Fá að leita í innrituðum farangri farþega að þeim fjarstöddum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. október 2024 06:46 Ef leitað er í farangri farþega að þeim fjarstöddum skal engu að síður tilkynna að leitin hafi farið fram. Nýtt frumvarp fjármálaráðherra kveður á um að tollgæslu verði heimilt að leita í innrituðum farangri farþega og áhafnar að eigandanum fjarstöddum. Mun þetta aðeins verða heimilt þegar „það leiðir til óhóflegra tafa eða annarra erfiðleika að [eigandinn] sé viðstaddur leitina“. Þá segir að upplýsa eigi viðkomandi um að tollskoðun hafi farið fram ef hann hefur ekki verið viðstaddur. Frumvarpið fjallar um fjölda breytinga á ýmsum lögum um skatta og gjöld en í skýringum er umrædd breyting útskýrð nánar. Þar segir meðal annars að óhóflegar tafir séu tafir sem gætu valdið því að viðkomandi missir af flugi eða að tafir yrðu gagnvart flugfélagi en „aðrir erfiðleikar“ séu meðal annars að ekki takist að hafa uppi á viðkomandi t.d. á háannatíma eða vegna annarra aðstæðna. „Tollgæslu ber að beita þessari heimild sinni til leitar af varúð og upplýsa viðkomandi um að leit hafi farið fram ef hann hefur ekki verið viðstaddur leitina. Ein leið til þess er að setja kvittun í farangur þar sem fram kemur að leit hafi farið fram og að lagaheimild sé fyrir leitinni,“ segir enn fremur í skýringunum. Munu geta valið röntgenmynd frekar en líkamsleit Í frumvarpinu er einnig lagt til að heimilt verði að nota „lágskammta röntgenskanna við líkamsleit, að fengnu samþykki viðkomandi. Ekki er um að ræða skanna sem teknir hafa verið í notkun á sumum flugvöllum og sýna útlínur líkamans og það sem leynist undir fatnaði, heldur tæki sem tekur einfaldar röntgenmyndir af beinagrind og innri rýmum líkamans. „Um er að ræða tæki sem verður staðsett í sérstöku stjórnherbergi á Keflavíkurflugvelli þar sem farþegi gengur í gegnum hlið með röntgengeislun. Áætluð geislun sem farþegi yrði fyrir við gegnumlýsingu er 0,25 micro Sivert. Aðeins búkur yrði skannaður,“ segir í skýringum. Tækið yrði notað til að framkvæma „nákvæma leit“, sem hingað til hefur falið það í sér að farþeginn hefur þurft að afklæðast. „Með framangreindri tillögu er ætlunin að heimila nýja eftirlitsaðferð með notkun búnaðar við nákvæma leit sem ætla má að feli í sér minna inngrip í persónufrelsi einstaklinga. Með samþykki er átt við að notkun röntgenskannans byggist á frjálsri þátttöku farþegans. Farþegi getur ávallt neitað að fara í röntgenskannan og í kjölfarið myndi hefðbundið tolleftirlit halda áfram eins og þurfa þykir.“ Persónuvernd Keflavíkurflugvöllur Tollgæslan Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjá meira
Mun þetta aðeins verða heimilt þegar „það leiðir til óhóflegra tafa eða annarra erfiðleika að [eigandinn] sé viðstaddur leitina“. Þá segir að upplýsa eigi viðkomandi um að tollskoðun hafi farið fram ef hann hefur ekki verið viðstaddur. Frumvarpið fjallar um fjölda breytinga á ýmsum lögum um skatta og gjöld en í skýringum er umrædd breyting útskýrð nánar. Þar segir meðal annars að óhóflegar tafir séu tafir sem gætu valdið því að viðkomandi missir af flugi eða að tafir yrðu gagnvart flugfélagi en „aðrir erfiðleikar“ séu meðal annars að ekki takist að hafa uppi á viðkomandi t.d. á háannatíma eða vegna annarra aðstæðna. „Tollgæslu ber að beita þessari heimild sinni til leitar af varúð og upplýsa viðkomandi um að leit hafi farið fram ef hann hefur ekki verið viðstaddur leitina. Ein leið til þess er að setja kvittun í farangur þar sem fram kemur að leit hafi farið fram og að lagaheimild sé fyrir leitinni,“ segir enn fremur í skýringunum. Munu geta valið röntgenmynd frekar en líkamsleit Í frumvarpinu er einnig lagt til að heimilt verði að nota „lágskammta röntgenskanna við líkamsleit, að fengnu samþykki viðkomandi. Ekki er um að ræða skanna sem teknir hafa verið í notkun á sumum flugvöllum og sýna útlínur líkamans og það sem leynist undir fatnaði, heldur tæki sem tekur einfaldar röntgenmyndir af beinagrind og innri rýmum líkamans. „Um er að ræða tæki sem verður staðsett í sérstöku stjórnherbergi á Keflavíkurflugvelli þar sem farþegi gengur í gegnum hlið með röntgengeislun. Áætluð geislun sem farþegi yrði fyrir við gegnumlýsingu er 0,25 micro Sivert. Aðeins búkur yrði skannaður,“ segir í skýringum. Tækið yrði notað til að framkvæma „nákvæma leit“, sem hingað til hefur falið það í sér að farþeginn hefur þurft að afklæðast. „Með framangreindri tillögu er ætlunin að heimila nýja eftirlitsaðferð með notkun búnaðar við nákvæma leit sem ætla má að feli í sér minna inngrip í persónufrelsi einstaklinga. Með samþykki er átt við að notkun röntgenskannans byggist á frjálsri þátttöku farþegans. Farþegi getur ávallt neitað að fara í röntgenskannan og í kjölfarið myndi hefðbundið tolleftirlit halda áfram eins og þurfa þykir.“
Persónuvernd Keflavíkurflugvöllur Tollgæslan Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjá meira