Grétar í átta mánaða bann: Sakaður um ofbeldi og tal um typpalykt Sindri Sverrisson skrifar 29. október 2024 10:01 Grétar Skúli Gunnarsson er sakaður um ýmislegt í úrskurði stjórnar KRAFT, sem Dómstóll ÍSÍ hefur nú tekið undir, en hafnar öllum ásökunum. Kraft.is Grétar Skúli Gunnarsson, kraftlyftingaþjálfari á Akureyri, hefur verið úrskurðaður í átta mánaða bann frá íþrótt sinni vegna ógnandi hegðunar og óíþróttamannslegrar framkomu á bikarmóti Kraftlyftingasambands Íslands (KRAFT) fyrir ári síðan. Grétari Skúla var meðal annars gefið að sök að hafa veitt tveimur aðstoðarmönnum eða þjálfurum á mótinu högg, sýnt aðra ógnandi hegðun og einnig viðhaft ýmis óviðeigandi ummæli. Upphaflega úrskurðaði stjórn KRAFT Grétar Skúla í tólf mánaða bann vegna málsins, þann 15. ágúst síðastliðinn. Í samræmi við lög Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, úr því að úrskurðurinn var frá stjórn sérsambands en ekki óháðum dómstóli þess, var málinu skotið til Dómstóls ÍSÍ sem staðfesti bannið en stytti það um fjóra mánuði. Grétar Skúli áfrýjaði þeim úrskurði til Áfrýjunardómstóls ÍSÍ og er beðið eftir niðurstöðu hans. Mótmælir og málinu vísað frá síðasta vetur Í úrskurði Dómstóls ÍSÍ kemur fram að Grétar Skúli mótmæli öllum staðhæfingum um ámælisverða hegðun. Hann sakar stjórn KRAFT um að vinna gegn sér. Þá bendir hann á að málið hafi upphaflega verið kært til ÍSÍ í janúar, tæpum þremur mánuðum eftir hin kærðu atvik á bikarmótinu, en þá voru Grétar Skúli, Kraftlyftingafélag Akureyrar og formaðurinn Þorbergur Guðmundsson öll kærð þó að ásakanir beindust aðeins gegn Grétari Skúla. Dómstóll ÍSÍ vísaði þá málinu frá þar sem kærufrestur var löngu liðinn. Eftir að stjórn KRAFT úrskurðaði svo sjálf í málinu, tíu mánuðum eftir bikarmótið, tók Dómstóll ÍSÍ hins vegar málið fyrir og þótti átta mánaða bann við hæfi, eftir að hafa metið frásagnir vitna, upplýsingar úr áverkavottorði og myndbandsupptökur, en einnig þau rök Grétars Skúla að langur tími væri liðinn frá atvikunum. Veitti tveimur högg Atvikin sem Grétar Skúli var dæmdur vegna, og eru rakin í úrskurði KRAFT, eru fimm talsins. Tvö eru vegna ofbeldis, eitt vegna ógnandi hegðunar og tvö vegna óviðeigandi ummæla. Grétar Skúli á að hafa veitt konu sem var aðstoðarmaður keppanda á mótinu högg með olnboga í brjóstkassa hennar, þegar þau mættust í dyragætt að áhorfendasal. Mun höggið hafa verið án fyrirvara og staðfest af vitnum ásamt áverkavottorði, og mun það hafa verið kært til lögreglu. Grétar Skúli hafnar þessum lýsingum og segir konuna hafa í gegnum tíðina reynt að bregða fyrir sig fæti með „tilefnislausum kærum“ til lögreglu. Segir hann að þau hefðu ekki rekist saman ef konan hefði horft fram fyrir sig. Úr málatilbúnaði KRAFT. „Varnaraðili“ er Grétar Skúli. Annað högg á hann að hafa veitt öðrum þjálfara á mótinu, með því að „keyra öxlina í axlar- eða bringusvæði“ hans við dyragætt að upphitunarsvæði mótsins, þegar sá aðili var að ræða við konuna sem fékk fyrra höggið. Grétar Skúli segir þröngt hafa verið á mótinu og að hafi hann rekist í viðkomandi hafi það ekki verið viljaverk. Talaði um typpalykt af ólinni Þriðja atvikið fólst í því að Grétar Skúli hefði sýnt ógnandi hegðun á upphitunarsvæði, og til að mynda rekið krepptan hnefa framan í keppanda og „sagt hárri röddu að keppandi á vegum Kraftlyftingafélags Akureyrar væri væntanlegur og að þeir myndu henda öðrum keppendum burt til þess að búa til pláss.“ Þá lýsa vitni því að þegar keppni í kvennaflokki hafi staðið yfir hafi Grétar Skúli ásamt öðrum liðsmönnum KFA viðhaft óviðeigandi ummæli um að „vond lykt væri af ól sem varnaraðili [Grétar Skúli] hafi notað við að vefja keppanda KFA þar sem hann væri alltaf að vefja ólinni um typpið á sér,“ eins og það er orðað í úrskurðinum. Úr málatilbúnaði Grétars Skúla, varnaraðila í málinu. Á mótið vantaði svokallaðar metaskífur sem varð til þess að keppni seinkaði. Fimmta atvikið sem nefnt er í úrskurði KRAFT snýr að hegðun Grétars Skúla vegna þessa, en hann mun hafa sakað dómara, sem jafnframt eru stjórnarmenn í KRAFT, um að láta skífurnar gleymast viljandi, og einnig hafa sagt að „fáránlegt væri að setja konur í þetta hlutverk því þær gætu ekki staðið við svona verkefni“. Ýmis önnur óviðeigandi ummæli hafi fallið sem staðfest séu í skýrslu dómara. Eins og fyrr segir hafnar Grétar Skúli þessari atvikalýsingu allri og kveðst ekkert hafa gert rangt, og hefur hann áfrýjað úrskurði Dómstóls ÍSÍ. Kraftlyftingar Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Sjá meira
Grétari Skúla var meðal annars gefið að sök að hafa veitt tveimur aðstoðarmönnum eða þjálfurum á mótinu högg, sýnt aðra ógnandi hegðun og einnig viðhaft ýmis óviðeigandi ummæli. Upphaflega úrskurðaði stjórn KRAFT Grétar Skúla í tólf mánaða bann vegna málsins, þann 15. ágúst síðastliðinn. Í samræmi við lög Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, úr því að úrskurðurinn var frá stjórn sérsambands en ekki óháðum dómstóli þess, var málinu skotið til Dómstóls ÍSÍ sem staðfesti bannið en stytti það um fjóra mánuði. Grétar Skúli áfrýjaði þeim úrskurði til Áfrýjunardómstóls ÍSÍ og er beðið eftir niðurstöðu hans. Mótmælir og málinu vísað frá síðasta vetur Í úrskurði Dómstóls ÍSÍ kemur fram að Grétar Skúli mótmæli öllum staðhæfingum um ámælisverða hegðun. Hann sakar stjórn KRAFT um að vinna gegn sér. Þá bendir hann á að málið hafi upphaflega verið kært til ÍSÍ í janúar, tæpum þremur mánuðum eftir hin kærðu atvik á bikarmótinu, en þá voru Grétar Skúli, Kraftlyftingafélag Akureyrar og formaðurinn Þorbergur Guðmundsson öll kærð þó að ásakanir beindust aðeins gegn Grétari Skúla. Dómstóll ÍSÍ vísaði þá málinu frá þar sem kærufrestur var löngu liðinn. Eftir að stjórn KRAFT úrskurðaði svo sjálf í málinu, tíu mánuðum eftir bikarmótið, tók Dómstóll ÍSÍ hins vegar málið fyrir og þótti átta mánaða bann við hæfi, eftir að hafa metið frásagnir vitna, upplýsingar úr áverkavottorði og myndbandsupptökur, en einnig þau rök Grétars Skúla að langur tími væri liðinn frá atvikunum. Veitti tveimur högg Atvikin sem Grétar Skúli var dæmdur vegna, og eru rakin í úrskurði KRAFT, eru fimm talsins. Tvö eru vegna ofbeldis, eitt vegna ógnandi hegðunar og tvö vegna óviðeigandi ummæla. Grétar Skúli á að hafa veitt konu sem var aðstoðarmaður keppanda á mótinu högg með olnboga í brjóstkassa hennar, þegar þau mættust í dyragætt að áhorfendasal. Mun höggið hafa verið án fyrirvara og staðfest af vitnum ásamt áverkavottorði, og mun það hafa verið kært til lögreglu. Grétar Skúli hafnar þessum lýsingum og segir konuna hafa í gegnum tíðina reynt að bregða fyrir sig fæti með „tilefnislausum kærum“ til lögreglu. Segir hann að þau hefðu ekki rekist saman ef konan hefði horft fram fyrir sig. Úr málatilbúnaði KRAFT. „Varnaraðili“ er Grétar Skúli. Annað högg á hann að hafa veitt öðrum þjálfara á mótinu, með því að „keyra öxlina í axlar- eða bringusvæði“ hans við dyragætt að upphitunarsvæði mótsins, þegar sá aðili var að ræða við konuna sem fékk fyrra höggið. Grétar Skúli segir þröngt hafa verið á mótinu og að hafi hann rekist í viðkomandi hafi það ekki verið viljaverk. Talaði um typpalykt af ólinni Þriðja atvikið fólst í því að Grétar Skúli hefði sýnt ógnandi hegðun á upphitunarsvæði, og til að mynda rekið krepptan hnefa framan í keppanda og „sagt hárri röddu að keppandi á vegum Kraftlyftingafélags Akureyrar væri væntanlegur og að þeir myndu henda öðrum keppendum burt til þess að búa til pláss.“ Þá lýsa vitni því að þegar keppni í kvennaflokki hafi staðið yfir hafi Grétar Skúli ásamt öðrum liðsmönnum KFA viðhaft óviðeigandi ummæli um að „vond lykt væri af ól sem varnaraðili [Grétar Skúli] hafi notað við að vefja keppanda KFA þar sem hann væri alltaf að vefja ólinni um typpið á sér,“ eins og það er orðað í úrskurðinum. Úr málatilbúnaði Grétars Skúla, varnaraðila í málinu. Á mótið vantaði svokallaðar metaskífur sem varð til þess að keppni seinkaði. Fimmta atvikið sem nefnt er í úrskurði KRAFT snýr að hegðun Grétars Skúla vegna þessa, en hann mun hafa sakað dómara, sem jafnframt eru stjórnarmenn í KRAFT, um að láta skífurnar gleymast viljandi, og einnig hafa sagt að „fáránlegt væri að setja konur í þetta hlutverk því þær gætu ekki staðið við svona verkefni“. Ýmis önnur óviðeigandi ummæli hafi fallið sem staðfest séu í skýrslu dómara. Eins og fyrr segir hafnar Grétar Skúli þessari atvikalýsingu allri og kveðst ekkert hafa gert rangt, og hefur hann áfrýjað úrskurði Dómstóls ÍSÍ.
Kraftlyftingar Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins