„Ég held að þetta sé það besta sem gat komið fyrir“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2024 15:17 Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Valsmanna, er á heimavelli í kvöld en leikurinn fer samt ekki fram í Reykjavík. Vísir/Anton Brink Óskar Bjarni Óskarsson stýrir Valsmönnum á heimavelli í kvöld en leikurinn fer þó ekki fram á Hlíðarenda heldur í Hafnarfirði. Valsmenn mæta Porto í Evrópudeildinni í kvöld en leikurinn fer fram í Kaplakrika þar sem FH-ingar mæta síðan þýska liðinu Gummersbach strax á eftir. Liðin sameinuðust um að búa til Evróputvennu. „Ég held að þetta sé það besta sem gat komið fyrir. 95 ára afmæli hjá FH og frábært hjá þessum tveimur stórum klúbbum að sameinast um þetta,“ sagði Óskar Bjarni í viðtali við Val Pál Eiríksson. „Fyrir handboltasamfélagið og íslenskt íþróttalíf að geta mætt og fengið tvo alvöru leiki. Þetta er ekki bara handbolti heldur er þetta að verða alvöru viðburður. Alvöru veisla. Það eru skemmtiatriði, alvöru VIP og það er greining á andstæðingunum,“ sagði Óskar. „Svo fáum við Íslendingana. Þorstein Leó (Gunnarsson, Porto) og Elliða (Viðarsson, Gummersbach). Teitur (Örn Einarsson, Gummersbach) er því miður ekki ekki með. Svo er Guðjón Valur [Sigurðsson, þjálfari Gummerbach] einn okkar dáðasti íþróttamaður. Hann stefnir í að vera einn af okkar betri þjálfurum og hann er frábær þjálfari,“ sagði Óskar. „Við Valsmenn erum stoltir að fá að mæta Þorsteini Leó því mér finnst hann vera búinn að spila vel í Porto. Hann er með góðan þjálfara og portúgalskur handbolti er frábær. Við erum mjög spenntir,“ sagði Óskar Hann fór yfir mótherja kvöldsins sem eru meðal annars með stóra og þunga línumenn auk þess að vera duglegir að spila sjö á móti sex. „Þetta eru góðir handboltamenn sem er mjög gaman að horfa á. Svo færðu Gummersbach og FH á eftir. Þetta er fyrir alla sem hafa áhuga á íþróttum það skemmtilegasta sem þú færð,“ sagði Óskar. Það má horfa á allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Leikur Vals og Porto hefst klukkan 18.15 en klukkan 20.30 byrjar síðan leikur FH og Gummersbach. Klippa: Viðtal við Óskar Bjarna fyrir heimaleik á móti Porto Valur Evrópudeild karla í handbolta FH Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Sjá meira
Valsmenn mæta Porto í Evrópudeildinni í kvöld en leikurinn fer fram í Kaplakrika þar sem FH-ingar mæta síðan þýska liðinu Gummersbach strax á eftir. Liðin sameinuðust um að búa til Evróputvennu. „Ég held að þetta sé það besta sem gat komið fyrir. 95 ára afmæli hjá FH og frábært hjá þessum tveimur stórum klúbbum að sameinast um þetta,“ sagði Óskar Bjarni í viðtali við Val Pál Eiríksson. „Fyrir handboltasamfélagið og íslenskt íþróttalíf að geta mætt og fengið tvo alvöru leiki. Þetta er ekki bara handbolti heldur er þetta að verða alvöru viðburður. Alvöru veisla. Það eru skemmtiatriði, alvöru VIP og það er greining á andstæðingunum,“ sagði Óskar. „Svo fáum við Íslendingana. Þorstein Leó (Gunnarsson, Porto) og Elliða (Viðarsson, Gummersbach). Teitur (Örn Einarsson, Gummersbach) er því miður ekki ekki með. Svo er Guðjón Valur [Sigurðsson, þjálfari Gummerbach] einn okkar dáðasti íþróttamaður. Hann stefnir í að vera einn af okkar betri þjálfurum og hann er frábær þjálfari,“ sagði Óskar. „Við Valsmenn erum stoltir að fá að mæta Þorsteini Leó því mér finnst hann vera búinn að spila vel í Porto. Hann er með góðan þjálfara og portúgalskur handbolti er frábær. Við erum mjög spenntir,“ sagði Óskar Hann fór yfir mótherja kvöldsins sem eru meðal annars með stóra og þunga línumenn auk þess að vera duglegir að spila sjö á móti sex. „Þetta eru góðir handboltamenn sem er mjög gaman að horfa á. Svo færðu Gummersbach og FH á eftir. Þetta er fyrir alla sem hafa áhuga á íþróttum það skemmtilegasta sem þú færð,“ sagði Óskar. Það má horfa á allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Leikur Vals og Porto hefst klukkan 18.15 en klukkan 20.30 byrjar síðan leikur FH og Gummersbach. Klippa: Viðtal við Óskar Bjarna fyrir heimaleik á móti Porto
Valur Evrópudeild karla í handbolta FH Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Sjá meira