„Mér finnst þetta lélegt fyrirkomulag og ég hef sagt það frá upphafi“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. október 2024 16:27 Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, vill tíu liða deild með þremur umferðum frekar en tólf liða deild með úrslitakeppni. Vísir/Viktor Freyr Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, hefur þurft að horfa á sína menn tapa fjórum leikjum í röð eftir að hafa bjargað sér frá falli. 1-4 varð niðurstaðan gegn KA í lokaleik tímabilsins. „Ég á eiginlega engin orð yfir frammistöðuna í síðustu fjórum leikjum. Það sem fólk man er frammistaðan undanfarið og allt það góða sem við gerðum í sumar gleymist bara. Því miður þá er þetta ömurlegir endir fyrir okkur, ömurlegir síðustu fjórir leikir sem tapast allir. Við erum ekki líkir sjálfum okkur og manni líður bara illa yfir þessu, þetta er ótrúlega leiðinlegt og ég efast ekki um að strákunum finnist það líka en við verðum bara að gera betur. Verðum að vilja vinna fótboltaleiki þó þeir hefðu ekki mikla þýðingu fyrir okkur,“ sagði Rúnar um frammistöðu sinna manna í úrslitakeppninni. „Fyrir lið sem hefur engu að keppa að er þetta ömurlegt“ Fram bjargaði sér frá falli með sigri í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Eftir það spilaði liðið fjóra leiki sem skiptu í raun engu máli, og töpuðu þeim öllum. Rúnar var spurður hvað honum þætti um fyrirkomulag deildarinnar og það stóð ekki á svörum. „Mér finnst þetta lélegt fyrirkomulag og ég hef sagt það frá upphafi. Ég sagði að það væri allt í lagi að prófa þetta, eitt eða tvö ár, ég hafði reynslu af þessu frá Belgíu og annars staðar sem ég hef starfað. Fyrir lið sem hefur engu að keppa að er þetta ömurlegt en auðvitað skilur maður þegar núna í fyrsta skipti er úrslitaleikur, síðustu tvö tímabil hafa Íslandsmeistararnir verið búnir að tryggja sig eftir fyrsta leik í úrslitakeppni eða jafnvel fyrr. Við getum líka horft á það að Fylkir er fallinn og fer með fjórtán leikmenn vestur, í leik sem skiptir gríðarlegu máli fyrir HK og Vestra. Þeir eru með menn í leikbanni og meiðsli en svo er spurning hvort menn séu bara að spara með því að fara ekki með átján manna hóp. Þetta skekkir alla mynd þannig að þetta er í raun lélegt. Ég hefði viljað fá tíu liða deild og þrjár umferðir, það eru 27 leikir, jafnmargir og þetta fyrirkomulag núna. Það er bara mín skoðun og það hafa allir rétt á sínum skoðunum.“ Ætlar að vera áfram með liðið Framarar ætla nú að taka sér gott frí og nýta tímann í að líta inn á við eftir ömurlegan endi. Rúnar þvertók fyrir það að vera á förum frá félaginu, hann vill hrista upp í leikmannahópnum og reyna aftur að ári. „Nú fara menn bara í frí og sleikja sárin. Ég er búinn að læra fullt á mannskapinn, búinn að læra ofboðslega mikið á þessu tímabili. Veit hvað við þurfum að gera til að bæta okkar leik, bæta okkar lið. Það þurfa að eiga sér stað breytingar hérna, það er engin spurning.“ Besta deild karla Íslenski boltinn Fram KSÍ Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjá meira
„Ég á eiginlega engin orð yfir frammistöðuna í síðustu fjórum leikjum. Það sem fólk man er frammistaðan undanfarið og allt það góða sem við gerðum í sumar gleymist bara. Því miður þá er þetta ömurlegir endir fyrir okkur, ömurlegir síðustu fjórir leikir sem tapast allir. Við erum ekki líkir sjálfum okkur og manni líður bara illa yfir þessu, þetta er ótrúlega leiðinlegt og ég efast ekki um að strákunum finnist það líka en við verðum bara að gera betur. Verðum að vilja vinna fótboltaleiki þó þeir hefðu ekki mikla þýðingu fyrir okkur,“ sagði Rúnar um frammistöðu sinna manna í úrslitakeppninni. „Fyrir lið sem hefur engu að keppa að er þetta ömurlegt“ Fram bjargaði sér frá falli með sigri í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Eftir það spilaði liðið fjóra leiki sem skiptu í raun engu máli, og töpuðu þeim öllum. Rúnar var spurður hvað honum þætti um fyrirkomulag deildarinnar og það stóð ekki á svörum. „Mér finnst þetta lélegt fyrirkomulag og ég hef sagt það frá upphafi. Ég sagði að það væri allt í lagi að prófa þetta, eitt eða tvö ár, ég hafði reynslu af þessu frá Belgíu og annars staðar sem ég hef starfað. Fyrir lið sem hefur engu að keppa að er þetta ömurlegt en auðvitað skilur maður þegar núna í fyrsta skipti er úrslitaleikur, síðustu tvö tímabil hafa Íslandsmeistararnir verið búnir að tryggja sig eftir fyrsta leik í úrslitakeppni eða jafnvel fyrr. Við getum líka horft á það að Fylkir er fallinn og fer með fjórtán leikmenn vestur, í leik sem skiptir gríðarlegu máli fyrir HK og Vestra. Þeir eru með menn í leikbanni og meiðsli en svo er spurning hvort menn séu bara að spara með því að fara ekki með átján manna hóp. Þetta skekkir alla mynd þannig að þetta er í raun lélegt. Ég hefði viljað fá tíu liða deild og þrjár umferðir, það eru 27 leikir, jafnmargir og þetta fyrirkomulag núna. Það er bara mín skoðun og það hafa allir rétt á sínum skoðunum.“ Ætlar að vera áfram með liðið Framarar ætla nú að taka sér gott frí og nýta tímann í að líta inn á við eftir ömurlegan endi. Rúnar þvertók fyrir það að vera á förum frá félaginu, hann vill hrista upp í leikmannahópnum og reyna aftur að ári. „Nú fara menn bara í frí og sleikja sárin. Ég er búinn að læra fullt á mannskapinn, búinn að læra ofboðslega mikið á þessu tímabili. Veit hvað við þurfum að gera til að bæta okkar leik, bæta okkar lið. Það þurfa að eiga sér stað breytingar hérna, það er engin spurning.“
Besta deild karla Íslenski boltinn Fram KSÍ Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjá meira