Miklar líkur á vandræðalegri stöðu fyrir Ísland Sindri Sverrisson skrifar 10. október 2024 08:33 Það er enn hægt að spila á Laugardalsvelli, þar sem Ísland hefur oft náð frábærum úrslitum, en KSÍ segir útilokað að þar verði spilað í mars. vísir/Hulda Margrét Tölfræðiveita telur áttatíu prósent líkur á því að íslenska karlalandsliðið í fótbolta spili umspilsleiki í Þjóðadeild UEFA í mars á næsta ári. Ekki yrði hægt að spila á Laugardalsvelli og því góð ráð dýr. Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu eru í harðri baráttu í sínum fjögurra liða riðli, í B-deild Þjóðadeildarinnar, eftir sigur gegn Svartfjallalandi en tap gegn Tyrklandi ytra í september. Nú mæta þeir Wales á morgun og Tyrklandi á mánudag, og eru báðir leikirnir á Laugardalsvelli. Með því að taka 4-6 stig úr þessum leikjum ætti Ísland fína möguleika á að vinna sinn riðil, en riðlakeppninni lýkur með útileikjum við Svartfjallalandi og Wales í nóvember. Hvað gerist ef Ísland endar í: 1. sæti: Ísland upp í A-deild Þjóðadeildar, og spilar í undankeppni HM í mars 2025. Miði inn í HM-umspilið í mars 2026 nánast tryggður, gerist þess þörf. 2. sæti: Ísland í umspil í mars 2025 við lið úr 3. sæti riðils í A-deild, um sæti í A-deild. 3. sæti: Ísland í umspil í mars 2025 við lið úr 2. sæti riðils í C-deild, um sæti í B-deild. 4. sæti: Ísland fellur í C-deild Þjóðadeildar, og spilar í undankeppni HM í mars 2025. Aðeins ef Ísland vinnur sinn riðil eða endar neðst í honum, spilar liðið ekki í tveggja leikja umspili í mars á næsta ári. Síðan We Global Football, sem sérhæfir sig í fótboltatölfræði, metur líkurnar 80% á því að Ísland endi í 2. eða 3. sæti síns riðils og fari því í umspilsleiki. Teams in the Nations League quarters or pro/rel playoffs will play Nations League matches in March, meaning no World Cup qualifiers until June. 8 League A teams have a 99%+ chance:🇵🇹 🇮🇹 🇫🇷 🇧🇪 🇩🇪 🇳🇱 🇪🇸 🇩🇰 League B/C/D most likely🇬🇷 Greece - 82.8%🇮🇸 Iceland - 80.4%🏴 Wales…— We Global Football (@We_Global) October 8, 2024 HM-umspil með sigri í riðlinum Sigur í riðlinum myndi koma Íslandi hjá því að spila umspilsleiki í mars, og jafnframt nær örugglega tryggja liðinu afar spennandi tækifæri sem felst í öðru umspili (í mars 2026), um sæti á HM 2026 í Norður-Ameríku. Liðið myndi reyndar ekki þurfa að nýta sér þetta tækifæri ef það kæmist svo beint á HM í gegnum undankeppnina á næsta ári, en það gæti reynst dýrmætt að hafa þessa varaleið. KSÍ meðvitað um stöðuna en engin ákvörðun tekin En ef að Ísland endar í 2. eða 3. sæti síns riðils þá þarf liðið að fara í umspilsleiki 20. og 25. mars, þar sem leikið yrði heima og að heiman. Liðið í 2. sæti fer í umspil við lið úr 3. sæti í A-deild, og því mögulega eitthvað stórlið, en liðið í 3. sæti í riðli Íslands gæti fallið því það fer í umspil við lið úr 2. sæti í C-deild. Liðið í 4. sæti fellur beint niður í C-deild og í því tilviki þyrfti ekki að spila heimaleik á Íslandi í mars. Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að sambandið sé meðvitað um stöðuna. Fari svo að Ísland spili í umspili í mars verði ekki hægt að spila á Laugardalsvelli enda sé stefnt á að hefja brátt framkvæmdir þar, til að leggja blandað gras. Aðspurður hvort einhver möguleiki sé þá á að spilað yrði í umspili á Íslandi í mars, til að mynda á Kópavogsvelli líkt og Víkingur fékk leyfi til að gera í Sambandsdeild Evrópu í vetur, svarar Eysteinn: „Það er bara verið að vinna í því að skoða stöðuna og alla möguleika. Ekkert verið ákveðið ennþá.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Laugardalsvöllur Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu eru í harðri baráttu í sínum fjögurra liða riðli, í B-deild Þjóðadeildarinnar, eftir sigur gegn Svartfjallalandi en tap gegn Tyrklandi ytra í september. Nú mæta þeir Wales á morgun og Tyrklandi á mánudag, og eru báðir leikirnir á Laugardalsvelli. Með því að taka 4-6 stig úr þessum leikjum ætti Ísland fína möguleika á að vinna sinn riðil, en riðlakeppninni lýkur með útileikjum við Svartfjallalandi og Wales í nóvember. Hvað gerist ef Ísland endar í: 1. sæti: Ísland upp í A-deild Þjóðadeildar, og spilar í undankeppni HM í mars 2025. Miði inn í HM-umspilið í mars 2026 nánast tryggður, gerist þess þörf. 2. sæti: Ísland í umspil í mars 2025 við lið úr 3. sæti riðils í A-deild, um sæti í A-deild. 3. sæti: Ísland í umspil í mars 2025 við lið úr 2. sæti riðils í C-deild, um sæti í B-deild. 4. sæti: Ísland fellur í C-deild Þjóðadeildar, og spilar í undankeppni HM í mars 2025. Aðeins ef Ísland vinnur sinn riðil eða endar neðst í honum, spilar liðið ekki í tveggja leikja umspili í mars á næsta ári. Síðan We Global Football, sem sérhæfir sig í fótboltatölfræði, metur líkurnar 80% á því að Ísland endi í 2. eða 3. sæti síns riðils og fari því í umspilsleiki. Teams in the Nations League quarters or pro/rel playoffs will play Nations League matches in March, meaning no World Cup qualifiers until June. 8 League A teams have a 99%+ chance:🇵🇹 🇮🇹 🇫🇷 🇧🇪 🇩🇪 🇳🇱 🇪🇸 🇩🇰 League B/C/D most likely🇬🇷 Greece - 82.8%🇮🇸 Iceland - 80.4%🏴 Wales…— We Global Football (@We_Global) October 8, 2024 HM-umspil með sigri í riðlinum Sigur í riðlinum myndi koma Íslandi hjá því að spila umspilsleiki í mars, og jafnframt nær örugglega tryggja liðinu afar spennandi tækifæri sem felst í öðru umspili (í mars 2026), um sæti á HM 2026 í Norður-Ameríku. Liðið myndi reyndar ekki þurfa að nýta sér þetta tækifæri ef það kæmist svo beint á HM í gegnum undankeppnina á næsta ári, en það gæti reynst dýrmætt að hafa þessa varaleið. KSÍ meðvitað um stöðuna en engin ákvörðun tekin En ef að Ísland endar í 2. eða 3. sæti síns riðils þá þarf liðið að fara í umspilsleiki 20. og 25. mars, þar sem leikið yrði heima og að heiman. Liðið í 2. sæti fer í umspil við lið úr 3. sæti í A-deild, og því mögulega eitthvað stórlið, en liðið í 3. sæti í riðli Íslands gæti fallið því það fer í umspil við lið úr 2. sæti í C-deild. Liðið í 4. sæti fellur beint niður í C-deild og í því tilviki þyrfti ekki að spila heimaleik á Íslandi í mars. Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að sambandið sé meðvitað um stöðuna. Fari svo að Ísland spili í umspili í mars verði ekki hægt að spila á Laugardalsvelli enda sé stefnt á að hefja brátt framkvæmdir þar, til að leggja blandað gras. Aðspurður hvort einhver möguleiki sé þá á að spilað yrði í umspili á Íslandi í mars, til að mynda á Kópavogsvelli líkt og Víkingur fékk leyfi til að gera í Sambandsdeild Evrópu í vetur, svarar Eysteinn: „Það er bara verið að vinna í því að skoða stöðuna og alla möguleika. Ekkert verið ákveðið ennþá.“
Hvað gerist ef Ísland endar í: 1. sæti: Ísland upp í A-deild Þjóðadeildar, og spilar í undankeppni HM í mars 2025. Miði inn í HM-umspilið í mars 2026 nánast tryggður, gerist þess þörf. 2. sæti: Ísland í umspil í mars 2025 við lið úr 3. sæti riðils í A-deild, um sæti í A-deild. 3. sæti: Ísland í umspil í mars 2025 við lið úr 2. sæti riðils í C-deild, um sæti í B-deild. 4. sæti: Ísland fellur í C-deild Þjóðadeildar, og spilar í undankeppni HM í mars 2025.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Laugardalsvöllur Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Sjá meira