Safnast í kvikuhólfið en ómögulegt að segja hvenær gýs Tómas Arnar Þorláksson skrifar 11. október 2024 23:51 Frá skyndilegum þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/Vilhelm „Ég les nú í þetta að ef við notum líkingu frá jarðeldunum á Reykjanesi að þá er augljóst, og það má öllum vera augljóst, að það er að safnast meira og meira fyrir í kvikuhólfið en hins vegar hvenær gýs, er ómögulegt að segja. Það er hratt landris sem mun enda með gosi.“ Þetta sagði Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, í samtali við fréttastofu í kvöld um stöðu ríkisstjórnarinnar í ljósi skyndilegs þingflokksfund Sjálfstæðisflokksins sem fór fram í dag. Á fundinum var lagt mat á stöðu stjórnarsamstarfið og stöðu Sjálfstæðisflokksins en formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa sagt stöðu ríkisstjórnarinnar strembna. Engin niðurstaða var á fundinum og engin ákvörðun tekin en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ítrekaði að fundi loknum að ekki hafi verið lögð fram nein tillaga um stjórnarslit. Senda skýr skilaboð til VG „Þessi atburðarás, að vera með svona fund skyndilega, er frekar óvenjuleg. Það er hins vegar of snemmt að afskrifa ríkisstjórnina. Það sem Bjarni er í raun að gera með þessum fundi er í fyrsta lagi að þá vill hann að það séu opinskáar umræður í þingflokknum. Það er vitað að nokkrir þingmenn vilja slíta strax ef að Bjarni vill ekki slíta strax þá er mikilvægt fyrir hann að koma því með skýrum hætti til skila og mér heyrðist nú á fréttinni hérna áðan að það er Bjarni einn sem ræður framhaldinu,“ sagði Ólafur. Hann tók jafnframt fram að það væri augljóst að með þessu væri Sjálfstæðisflokkurinn að senda skýr skilaboð til Vinstri Grænna. „Hávaðinn hefur verið meiri hjá Vinstri grænum og síðan hjá hinni svokölluðu órólegu deild í Sjálfstæðisflokknum. Bjarni er að setja niður fótinn og segja við munum ekki gera hvað sem er. Það er á margan hátt önugt að kjósa núna í nóvember. Ég held að það sé mikil freisting fyrir alla stjórnarflokkanna að ef þeir geta haldið haus að kjósa ekki fyrr en eftir áramótin, en það getur samt allt gerst.“ Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/Vilhelm Ekki viss að Bjarni vilji bæta óheppilegt met Ólafur telur ómögulegt að segja hvernig framhaldið verður. Hann undirstrikar að Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei haft frumkvæði að því að slíta ríkisstjórn. „Ég er ekki viss um að Bjarni vilji gera þetta í fyrsta skipti af hálfu flokksins. Ég er heldur ekki viss um að Bjarni vilji bæta það met sem hann á sjálfur í skammlífustu ríkisstjórn Íslandssögunnar árið 2017. Það er ýmislegt sem mælir með því að menn reyni að hafa sig í gegnum þetta.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Sjá meira
Þetta sagði Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, í samtali við fréttastofu í kvöld um stöðu ríkisstjórnarinnar í ljósi skyndilegs þingflokksfund Sjálfstæðisflokksins sem fór fram í dag. Á fundinum var lagt mat á stöðu stjórnarsamstarfið og stöðu Sjálfstæðisflokksins en formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa sagt stöðu ríkisstjórnarinnar strembna. Engin niðurstaða var á fundinum og engin ákvörðun tekin en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ítrekaði að fundi loknum að ekki hafi verið lögð fram nein tillaga um stjórnarslit. Senda skýr skilaboð til VG „Þessi atburðarás, að vera með svona fund skyndilega, er frekar óvenjuleg. Það er hins vegar of snemmt að afskrifa ríkisstjórnina. Það sem Bjarni er í raun að gera með þessum fundi er í fyrsta lagi að þá vill hann að það séu opinskáar umræður í þingflokknum. Það er vitað að nokkrir þingmenn vilja slíta strax ef að Bjarni vill ekki slíta strax þá er mikilvægt fyrir hann að koma því með skýrum hætti til skila og mér heyrðist nú á fréttinni hérna áðan að það er Bjarni einn sem ræður framhaldinu,“ sagði Ólafur. Hann tók jafnframt fram að það væri augljóst að með þessu væri Sjálfstæðisflokkurinn að senda skýr skilaboð til Vinstri Grænna. „Hávaðinn hefur verið meiri hjá Vinstri grænum og síðan hjá hinni svokölluðu órólegu deild í Sjálfstæðisflokknum. Bjarni er að setja niður fótinn og segja við munum ekki gera hvað sem er. Það er á margan hátt önugt að kjósa núna í nóvember. Ég held að það sé mikil freisting fyrir alla stjórnarflokkanna að ef þeir geta haldið haus að kjósa ekki fyrr en eftir áramótin, en það getur samt allt gerst.“ Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/Vilhelm Ekki viss að Bjarni vilji bæta óheppilegt met Ólafur telur ómögulegt að segja hvernig framhaldið verður. Hann undirstrikar að Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei haft frumkvæði að því að slíta ríkisstjórn. „Ég er ekki viss um að Bjarni vilji gera þetta í fyrsta skipti af hálfu flokksins. Ég er heldur ekki viss um að Bjarni vilji bæta það met sem hann á sjálfur í skammlífustu ríkisstjórn Íslandssögunnar árið 2017. Það er ýmislegt sem mælir með því að menn reyni að hafa sig í gegnum þetta.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Sjá meira