Bellamy skammaði blaðamenn eftir leik Smári Jökull Jónsson skrifar 12. október 2024 09:01 Craig Bellamy var líflegur á hliðarlínunni á Laugardalsvelli í gær. Vísir/Anton Brink Craig Bellamy þjálfari landsliðs Wales var ekki alls kostar sáttur með þá bresku blaðamenn sem mættir voru á blaðamannfund eftir jafntefli Íslands og Wales í gær. Bellamy hrósaði íslenska liðinu í hástert á fundinum. Craig Bellamy þjálfari Wales var auðmjúkur í sjónvarpsviðtali eftir jafntefli Íslands og Wales á Laugardalsvelli í gær. Á blaðamannafundi strax í kjölfarið sendi hann hins vegar breskum blaðamönnum á fundinum væna pillu þegar þeir spurðu hann út í leikinn. „Ég er mjög ánægður og hafði gaman af leiknum,“ sagði Bellamy þegar hann var spurður út í leikinn. Hann skaut síðan á blaðamennina sem mættir voru bæði frá Wales og Englandi. „Mig langaði mikið að fá þessar spurningar um íslenska liðið í gær. Því mig langaði að segja ykkur hversu góðir mér finnst þeir vera. Ég hef horft á þá nokkuð oft og þess vegna var ég svekktur með spurningarnar í gær, ég hefði þurft að láta ykkur vita á móti hvaða liði við værum að fara að spila. Því þeir eru góðir og það er ástæða fyrir því að þeir hafa komist á tvö stórmót og misstu rétt af því þriðja.“ Síðar á fundinum fór Bellamy síðan yfir pressu íslenska liðsins og endaði á að segja við blaðamennina að hann hefði viljað gefa þeim þessar upplýsingar í gær, augljóslega ögn pirraður á stöðu mála. Á blaðamannafundi fyrir leikinn á fimmtudag virtist Bellamy pirraður yfir því að bresku blaðamennirnir spurðu ekkert út í íslenska liðið og kallaði þá slúðurmiðla. Hrósaði Íslandi í hástert og sagði elska Jóhann Berg Á fundinum sagði Bellamy að hann væri mikill aðdáandi íslenska liðsins og þeim árangri sem Ísland hefur náð. Hann sagði þjálfarann Åge Hareide vera með DNA-ið sem þarf fyrir liðið og sagði árangur hans á ferlinum tala sínu máli. „Þið eruð með góða leikmenn á leiðinni. Þið eruð 350 þúsund íbúar, hvernig þið búið til svona marga leikmenn?“ spurði Bellamy. „Við vitum að skandinavískir leikmenn eru miklir íþróttamenn en hvernig þið hafið byggt upp innviði hefur gert ykkur kleift að bæta ykkur. Að komast á stórmót var fyrsta stóra skrefið og svo fóruð þið aftur 2018. Þið eruð alltaf þarna, þegar ég horfi á leiki þá hugsa ég að þið tapið ekki oft.“ „Þið eruð búin að fá aðdáun fólks, eflaust vegna stærðarinnar. Það er litið á okkur sem litla þjóð en við gerum það ekki sjálfir. Að þið getið gert þetta með svona fáa íbúa, mér finnst þið ekki fá nægt hrós.“ Bellamy var aðstoðarþjálfari Burnley í tvö ár þegar Jóhann Berg Guðmundsson var leikmaður liðsins. Jóhann Berg talaði afar vel um Bellamy á blaðamannafundi Íslands á fimmtudag og ljóst að sambandið á milli þeirra er gott. „Ég elska Jóa. Jafnvel þegar hann var að væla. Hann er góð manneskja og ég fíla húmorinn hans. Ég var heppinn því ég lék með Aroni [Einari Gunnarssyni] líka, ég elskaði hann líka. Þeir sem ég hef spilað með frá Íslandi hafa haft áhrif á mig. Jói er harður, hann talaði eithvað um seinni hálfleikinn og hvernig þeir breyttu leiknum. Vonandi sé ég hann í Cardiff eftir mánuð. Hvað sem hann segir þá næ ég alltaf að svara fyrir mig.“ Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira
Craig Bellamy þjálfari Wales var auðmjúkur í sjónvarpsviðtali eftir jafntefli Íslands og Wales á Laugardalsvelli í gær. Á blaðamannafundi strax í kjölfarið sendi hann hins vegar breskum blaðamönnum á fundinum væna pillu þegar þeir spurðu hann út í leikinn. „Ég er mjög ánægður og hafði gaman af leiknum,“ sagði Bellamy þegar hann var spurður út í leikinn. Hann skaut síðan á blaðamennina sem mættir voru bæði frá Wales og Englandi. „Mig langaði mikið að fá þessar spurningar um íslenska liðið í gær. Því mig langaði að segja ykkur hversu góðir mér finnst þeir vera. Ég hef horft á þá nokkuð oft og þess vegna var ég svekktur með spurningarnar í gær, ég hefði þurft að láta ykkur vita á móti hvaða liði við værum að fara að spila. Því þeir eru góðir og það er ástæða fyrir því að þeir hafa komist á tvö stórmót og misstu rétt af því þriðja.“ Síðar á fundinum fór Bellamy síðan yfir pressu íslenska liðsins og endaði á að segja við blaðamennina að hann hefði viljað gefa þeim þessar upplýsingar í gær, augljóslega ögn pirraður á stöðu mála. Á blaðamannafundi fyrir leikinn á fimmtudag virtist Bellamy pirraður yfir því að bresku blaðamennirnir spurðu ekkert út í íslenska liðið og kallaði þá slúðurmiðla. Hrósaði Íslandi í hástert og sagði elska Jóhann Berg Á fundinum sagði Bellamy að hann væri mikill aðdáandi íslenska liðsins og þeim árangri sem Ísland hefur náð. Hann sagði þjálfarann Åge Hareide vera með DNA-ið sem þarf fyrir liðið og sagði árangur hans á ferlinum tala sínu máli. „Þið eruð með góða leikmenn á leiðinni. Þið eruð 350 þúsund íbúar, hvernig þið búið til svona marga leikmenn?“ spurði Bellamy. „Við vitum að skandinavískir leikmenn eru miklir íþróttamenn en hvernig þið hafið byggt upp innviði hefur gert ykkur kleift að bæta ykkur. Að komast á stórmót var fyrsta stóra skrefið og svo fóruð þið aftur 2018. Þið eruð alltaf þarna, þegar ég horfi á leiki þá hugsa ég að þið tapið ekki oft.“ „Þið eruð búin að fá aðdáun fólks, eflaust vegna stærðarinnar. Það er litið á okkur sem litla þjóð en við gerum það ekki sjálfir. Að þið getið gert þetta með svona fáa íbúa, mér finnst þið ekki fá nægt hrós.“ Bellamy var aðstoðarþjálfari Burnley í tvö ár þegar Jóhann Berg Guðmundsson var leikmaður liðsins. Jóhann Berg talaði afar vel um Bellamy á blaðamannafundi Íslands á fimmtudag og ljóst að sambandið á milli þeirra er gott. „Ég elska Jóa. Jafnvel þegar hann var að væla. Hann er góð manneskja og ég fíla húmorinn hans. Ég var heppinn því ég lék með Aroni [Einari Gunnarssyni] líka, ég elskaði hann líka. Þeir sem ég hef spilað með frá Íslandi hafa haft áhrif á mig. Jói er harður, hann talaði eithvað um seinni hálfleikinn og hvernig þeir breyttu leiknum. Vonandi sé ég hann í Cardiff eftir mánuð. Hvað sem hann segir þá næ ég alltaf að svara fyrir mig.“
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn