„Vonandi getum við nýtt okkur mína kunnáttu“ Aron Guðmundsson skrifar 11. október 2024 08:02 Jóhann Berg í baráttunni gegn Svartfellingum í Þjóðadeildinni í síðasta landsleikjaglugga Vísir/Hulda Margrét „Hann er frábær þjálfari sem veit nákvæmlega hvernig hann vill spila fótbolta," segir Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sem þekkir vel til þjálfara Wales sem Ísland mætir í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hann vonast til að fólk fjölmenni á leik kvöldsins og að Laugardalsvöllur verði aftur að því vígi sem hann var á sínum tíma. Jóhann Berg þekkir til Craig Bellamy, núverandi landsliðsþjálfara Wales, frá fyrri tíð en sá var aðstoðarþjálfari Burnley á árunum 2022 til 2024 á þeim tíma sem Jóhann var leikmaður félagsins. Bellamy tók við velska landsliðinu í sumar og hefur stýrt því fyrstu tveimur leikjum liðsins í B-deild Þjóðadeildar UEFA. Bellamy á að baki ansi áhugaverðan feril sem leikmaður. Feril sem teygir sig til félagsliða á borð við Manchester City, Liverpool og Newcastle United. Sem leikmaður lét hann ekki vaða yfir sig, var óhræddur við að láta menn heyra það. Algjör harðhaus. Eitthvað sem einkenndi hann líka sem þjálfari að sögn Jóhanns Bergs. „Já hann gat alveg verið það en líka auðmjúkur. Frábær þjálfari sem veit nákvæmlega hvernig hann vill spila fótbolta. Ég átti tvö mjög góð ár með honum þó svo að seinna árið hafi verið töluvert erfiðara en það fyrra. Við áttum fullt af góðum stundum saman. Ég get ekkert annað en jákvæða hluti sagt um Craig Bellamy. Hann hefur bara haft tvo leiki og nokkrar æfingar. Það er erfitt að koma sínum stíl á framfæri á svona stuttum tíma. Það eru þó ákveðnir hlutir í leiknum sem maður getur séð og veit hvernig hann vill spila. Vonandi getum við nýtt okkur mína kunnáttu og séð hvernig þetta allt þróast. En þetta er auðvitað bara fótboltaleikur og allt getur gerst inn á vellinum.“ Hvernig leik býstu við á móti Wales? „Bara vonandi spennandi og skemmtilegum leik. Við vitum að þetta velska lið vill spila fótbolta. Það er alveg klárt. Við þurfum að leiða þá í einhverjar gildrur. Reyna að vinna boltann hátt á vellinum. Sækja svolítið á það en um leið vera óhræddir við að halda í boltann. Þetta verður vonandi bara spennandi og jafn leikur.“ Aðeins eitt stig skilur að Wales og Ísland í öðru og þriðja sæti riðilsins. Wales með stigi meira en Ísland eftir fyrstu tvær umferðir riðilsins. Nú taka við tveir heimaleikir hjá okkar mönnum. Stórt tækifæri. Erum við á þeim stað að geta gert kröfu um sex stig úr þessum tveimur komandi heimaleikjum okkar? „Já fólk má svo sem alveg gera kröfu á það ef það vill. Við förum bara inn í hvern einasta leik til að ná í þrjú stig. Reyna algjörlega að gera okkar besta og sigra alla leiki. Sérstaklega á heimavelli. Við viljum auðvitað að Laugardalsvöllurinn verði völlur sem lið vilji ekki koma á. Það var staðan hérna áður og fyrr. Mér finnst þetta vera að þróast í þá átt aftur. Vonandi sjáum við sem flesta á Laugardalsvellinum og gerum hann að því vígi sem hann var.“ Viðtalið við Jóhann Berg, sem tekið var í gær eftir blaðamannafund íslenska landsliðsins, má sjá hér fyrir ofan. Leikur Íslands og Wales í Þjóðadeild UEFA í kvöld verður sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan korter í sjö en upphitun hefst hálftíma fyrr. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Sjá meira
Jóhann Berg þekkir til Craig Bellamy, núverandi landsliðsþjálfara Wales, frá fyrri tíð en sá var aðstoðarþjálfari Burnley á árunum 2022 til 2024 á þeim tíma sem Jóhann var leikmaður félagsins. Bellamy tók við velska landsliðinu í sumar og hefur stýrt því fyrstu tveimur leikjum liðsins í B-deild Þjóðadeildar UEFA. Bellamy á að baki ansi áhugaverðan feril sem leikmaður. Feril sem teygir sig til félagsliða á borð við Manchester City, Liverpool og Newcastle United. Sem leikmaður lét hann ekki vaða yfir sig, var óhræddur við að láta menn heyra það. Algjör harðhaus. Eitthvað sem einkenndi hann líka sem þjálfari að sögn Jóhanns Bergs. „Já hann gat alveg verið það en líka auðmjúkur. Frábær þjálfari sem veit nákvæmlega hvernig hann vill spila fótbolta. Ég átti tvö mjög góð ár með honum þó svo að seinna árið hafi verið töluvert erfiðara en það fyrra. Við áttum fullt af góðum stundum saman. Ég get ekkert annað en jákvæða hluti sagt um Craig Bellamy. Hann hefur bara haft tvo leiki og nokkrar æfingar. Það er erfitt að koma sínum stíl á framfæri á svona stuttum tíma. Það eru þó ákveðnir hlutir í leiknum sem maður getur séð og veit hvernig hann vill spila. Vonandi getum við nýtt okkur mína kunnáttu og séð hvernig þetta allt þróast. En þetta er auðvitað bara fótboltaleikur og allt getur gerst inn á vellinum.“ Hvernig leik býstu við á móti Wales? „Bara vonandi spennandi og skemmtilegum leik. Við vitum að þetta velska lið vill spila fótbolta. Það er alveg klárt. Við þurfum að leiða þá í einhverjar gildrur. Reyna að vinna boltann hátt á vellinum. Sækja svolítið á það en um leið vera óhræddir við að halda í boltann. Þetta verður vonandi bara spennandi og jafn leikur.“ Aðeins eitt stig skilur að Wales og Ísland í öðru og þriðja sæti riðilsins. Wales með stigi meira en Ísland eftir fyrstu tvær umferðir riðilsins. Nú taka við tveir heimaleikir hjá okkar mönnum. Stórt tækifæri. Erum við á þeim stað að geta gert kröfu um sex stig úr þessum tveimur komandi heimaleikjum okkar? „Já fólk má svo sem alveg gera kröfu á það ef það vill. Við förum bara inn í hvern einasta leik til að ná í þrjú stig. Reyna algjörlega að gera okkar besta og sigra alla leiki. Sérstaklega á heimavelli. Við viljum auðvitað að Laugardalsvöllurinn verði völlur sem lið vilji ekki koma á. Það var staðan hérna áður og fyrr. Mér finnst þetta vera að þróast í þá átt aftur. Vonandi sjáum við sem flesta á Laugardalsvellinum og gerum hann að því vígi sem hann var.“ Viðtalið við Jóhann Berg, sem tekið var í gær eftir blaðamannafund íslenska landsliðsins, má sjá hér fyrir ofan. Leikur Íslands og Wales í Þjóðadeild UEFA í kvöld verður sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan korter í sjö en upphitun hefst hálftíma fyrr.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Sjá meira