„Ég held að þetta sé það besta sem gat komið fyrir“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2024 15:17 Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Valsmanna, er á heimavelli í kvöld en leikurinn fer samt ekki fram í Reykjavík. Vísir/Anton Brink Óskar Bjarni Óskarsson stýrir Valsmönnum á heimavelli í kvöld en leikurinn fer þó ekki fram á Hlíðarenda heldur í Hafnarfirði. Valsmenn mæta Porto í Evrópudeildinni í kvöld en leikurinn fer fram í Kaplakrika þar sem FH-ingar mæta síðan þýska liðinu Gummersbach strax á eftir. Liðin sameinuðust um að búa til Evróputvennu. „Ég held að þetta sé það besta sem gat komið fyrir. 95 ára afmæli hjá FH og frábært hjá þessum tveimur stórum klúbbum að sameinast um þetta,“ sagði Óskar Bjarni í viðtali við Val Pál Eiríksson. „Fyrir handboltasamfélagið og íslenskt íþróttalíf að geta mætt og fengið tvo alvöru leiki. Þetta er ekki bara handbolti heldur er þetta að verða alvöru viðburður. Alvöru veisla. Það eru skemmtiatriði, alvöru VIP og það er greining á andstæðingunum,“ sagði Óskar. „Svo fáum við Íslendingana. Þorstein Leó (Gunnarsson, Porto) og Elliða (Viðarsson, Gummersbach). Teitur (Örn Einarsson, Gummersbach) er því miður ekki ekki með. Svo er Guðjón Valur [Sigurðsson, þjálfari Gummerbach] einn okkar dáðasti íþróttamaður. Hann stefnir í að vera einn af okkar betri þjálfurum og hann er frábær þjálfari,“ sagði Óskar. „Við Valsmenn erum stoltir að fá að mæta Þorsteini Leó því mér finnst hann vera búinn að spila vel í Porto. Hann er með góðan þjálfara og portúgalskur handbolti er frábær. Við erum mjög spenntir,“ sagði Óskar Hann fór yfir mótherja kvöldsins sem eru meðal annars með stóra og þunga línumenn auk þess að vera duglegir að spila sjö á móti sex. „Þetta eru góðir handboltamenn sem er mjög gaman að horfa á. Svo færðu Gummersbach og FH á eftir. Þetta er fyrir alla sem hafa áhuga á íþróttum það skemmtilegasta sem þú færð,“ sagði Óskar. Það má horfa á allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Leikur Vals og Porto hefst klukkan 18.15 en klukkan 20.30 byrjar síðan leikur FH og Gummersbach. Klippa: Viðtal við Óskar Bjarna fyrir heimaleik á móti Porto Valur Evrópudeild karla í handbolta FH Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Körfubolti Fleiri fréttir Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Sjá meira
Valsmenn mæta Porto í Evrópudeildinni í kvöld en leikurinn fer fram í Kaplakrika þar sem FH-ingar mæta síðan þýska liðinu Gummersbach strax á eftir. Liðin sameinuðust um að búa til Evróputvennu. „Ég held að þetta sé það besta sem gat komið fyrir. 95 ára afmæli hjá FH og frábært hjá þessum tveimur stórum klúbbum að sameinast um þetta,“ sagði Óskar Bjarni í viðtali við Val Pál Eiríksson. „Fyrir handboltasamfélagið og íslenskt íþróttalíf að geta mætt og fengið tvo alvöru leiki. Þetta er ekki bara handbolti heldur er þetta að verða alvöru viðburður. Alvöru veisla. Það eru skemmtiatriði, alvöru VIP og það er greining á andstæðingunum,“ sagði Óskar. „Svo fáum við Íslendingana. Þorstein Leó (Gunnarsson, Porto) og Elliða (Viðarsson, Gummersbach). Teitur (Örn Einarsson, Gummersbach) er því miður ekki ekki með. Svo er Guðjón Valur [Sigurðsson, þjálfari Gummerbach] einn okkar dáðasti íþróttamaður. Hann stefnir í að vera einn af okkar betri þjálfurum og hann er frábær þjálfari,“ sagði Óskar. „Við Valsmenn erum stoltir að fá að mæta Þorsteini Leó því mér finnst hann vera búinn að spila vel í Porto. Hann er með góðan þjálfara og portúgalskur handbolti er frábær. Við erum mjög spenntir,“ sagði Óskar Hann fór yfir mótherja kvöldsins sem eru meðal annars með stóra og þunga línumenn auk þess að vera duglegir að spila sjö á móti sex. „Þetta eru góðir handboltamenn sem er mjög gaman að horfa á. Svo færðu Gummersbach og FH á eftir. Þetta er fyrir alla sem hafa áhuga á íþróttum það skemmtilegasta sem þú færð,“ sagði Óskar. Það má horfa á allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Leikur Vals og Porto hefst klukkan 18.15 en klukkan 20.30 byrjar síðan leikur FH og Gummersbach. Klippa: Viðtal við Óskar Bjarna fyrir heimaleik á móti Porto
Valur Evrópudeild karla í handbolta FH Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Körfubolti Fleiri fréttir Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Sjá meira