Íslensku stelpurnar Evrópumeistarar í fjórða sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2024 09:47 Íslenska kvennalandsliðið átti frábæran dag þegar allt var undir og tryggði sér Evrópumeistaratitilinn. Fimleikasamband Íslands Ísland eignaðist Evrópumeistara í hópfimleikum í dag þegar íslenska kvennalandsliðið tryggði sér glæsilegan sigur á EM í Bakú í Aserbaísjan. Íslensku stelpurnar misstu af Evrópumeistartitlinum fyrir tveimur árum en áttu frábæran dag í úrslitunum í dag. Allt gekk upp þegar allt var undir og íslensku stelpurnar fögnuðu gríðarlega þegar úrslitin voru tilkynnt. Ísland er að gera frábæra hluti á þessu móti því áður hafi blandað unglingalandslið Íslands unnið gullverðlaun. Þetta er í fjórða sinn sem Íslenska kvennalandsliðið verður Evrópumeistari en liðið vann einnig gullið 2010, 2012 og 2021. Þetta var í fimmtánda sinn sem EM er haldið. Svíarnir voru ofar eftir undankeppninni en þær áttu ekki svör við stórkostlegri frammistöðu íslensku kvennanna í dag. Íslensku stelpurnar bættu sig í tveimur af þremur æfingum frá undanúrslitum þegar þær fengu 17.950 stig á gólfi, 18.150 í stökki og 17.150 á trampólín. Í úrslitunum í dag fengu þær 18.600 stig á gólfi, 18.250 í stökki og 17.00 á trampólíni. Íslensku stelpurnar náðu risabætingu á gólfinu þar sem allt gekk fullkomlega upp. Stökkið var frábært í undankeppninni en enn betra í úrslitunum. Eftir þessa frammistöðu kom það ekki mikið á óvart þegar Ísland endaði efst. Íslenska liðið gerði best allra í bæði stökki og á gólfi og liðið var ekki langt frá því að vera líka efst á trampólíni. Íslenska liðið vann líka á endanum mjög öruggan sigur á Svíum en Ísland og Svíþjóð hafa verið miklir erkifjendur í gegnum tíðina. Svíar urðu að sætta sig við silfrið en Norðmenn tóku óvænt bronsið eftir harða keppni við Dana. Fjögur félög eiga fulltrúa í íslenska Evrópumeistaraliðinu. Flestar koma frá Stjörnuni og Gerplu en bæði Selfoss og Ármann eiga einnig nýkrýndan Evrópumeistara. Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sjá meira
Íslensku stelpurnar misstu af Evrópumeistartitlinum fyrir tveimur árum en áttu frábæran dag í úrslitunum í dag. Allt gekk upp þegar allt var undir og íslensku stelpurnar fögnuðu gríðarlega þegar úrslitin voru tilkynnt. Ísland er að gera frábæra hluti á þessu móti því áður hafi blandað unglingalandslið Íslands unnið gullverðlaun. Þetta er í fjórða sinn sem Íslenska kvennalandsliðið verður Evrópumeistari en liðið vann einnig gullið 2010, 2012 og 2021. Þetta var í fimmtánda sinn sem EM er haldið. Svíarnir voru ofar eftir undankeppninni en þær áttu ekki svör við stórkostlegri frammistöðu íslensku kvennanna í dag. Íslensku stelpurnar bættu sig í tveimur af þremur æfingum frá undanúrslitum þegar þær fengu 17.950 stig á gólfi, 18.150 í stökki og 17.150 á trampólín. Í úrslitunum í dag fengu þær 18.600 stig á gólfi, 18.250 í stökki og 17.00 á trampólíni. Íslensku stelpurnar náðu risabætingu á gólfinu þar sem allt gekk fullkomlega upp. Stökkið var frábært í undankeppninni en enn betra í úrslitunum. Eftir þessa frammistöðu kom það ekki mikið á óvart þegar Ísland endaði efst. Íslenska liðið gerði best allra í bæði stökki og á gólfi og liðið var ekki langt frá því að vera líka efst á trampólíni. Íslenska liðið vann líka á endanum mjög öruggan sigur á Svíum en Ísland og Svíþjóð hafa verið miklir erkifjendur í gegnum tíðina. Svíar urðu að sætta sig við silfrið en Norðmenn tóku óvænt bronsið eftir harða keppni við Dana. Fjögur félög eiga fulltrúa í íslenska Evrópumeistaraliðinu. Flestar koma frá Stjörnuni og Gerplu en bæði Selfoss og Ármann eiga einnig nýkrýndan Evrópumeistara.
Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sjá meira