Eiður var óviss um Andra: „Hann var lítill og feitlaginn strákur“ Sindri Sverrisson skrifar 14. október 2024 07:02 Andri Lucas Guðjohnsen er ekki lengur lítill og alls ekki feitlaginn. Hann var í byrjunarliði Íslands gegn Wales á föstudaginn og spilar væntanlega gegn Tyrkjum í kvöld. vísir/Anton Eiður Smári Guðjohnsen segir að sonur sinn, Andri Lucas, sé hreinræktaður framherji sem eigi bjarta framtíð fyrir höndum og sé föðurbetrungur á ákveðnum sviðum. Hann hafi þó ekki verið alveg viss í byrjun um að það yrði atvinnumaður í fótbolta úr honum. Eiður var í stúkunni á sínum gamla heimavelli Stamford Bridge í byrjun mánaðarins þegar hann fylgdist með Andra spila með Gent gegn Chelsea í Sambandsdeild Evrópu. Andri lagði upp annað marka Gent í 4-2 tapi. Andri er einn þriggja sona Eiðs sem allir hafa orðið atvinnumenn í fótbolta. Hann blómstraði með Lyngby og raðaði inn mörkum í dönsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, er nú mættur til Gent og hefur verið að festa sig í sessi í íslenska landsliðinu sem mætir Tyrklandi í kvöld. Andri er fæddur árið 2002 og man því ekki eftir árunum í London þegar pabbi hans fór á kostum með Chelsea og fagnaði meðal annars tveimur Englandsmeistaratitlum, áður en Barcelona keypti hann árið 2006 Chelsea great Eidur Gudjohnsen backing 'complete striker' son for Blues move after audition | @MullockSMirror https://t.co/JYbhqLuHzP pic.twitter.com/uMwhFZ9LR9— Mirror Football (@MirrorFootball) October 12, 2024 „Ég gat ekki séð fyrir mér hvernig Andri yrði að leikmanni þegar hann var krakki. Ég er ekki með einhverja neikvæðni en hann var lítill og feitlaginn strákur sem labbaði um með bolta undir handleggnum. Það var svo bara þegar hann var orðinn sjö eða átta ára sem ég sá að hann gæti orðið atvinnumaður. Hann tók stór skref í akademíunni hjá Espanyol eftir að ég færði mig yfir til Barcelona,“ segir Eiður Smári í grein sem birtist í enska miðlinum Mirror um helgina. Andri Lucas Guðjohnsen með skalla gegn Wales á föstudagskvöld. Eiður pabbi hans segir Andra betri skallamann en hann hafi sjálfur verið.vísir/Anton Eiður er ekki í vafa um að Andri geti náð enn lengra á sínum ferli og Mirror segir að Eiður vonist til þess að sjá strákinn jafnvel í Chelsea-búningi í framtíðinni: „Andri hefur getuna til að vera hreinræktaður framherji. Ég leit aldrei þannig á sjálfan mig því ég þurfti alltaf mann fyrir framan mig. Andri þarf þess ekki. Hann er algjör framherji og treystir á aðstoð frá miðjumönnum og kantmönnum. Andri er sterkur í loftinu – miklu betri en pabbi sinn. Hann er leikinn, þökk sé árunum í akademíu á Spáni, og hann les leikinn vel. Hann er með þetta allt saman. Ég sé hann bara fara í eina átt og það er upp á við. Þetta segi ég ekki sem pabbi hans heldur sem sérfræðingur. Ég sé alveg að hann hefur allt sem þarf til að vaxa, komast á hærra stig og taka fleiri skref á ferlinum,“ segir Eiður og bendir á að Andri sé í raun rétt að byrja. „Ekki gleyma því að þetta er aðeins annað árið hans í fullorðinsbolta. Hann átti erfiðan tíma í Svíþjóð [hjá Norrköping] því einhverra hluta vegna var þjálfarinn ekki mikið að nýta hann. Hjá næsta félagi hans, Lyngby, vissu þeir eftir þrjár æfingar að þessi strákur yrði fullkominn framherji fyrir þá. Og núna er hann kominn til Gent í Belgíu.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjá meira
Eiður var í stúkunni á sínum gamla heimavelli Stamford Bridge í byrjun mánaðarins þegar hann fylgdist með Andra spila með Gent gegn Chelsea í Sambandsdeild Evrópu. Andri lagði upp annað marka Gent í 4-2 tapi. Andri er einn þriggja sona Eiðs sem allir hafa orðið atvinnumenn í fótbolta. Hann blómstraði með Lyngby og raðaði inn mörkum í dönsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, er nú mættur til Gent og hefur verið að festa sig í sessi í íslenska landsliðinu sem mætir Tyrklandi í kvöld. Andri er fæddur árið 2002 og man því ekki eftir árunum í London þegar pabbi hans fór á kostum með Chelsea og fagnaði meðal annars tveimur Englandsmeistaratitlum, áður en Barcelona keypti hann árið 2006 Chelsea great Eidur Gudjohnsen backing 'complete striker' son for Blues move after audition | @MullockSMirror https://t.co/JYbhqLuHzP pic.twitter.com/uMwhFZ9LR9— Mirror Football (@MirrorFootball) October 12, 2024 „Ég gat ekki séð fyrir mér hvernig Andri yrði að leikmanni þegar hann var krakki. Ég er ekki með einhverja neikvæðni en hann var lítill og feitlaginn strákur sem labbaði um með bolta undir handleggnum. Það var svo bara þegar hann var orðinn sjö eða átta ára sem ég sá að hann gæti orðið atvinnumaður. Hann tók stór skref í akademíunni hjá Espanyol eftir að ég færði mig yfir til Barcelona,“ segir Eiður Smári í grein sem birtist í enska miðlinum Mirror um helgina. Andri Lucas Guðjohnsen með skalla gegn Wales á föstudagskvöld. Eiður pabbi hans segir Andra betri skallamann en hann hafi sjálfur verið.vísir/Anton Eiður er ekki í vafa um að Andri geti náð enn lengra á sínum ferli og Mirror segir að Eiður vonist til þess að sjá strákinn jafnvel í Chelsea-búningi í framtíðinni: „Andri hefur getuna til að vera hreinræktaður framherji. Ég leit aldrei þannig á sjálfan mig því ég þurfti alltaf mann fyrir framan mig. Andri þarf þess ekki. Hann er algjör framherji og treystir á aðstoð frá miðjumönnum og kantmönnum. Andri er sterkur í loftinu – miklu betri en pabbi sinn. Hann er leikinn, þökk sé árunum í akademíu á Spáni, og hann les leikinn vel. Hann er með þetta allt saman. Ég sé hann bara fara í eina átt og það er upp á við. Þetta segi ég ekki sem pabbi hans heldur sem sérfræðingur. Ég sé alveg að hann hefur allt sem þarf til að vaxa, komast á hærra stig og taka fleiri skref á ferlinum,“ segir Eiður og bendir á að Andri sé í raun rétt að byrja. „Ekki gleyma því að þetta er aðeins annað árið hans í fullorðinsbolta. Hann átti erfiðan tíma í Svíþjóð [hjá Norrköping] því einhverra hluta vegna var þjálfarinn ekki mikið að nýta hann. Hjá næsta félagi hans, Lyngby, vissu þeir eftir þrjár æfingar að þessi strákur yrði fullkominn framherji fyrir þá. Og núna er hann kominn til Gent í Belgíu.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjá meira