Urðað yfir norska liðið: „Þetta var sjokkerandi lélegt“ Sindri Sverrisson skrifar 13. október 2024 23:02 Erling Haaland og félagar í norska landsliðinu virðast alls ekki vera að nálgast sitt fyrsta stórmót á ferlinum. Getty/Christian Bruna Sérfræðingar og sömuleiðis leikmenn norska landsliðsins spöruðu ekki stóru orðin varðandi frammistöðuna gegn Austurríki í kvöld, í 5-1 tapi Noregs í Þjóðadeildinni í fótbolta. Þrátt fyrir að hafa á að skipa stórstjörnum í fótbolta á borð við Erling Haaland og Martin Ödegaard, sem reyndar er núna meiddur, þá hafa Norðmenn ítrekað valdið vonbrigðum síðustu ár og raunar ekki komist á stórmót síðan árið 2000. Þá leika þeir í B-deild Þjóðadeildarinnar, eða sömu deild og Íslendingar, og eru eftir tapið í kvöld í harðri baráttu í sínum riðli þar, og gætu bæði fallið og farið upp um deild. „Einn versti landsleikur í ár og daga. Austurríki er að taka Noreg í bakaríið,“ sagði Jesper Mathisen, sérfræðingur TV 2, eftir að Austurríki komst í 5-1 á 70. mínútu. „Algjört hrun hjá Noregi. Þetta er pínlegt,“ sagði Kristoffer Lökberg, sérfræðingur NRK. „Þetta kallar á falleinkunn á alla mögulega kanta. Þessi seinni hálfleikur er hörmung. Ég velti því fyrir mér hvað Ståle Solbakken og leikmann hans séu að hugsa þarna núna,“ sagði Mathisen. Lökberg gaf mörgum tvist og þrist í einkunn fyrir frammistöðu sína í kvöld, en hæstu einkunnina fengu framherjinn Alexander Sörloth, sem skoraði mark Noregs, og markvörðurinn Örjan Håskjold Nyland, sem fengu sex í einkunn. Erling Haaland, Sander Berge og Kristoffer Ajer fengu fimm. Berge, sem er leikmaður Fulham, var hreinskilinn varðandi frammistöðu norska liðsins. „Þetta var pínlegt og til skammar í seinni hálfleik. Við misstum alla stjórn. Það er skelfilegt hvernig við féllum saman,“ sagði Berge í viðtali við TV 2 eftir leik. „Þetta var sjokkerandi lélegt,“ bætti hann við. Carl-Erik Torp, sérfræðingur NRK, segir norska liðið hafa fallið aftur í sama gamla farið, eftir sigurinn gegn Slóveníu á fimmtudaginn. „Það hefði gert mann brjálaðan ef þeir reyndu að útskýra þetta með einhverjum hætti. Það er ekki hægt að útskýra þetta,“ sagði Torp um ummæli Berge. Þjálfarinn Ståle Solbakken tók á sig sökina: „Ef það er einhver sem á að taka þetta tap á sig þá er það ég,“ sagði Solbakken sem var hundóánægður með dómgæsluna í leiknum og kvartaði undan vítinu sem Austurríki fékk í upphafi seinni hálfleiks, og því að ekki skyldi dæmd aukaspyrna á Austurríki í aðdraganda þess að liðið komst í 3-1. Þjóðadeild karla í fótbolta Norski boltinn Mest lesið Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa á að skipa stórstjörnum í fótbolta á borð við Erling Haaland og Martin Ödegaard, sem reyndar er núna meiddur, þá hafa Norðmenn ítrekað valdið vonbrigðum síðustu ár og raunar ekki komist á stórmót síðan árið 2000. Þá leika þeir í B-deild Þjóðadeildarinnar, eða sömu deild og Íslendingar, og eru eftir tapið í kvöld í harðri baráttu í sínum riðli þar, og gætu bæði fallið og farið upp um deild. „Einn versti landsleikur í ár og daga. Austurríki er að taka Noreg í bakaríið,“ sagði Jesper Mathisen, sérfræðingur TV 2, eftir að Austurríki komst í 5-1 á 70. mínútu. „Algjört hrun hjá Noregi. Þetta er pínlegt,“ sagði Kristoffer Lökberg, sérfræðingur NRK. „Þetta kallar á falleinkunn á alla mögulega kanta. Þessi seinni hálfleikur er hörmung. Ég velti því fyrir mér hvað Ståle Solbakken og leikmann hans séu að hugsa þarna núna,“ sagði Mathisen. Lökberg gaf mörgum tvist og þrist í einkunn fyrir frammistöðu sína í kvöld, en hæstu einkunnina fengu framherjinn Alexander Sörloth, sem skoraði mark Noregs, og markvörðurinn Örjan Håskjold Nyland, sem fengu sex í einkunn. Erling Haaland, Sander Berge og Kristoffer Ajer fengu fimm. Berge, sem er leikmaður Fulham, var hreinskilinn varðandi frammistöðu norska liðsins. „Þetta var pínlegt og til skammar í seinni hálfleik. Við misstum alla stjórn. Það er skelfilegt hvernig við féllum saman,“ sagði Berge í viðtali við TV 2 eftir leik. „Þetta var sjokkerandi lélegt,“ bætti hann við. Carl-Erik Torp, sérfræðingur NRK, segir norska liðið hafa fallið aftur í sama gamla farið, eftir sigurinn gegn Slóveníu á fimmtudaginn. „Það hefði gert mann brjálaðan ef þeir reyndu að útskýra þetta með einhverjum hætti. Það er ekki hægt að útskýra þetta,“ sagði Torp um ummæli Berge. Þjálfarinn Ståle Solbakken tók á sig sökina: „Ef það er einhver sem á að taka þetta tap á sig þá er það ég,“ sagði Solbakken sem var hundóánægður með dómgæsluna í leiknum og kvartaði undan vítinu sem Austurríki fékk í upphafi seinni hálfleiks, og því að ekki skyldi dæmd aukaspyrna á Austurríki í aðdraganda þess að liðið komst í 3-1.
Þjóðadeild karla í fótbolta Norski boltinn Mest lesið Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn