Karl Gauti til í oddvitann eftir óvænt brotthvarf Tómasar Atli Ísleifsson og Árni Sæberg skrifa 23. október 2024 13:35 Tómas Ellert sækist ekki lengur eftir sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Það gerir Karl Gauti hins vegar. Vísir Karl Gauti Hjaltason lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum og fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, segir að búið sé að hafa samband við sig varðandi það að taka sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Hann segist munu íhuga það vandlega að taka sæti á lista ef honum yrði boðið oddvitasætið. Þetta staðfestir Karl Gauti í samtali við fréttastofu. Hann segist enn vera skráður í Miðflokkinn og að þingmennskan heilli. Um sé að ræða skemmtilegt og fjölbreytt starf. „Það sem hvetur mig enn frekar til dáða í þessu er að ég tek eftir því að það eru engir Vestmannaeyingar að birtast á listum hjá öðrum flokkum,“ segir Karl Gauti. Tómas hættur við Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Árborg, hafði áður lýst yfir áhuga á að leiða lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi en lýsti því yfir í morgun að hann væri hættur við „af persónulegum ástæðum“. Karl Gauti var skipaður lögreglustjóri í Vestmannaeyjum í mars 2023. Hann sat á þingi fyrir Miðflokkinn á árunum 2017 til 2021. Litlu munaði að hann næði að halda þingsæti sínu í kosningunum 2021, en hann var inni sem uppbótarþingmaður en missti sætið eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. Erna vill líka oddvitasætið Erna Bjarnadóttir, varaþingmaður Miðflokksins, hefur einnig lýst yfir áhuga á að leiða lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Hefur hún sent uppstillinganefnd Miðflokksins í kjördæmi upplýsingar þess efnis. „Verkefnin eru ærin og skemmtilegur sprettur framundan. Það lætur mér vel og vonast ég eftir stuðningi til þess með þeim hópi sem velst á listann. Ding, ding, ding, Ernu á Þing,“ sagði Erna í færslu á Facebook um helgina. Ekki eina löggan Karl Gauti er ekki eini liðsmaður lögreglunnar sem hefur lýst yfir framboði. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, stefnir þannig á að leiða Samfylkinguna í Suðurkjördæmi og þá hefur Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, lýst yfir áhuga á framboði fyrir Viðreisn í Suðvesturkjördæmi. Þá skipar Fjölnir Sæmundsson, formaður Landsambands lögreglumanna, sjötta sætið á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi. Alþingiskosningar 2024 Vestmannaeyjar Lögreglan Suðurkjördæmi Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Þetta staðfestir Karl Gauti í samtali við fréttastofu. Hann segist enn vera skráður í Miðflokkinn og að þingmennskan heilli. Um sé að ræða skemmtilegt og fjölbreytt starf. „Það sem hvetur mig enn frekar til dáða í þessu er að ég tek eftir því að það eru engir Vestmannaeyingar að birtast á listum hjá öðrum flokkum,“ segir Karl Gauti. Tómas hættur við Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Árborg, hafði áður lýst yfir áhuga á að leiða lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi en lýsti því yfir í morgun að hann væri hættur við „af persónulegum ástæðum“. Karl Gauti var skipaður lögreglustjóri í Vestmannaeyjum í mars 2023. Hann sat á þingi fyrir Miðflokkinn á árunum 2017 til 2021. Litlu munaði að hann næði að halda þingsæti sínu í kosningunum 2021, en hann var inni sem uppbótarþingmaður en missti sætið eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. Erna vill líka oddvitasætið Erna Bjarnadóttir, varaþingmaður Miðflokksins, hefur einnig lýst yfir áhuga á að leiða lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Hefur hún sent uppstillinganefnd Miðflokksins í kjördæmi upplýsingar þess efnis. „Verkefnin eru ærin og skemmtilegur sprettur framundan. Það lætur mér vel og vonast ég eftir stuðningi til þess með þeim hópi sem velst á listann. Ding, ding, ding, Ernu á Þing,“ sagði Erna í færslu á Facebook um helgina. Ekki eina löggan Karl Gauti er ekki eini liðsmaður lögreglunnar sem hefur lýst yfir framboði. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, stefnir þannig á að leiða Samfylkinguna í Suðurkjördæmi og þá hefur Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, lýst yfir áhuga á framboði fyrir Viðreisn í Suðvesturkjördæmi. Þá skipar Fjölnir Sæmundsson, formaður Landsambands lögreglumanna, sjötta sætið á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi.
Alþingiskosningar 2024 Vestmannaeyjar Lögreglan Suðurkjördæmi Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira