Fer í leyfi sem formaður VR Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. október 2024 18:20 Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR. Vísir/Arnar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mun taka sér tímabundið leyfi frá störfum sem formaður fram að alþingiskosningum þann 30. nóvember en hann mun funda með stjórn VR á morgun til að tilkynna ákvörðun sína. Þetta staðfestir Ragnar Þór í samtali við Vísi en hann skipar fyrsta sæti á lista Flokk fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi kosningum. „Þetta bar frekar brátt að á sínum tíma og ég var spurður að því hvort þetta myndi áhrif á stöf mín sem formaður VR og síðan tók fólk það hingað og þangað. Ég tel þessa ákvörðun rétta. Við erum á milli kjarasamninga og ákveðin verkefni sem ég þarf að sinna líka þó ég taki mér frí,“ segir Ragnar. Ragnar hefur áður mætt gagnrýni fyrir að ætla sitja áfram sem formaður VR á sama tíma og hann verður oddviti Flokk fólksins í öðru Reykjavíkurkjördæminu. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði til dæmis í Facebook-færslu: „Hugmynd um að þingmenn komi með beinum hætti að kjarasamningum er auðvitað fráleit hugmynd og myndi aldrei ganga upp. Við værum örugglega ekki búin að gera kjarasamning síðustu tíu árin ef svo væri.“ Ragnar segir í samtali við Vísi að hann ætli sér ekki að vera formaður VR og þingmaður á sama tíma. „Ég verð ekki í hundrað prósent starfi sem formaður VR og þingmaður, það gefur auga leið. Ég var svo sem búinn að gefa það út að ef ég næ kjöri að þá vil ég hætta sem formaður. Síðan eru náttúrulega kosningar í félaginu strax eftir áramót, ég reikna með að það verði nýr formaður kjörinn þá.“ Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Reykjavíkurkjördæmi norður Stéttarfélög Tengdar fréttir Ekki heppilegt ef verkalýðshreyfingin tæmist inn á Alþingi Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í framboð til Alþingis að þessu sinni. Komið hafi verið að máli við hann, eins og raunar fyrir allar alþingiskosningar síðasta áratuginn, en hann hafi ákveðið eftir langa yfirlegu að kröftum hans sé betur varið í verkalýðshreyfingunni. 22. október 2024 12:19 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Erlent Fleiri fréttir Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Sjá meira
Þetta staðfestir Ragnar Þór í samtali við Vísi en hann skipar fyrsta sæti á lista Flokk fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi kosningum. „Þetta bar frekar brátt að á sínum tíma og ég var spurður að því hvort þetta myndi áhrif á stöf mín sem formaður VR og síðan tók fólk það hingað og þangað. Ég tel þessa ákvörðun rétta. Við erum á milli kjarasamninga og ákveðin verkefni sem ég þarf að sinna líka þó ég taki mér frí,“ segir Ragnar. Ragnar hefur áður mætt gagnrýni fyrir að ætla sitja áfram sem formaður VR á sama tíma og hann verður oddviti Flokk fólksins í öðru Reykjavíkurkjördæminu. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði til dæmis í Facebook-færslu: „Hugmynd um að þingmenn komi með beinum hætti að kjarasamningum er auðvitað fráleit hugmynd og myndi aldrei ganga upp. Við værum örugglega ekki búin að gera kjarasamning síðustu tíu árin ef svo væri.“ Ragnar segir í samtali við Vísi að hann ætli sér ekki að vera formaður VR og þingmaður á sama tíma. „Ég verð ekki í hundrað prósent starfi sem formaður VR og þingmaður, það gefur auga leið. Ég var svo sem búinn að gefa það út að ef ég næ kjöri að þá vil ég hætta sem formaður. Síðan eru náttúrulega kosningar í félaginu strax eftir áramót, ég reikna með að það verði nýr formaður kjörinn þá.“
Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Reykjavíkurkjördæmi norður Stéttarfélög Tengdar fréttir Ekki heppilegt ef verkalýðshreyfingin tæmist inn á Alþingi Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í framboð til Alþingis að þessu sinni. Komið hafi verið að máli við hann, eins og raunar fyrir allar alþingiskosningar síðasta áratuginn, en hann hafi ákveðið eftir langa yfirlegu að kröftum hans sé betur varið í verkalýðshreyfingunni. 22. október 2024 12:19 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Erlent Fleiri fréttir Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Sjá meira
Ekki heppilegt ef verkalýðshreyfingin tæmist inn á Alþingi Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í framboð til Alþingis að þessu sinni. Komið hafi verið að máli við hann, eins og raunar fyrir allar alþingiskosningar síðasta áratuginn, en hann hafi ákveðið eftir langa yfirlegu að kröftum hans sé betur varið í verkalýðshreyfingunni. 22. október 2024 12:19