgum vörum er ekki endilega að fullnægja þörfum fólks heldur að safna hagnaði og selja sem mest. Þar með er það beinlínis gott fyrir hagkerfið að framleiða vörur sem nægja ekki til að uppfylla þarfir okkar, þannig að tilfinningunni um skort sé viðhaldið. Tískan breytist stöðugt, símar verða tæknilegri, heimilistæki hafa viljandi styttri endingartíma (planned obsolescence) og auglýsingaáróður viðheldur gerviþörfum og löngun í stöðugt meira og nýtt. Það tekur sinn tíma að vinna fyrir hlutum sem við þurfum ekki eða eins og fræðimaðurinn Henry David Thoreau hefur bent á þá kaupum við ekki hluti fyrir peninga, heldur með klukkustundum úr lífi okkar. Klukkustundir sem við getum annars notað til að gera það sem skiptir okkur máli í lífinu, veitir ánægju og er gefandi. Markmið nægjuseminnar er ekki að fjarlægja löngun okkar í hluti heldur að beina henni í nauðsynlega hluti og finna hamingju þar, vera óháður þeirri pressu sem neyslusamfélagið setur. Að finna frelsi til að vera við sjálf, njóta og lifa lífinu eftir eigin hugmyndum, læra, þroskast, bæta okkur og uppgötva. Hegðun - Aðstæður Mikilvægt er að nægjusemi verði ekki bara leiðarljós einstaklinga til að endurstilla neyslumenningu okkar heldur þarf að breyta kerfinu. Það er verkefni stjórnmálafólks að hanna aðstæðurnar þannig að nægjusemi verði besti kosturinn. Það þýðir róttækar breytingar á hagkerfinu, en hægt væri að byrja á nokkrum einföldum. Aðgerðir stjórnvalda gætu til dæmis verið að koma í veg fyrir fyrirfram ákveðna fyrningu vara (planned obsolescence) með því að setja fyrirtækjum skilyrði um hámarksendingu og stórauka þar með líftíma þessara vara. Innleiða rétt til viðgerða, sem skuldbindur fyrirtæki til þess að framleiða vörur sem hægt er að gera við og hafa tiltæka nauðsynlega varahluti. Nægjusemi á að vera sjálfsögð krafa innan hringrásarhagkerfis og við alla orku- og auðlindanýtingu. Með reglugerðum ættu ríkisstjórnir að takmarka framleiðslu á óþarfa varningi. Með jákvæðri nálgun er hægt að stuðla að minni matarsóun hjá almenningi og með reglugerðum eins og í Frakklandi væri hægt að minnka matarsóun í verslunum, þar er t.d. skylda að gefa afgangs matvæli til bágstaddra. Hér eru örfá dæmi nefnd, fleiri má m.a. finna í evrópska gagnasafninu um pólitískar aðgerðir sem stuðla að meiri nægjusemi/sufficience (European Sufficiency Policy Database). Vandamál - lausnir Ljóst er að mannkynið er ekki eina fornalamb markaðsafla, því náttúran er það ekki síður. Við göngum árlega yfir þolmörk náttúrunnar, áhrif þess birtast okkur í loftslagshamförum, hnignun vistkerfa, minnkun líffræðilegrar fjölbreytni og mengun. Áður en hagkerfið verður búið að éta upp allar náttúruauðlindir verðum við að bregðast við og draga úr sókn á náttúruna með afgerandi hætti. Það liggur í augun uppi að með því að minnka sóun, auka nýtni og innleiða nægjusemi í framleiðslu og neyslu getum við minnkað vistsporið okkar töluvert. Það eykur lífsgæði og bætir samfélagið ef við tryggjum jafnframt meiri jöfnuð og réttlæti. Kjósum nægjusemi í eigin lífi og krefjumst þess að stjórnmálafólk stuðli að nægjusömu samfélagi. Endurstillum neyslumenninguna! Verið velkomin að fylgjast með hvatningarátakinu Nægjusamur nóvember hér og takið þátt. Höfundur er fræðslustjóri og sérfræðingur í menntateymi hjá Landvernd.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun