Vipers stjörnurnar tjá sig: „Þetta hefur verið rússíbani“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. október 2024 10:00 Þrátt fyrir að vera orðin 44 ára er Katrine Lunde enn einn besti markvörður heims. getty/Hector Vivas Norsku landsliðsmarkverðirnir Katrine Lunde og Silje Solberg-Østhassel segja að síðustu dagar hafi verið erfiðir. Félagi þeirra, Vipers Kristiansand, var bjargað frá gjaldþroti á síðustu stundu. Vipers hefur átt í miklum fjárhagserfiðleikum og á sunnudaginn var greint frá því að félagið væri gjaldþrota. Daginn eftir bárust hins vegar fréttir af því að Vipers hefði verið bjargað af fjárfestinum Martin Jørgensen og félögum hans. Hin 44 ára Lunde viðurkennir að síðustu dagar hafi tekið á. „Það hefur verið krefjandi sem handboltakona en ekki síður sem manneskja. Það er andlega erfitt að spila og standa sig. Þetta hefur verið rússíbani,“ sagði Lunde. „Við höfum farið um allt litróf tilfinninganna. Frá von og trú til slæmra frétta. Klumpur í maganum og ótti. Þetta hefur verið erfið vika,“ sagði Solberg-Østhassel. Þær Lunde eru í verkefni með norska landsliðinu en það tekur þátt á fjögurra liða æfingamóti í Larvik í þessari viku. Vonast eftir farsælli lausn Markverðirnir eru bjartsýnir um að nú sé búið að koma Vipers í örugga höfn. „Það eru kannski einhver óvissa til staðar en ég treysti því að þeir leysi úr henni og hef trú á að þetta leysist farsællega. Ég held að við njótum stuðnings bæði í Kristiansand og hjá þjóðinni,“ sagði Lunde. Launakostnaður rauk upp úr öllu valdi Svo virðist sem forráðamenn Vipers hafi prjónað hressilega yfir sig því á fjórum árum tvöfaldaðist launakostnaður leikmanna. VG kafaði ofan í fjármál Vipers. Árið 2019 voru meðalárslaun til leikmanna hjá Vipers 535.589 norskar krónur, sem í dag jafngildir rúmlega 6,7 milljónum króna. Fjórum árum síðar höfðu meðallaunin rúmlega tvöfaldast og námu tæplega 14 milljónum íslenskra króna. Það skilaði sér inni á vellinum því Vipers vann Meistaradeild Evrópu þrjú ár í röð (2021-23). Á síðasta tímabili komst liðið hins vegar aðeins í átta liða úrslit og er núna aðeins í 5. sæti af átta liðum í B-riðli keppninnar. Norski handboltinn Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Sport Fleiri fréttir „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn Sjá meira
Vipers hefur átt í miklum fjárhagserfiðleikum og á sunnudaginn var greint frá því að félagið væri gjaldþrota. Daginn eftir bárust hins vegar fréttir af því að Vipers hefði verið bjargað af fjárfestinum Martin Jørgensen og félögum hans. Hin 44 ára Lunde viðurkennir að síðustu dagar hafi tekið á. „Það hefur verið krefjandi sem handboltakona en ekki síður sem manneskja. Það er andlega erfitt að spila og standa sig. Þetta hefur verið rússíbani,“ sagði Lunde. „Við höfum farið um allt litróf tilfinninganna. Frá von og trú til slæmra frétta. Klumpur í maganum og ótti. Þetta hefur verið erfið vika,“ sagði Solberg-Østhassel. Þær Lunde eru í verkefni með norska landsliðinu en það tekur þátt á fjögurra liða æfingamóti í Larvik í þessari viku. Vonast eftir farsælli lausn Markverðirnir eru bjartsýnir um að nú sé búið að koma Vipers í örugga höfn. „Það eru kannski einhver óvissa til staðar en ég treysti því að þeir leysi úr henni og hef trú á að þetta leysist farsællega. Ég held að við njótum stuðnings bæði í Kristiansand og hjá þjóðinni,“ sagði Lunde. Launakostnaður rauk upp úr öllu valdi Svo virðist sem forráðamenn Vipers hafi prjónað hressilega yfir sig því á fjórum árum tvöfaldaðist launakostnaður leikmanna. VG kafaði ofan í fjármál Vipers. Árið 2019 voru meðalárslaun til leikmanna hjá Vipers 535.589 norskar krónur, sem í dag jafngildir rúmlega 6,7 milljónum króna. Fjórum árum síðar höfðu meðallaunin rúmlega tvöfaldast og námu tæplega 14 milljónum íslenskra króna. Það skilaði sér inni á vellinum því Vipers vann Meistaradeild Evrópu þrjú ár í röð (2021-23). Á síðasta tímabili komst liðið hins vegar aðeins í átta liða úrslit og er núna aðeins í 5. sæti af átta liðum í B-riðli keppninnar.
Norski handboltinn Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Sport Fleiri fréttir „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti