„Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. október 2024 13:32 Vinstri græn og Píratar gætu þurrkast út af Alþingi verði niðurstaða nýrrar könnunar að veruleika. Svandís Svavarsdóttir formaður VG segir mikilvægt að hugfallast ekki. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir oddviti Pírata í Kraganum segist taka niðurstöðuna alvarlega. Vísir Formaður Vinstri grænna segir að mikilvægt að láta ekki hugfallast yfir gengi flokksins í skoðanakönnunum. Í nýrri könnun Maskínu er flokkurinn á útleið af þingi. Fylgi Pírata hrynur milli kannanna og mælist nú 4,5 prósent á landsvísu. Oddviti þeirra í Kraganum segir það alvarlegt en kosningabaráttan sé rétt að hefjast Þrátt fyrir að Vinstri græn hafi kynnt framboðslista í öllum kjördæmum fyrir komandi alþingiskosningar er það ekki að hafa jákvæð áhrif á fylgi flokksins samkvæmt nýrri skoðanakönnun Maskínu sem var birt í gær. Þar mælist fylgið 3,8 prósent á landsvísu og dalar milli kannanna. Erindið er algjörlega skýrt Svandís Svavarsdóttir hvetur félaga sína í Vinstri grænum. „Ég held að skipti máli á þessum tímapunkti að láta ekki hugfallast. Við erum í raun að sjá alla listanna raðast upp og ekki allir flokkar búnir að birta alla lista. Við erum að sjá kosningaáherslur verða til. Við sjáum að myndin er ekki alveg skýr af hinu pólitíska landslagi. Við í VG erum mjög ánægð með okkar lista. Þeir eru blanda af reynslu og nýju fólki. Erindið er algjörlega skýrt, við höfum ákveðna sérstöðu í íslenskri pólitík sem við teljum mikilvægt að tala fyrir,“ segir Svandís. Sérstaðan VG sé áhersla á kvenfrelsi, náttúruvernd, mikilvægi þess að almannaþjónusta sé á forsendum almennings, verðbólga og vextir. Aðspurð hvort Græningjar, takist þeim að bjóða fram, muni hafa áhrif á fylgi VG í komandi alþingiskosningum svarar Svandís: „Ég tel að við í Vinstri grænum séum afar vel mönnuð í grænu pólitíkinni og hvernig við tvinnum hana saman við félagslegt réttlæti og jöfnuð.“ Svandís ekki á þingi samkvæmt könnun Maskínu Svandís er oddviti VG í Reykjavík Suður og Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður í öðru sæti en þar mælist fylgi flokksins einungis 3,5 prósent samkvæmt könnun Maskínu og fengi engan mann á þing. Svandís segir of snemmt að draga ályktanir af stöðu einstakra kjördæma í könnuninni. „Það eru lágar tölur bak við þetta og ég held að við eigum ekki að draga of miklar ályktanir þegar könnunin er skipti upp í kjördæmi. Okkur er hins vegar alveg ljóst að vera okkar í ríkisstjórn hefur auðvitað haft mikil áhrif á fylgi okkar og þann trúverðugleika sem við byggjum á. Þetta er viðfangsefnið fram undan,“ segir hún. Píratar taki niðurstöðuna alvarlega Verði niðurstaða síðustu könnunar Maskínu að veruleika eru Píratar líka að mestu að detta út af þingi en þeir mælast með 4,5 prósent á landsvísu en voru með 6,8 prósent í síðustu könnun. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er oddviti Pírata í Kraganum. „Við tökum þessa niðurstöðu mjög alvarlega og stefnum miklu hærra. Við erum með úrvalslið frambjóðenda sem verða kynntir í dag og á morgun. Mikilvæg stefnumál sem eiga fullt erindi við kjósendur og verða kynnt síðar í vikunni. Kosningabaráttan er rétt að byrja þannig að við horfum bjartsýnum augum til kosninga,“ segir Þórhildur Sunna. Eigum áfram erindi Hún telur að Píratar hafi verið einn öflugasti stjórnarandstöðuflokkurinn á þingi síðustu ár og eigi mikið inni. „Píratar hafa tekið hlutverki sínu í stjórnarandstöðunni mjög alvarlega. Við höfum veitt ríkisstjórninni virkt aðhald alla okkar tíð á þingi. Á síðasta kjörtímabili höfum við bent á aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóðarmorðinu á Gaza, algjöru metnaðarleysi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum ásamt því að taka baráttu fyrir mannréttindum sem aðrir flokkar virðast hættir afskiptum af. Þá höfum við kafað ofan í hvert spillingarmáli ríkisstjórnarinnar á fætur öðru. Við birtum Lindarhvolsskýrsluna og krufðum Íslandsbankasöluna og sendiherraskipan Bjarna Benediktssonar svo fátt eitt sé nefnt. Það er ekki alltaf vinsælt en við gerum það vegna þess að við stöndum með hagsmunum almennings og tökum hlutverk okkar alvarlega. Við eigum svo sannarlega erindi áfram á þingi,“ segir Þórhildur Sunna. Vinstri græn Píratar Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Sjá meira
Þrátt fyrir að Vinstri græn hafi kynnt framboðslista í öllum kjördæmum fyrir komandi alþingiskosningar er það ekki að hafa jákvæð áhrif á fylgi flokksins samkvæmt nýrri skoðanakönnun Maskínu sem var birt í gær. Þar mælist fylgið 3,8 prósent á landsvísu og dalar milli kannanna. Erindið er algjörlega skýrt Svandís Svavarsdóttir hvetur félaga sína í Vinstri grænum. „Ég held að skipti máli á þessum tímapunkti að láta ekki hugfallast. Við erum í raun að sjá alla listanna raðast upp og ekki allir flokkar búnir að birta alla lista. Við erum að sjá kosningaáherslur verða til. Við sjáum að myndin er ekki alveg skýr af hinu pólitíska landslagi. Við í VG erum mjög ánægð með okkar lista. Þeir eru blanda af reynslu og nýju fólki. Erindið er algjörlega skýrt, við höfum ákveðna sérstöðu í íslenskri pólitík sem við teljum mikilvægt að tala fyrir,“ segir Svandís. Sérstaðan VG sé áhersla á kvenfrelsi, náttúruvernd, mikilvægi þess að almannaþjónusta sé á forsendum almennings, verðbólga og vextir. Aðspurð hvort Græningjar, takist þeim að bjóða fram, muni hafa áhrif á fylgi VG í komandi alþingiskosningum svarar Svandís: „Ég tel að við í Vinstri grænum séum afar vel mönnuð í grænu pólitíkinni og hvernig við tvinnum hana saman við félagslegt réttlæti og jöfnuð.“ Svandís ekki á þingi samkvæmt könnun Maskínu Svandís er oddviti VG í Reykjavík Suður og Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður í öðru sæti en þar mælist fylgi flokksins einungis 3,5 prósent samkvæmt könnun Maskínu og fengi engan mann á þing. Svandís segir of snemmt að draga ályktanir af stöðu einstakra kjördæma í könnuninni. „Það eru lágar tölur bak við þetta og ég held að við eigum ekki að draga of miklar ályktanir þegar könnunin er skipti upp í kjördæmi. Okkur er hins vegar alveg ljóst að vera okkar í ríkisstjórn hefur auðvitað haft mikil áhrif á fylgi okkar og þann trúverðugleika sem við byggjum á. Þetta er viðfangsefnið fram undan,“ segir hún. Píratar taki niðurstöðuna alvarlega Verði niðurstaða síðustu könnunar Maskínu að veruleika eru Píratar líka að mestu að detta út af þingi en þeir mælast með 4,5 prósent á landsvísu en voru með 6,8 prósent í síðustu könnun. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er oddviti Pírata í Kraganum. „Við tökum þessa niðurstöðu mjög alvarlega og stefnum miklu hærra. Við erum með úrvalslið frambjóðenda sem verða kynntir í dag og á morgun. Mikilvæg stefnumál sem eiga fullt erindi við kjósendur og verða kynnt síðar í vikunni. Kosningabaráttan er rétt að byrja þannig að við horfum bjartsýnum augum til kosninga,“ segir Þórhildur Sunna. Eigum áfram erindi Hún telur að Píratar hafi verið einn öflugasti stjórnarandstöðuflokkurinn á þingi síðustu ár og eigi mikið inni. „Píratar hafa tekið hlutverki sínu í stjórnarandstöðunni mjög alvarlega. Við höfum veitt ríkisstjórninni virkt aðhald alla okkar tíð á þingi. Á síðasta kjörtímabili höfum við bent á aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóðarmorðinu á Gaza, algjöru metnaðarleysi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum ásamt því að taka baráttu fyrir mannréttindum sem aðrir flokkar virðast hættir afskiptum af. Þá höfum við kafað ofan í hvert spillingarmáli ríkisstjórnarinnar á fætur öðru. Við birtum Lindarhvolsskýrsluna og krufðum Íslandsbankasöluna og sendiherraskipan Bjarna Benediktssonar svo fátt eitt sé nefnt. Það er ekki alltaf vinsælt en við gerum það vegna þess að við stöndum með hagsmunum almennings og tökum hlutverk okkar alvarlega. Við eigum svo sannarlega erindi áfram á þingi,“ segir Þórhildur Sunna.
Vinstri græn Píratar Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Sjá meira