Klopp gæti ekki verið spenntari: „Lít á mig sem leiðbeinanda“ Sindri Sverrisson skrifar 9. október 2024 12:03 Jürgen Klopp var dýrkaður og dáður í Liverpool og kvaddur með tárum í vor. Nú hefur hann fundið sér nýtt starf. Getty/James Baylis Forráðamenn Red Bull binda miklar vonir við ráðningu Jürgens Klopp í starf alþjóða yfirmanns fótboltamála hjá samsteypunni. Sjálfur kveðst hann ekki geta verið spenntari. Klopp hætti sem knattspyrnustjóri Liverpool í vor, eftir níu ár í því starfi, og var áður stjóri Dortmund og Mainz um árabil. Nú tekur við nýr kafli hjá þessum 57 ára gamla Þjóðverja sem þó er sagður vera með klásúlu í samningi sínum við Red Bull, sem geri honum kleift að taka við þýska landsliðinu bjóðist það. „Eftir næstum 25 ár á hliðarlínunni þá gæti ég ekki verið spenntari en fyrir svona verkefni. Hlutverkið mitt hefur breyst en ekki ástríðan fyrir fótbolta og fólkinu sem gerir leikinn að því sem hann er,“ sagði Klopp eftir að Red Bull tilkynnti um ráðningu hans í dag. Red Bull á knattspyrnufélögin RB Leipzig í Þýskalandi, Red Bull Salzburg og FC Liefering í Austurríki, Red Bull Bragantino í Brasilíu og New York Red Bulls í Bandaríkjunum, en er einnig áberandi til að mynda í akstursíþróttum. Hlutverk Klopps verður meðal annars að ráðleggja öllum fótboltafélögunum varðandi þjálfun, leikhugmyndafræði, og þróun og kaup á ungum leikmönnum og þjálfurum. „Með því að ganga til liðs við Red Bull vil ég þróa, bæta og styðja við ótrúlega hæfileikaríka fótboltamenn sem við höfum í okkar röðum. Það eru margar leiðir til þess með því að nýta þá heimsklassa vitneskju og reynslu sem er innan Red Bull, í öðrum íþróttagreinum og iðnaði. Saman komumst við að því hve langt er hægt að ná. Ég lít á mig sem leiðbeinanda fyrst og fremst, fyrir þjálfara og stjórnendur Red Bull félaganna. En þegar allt kemur til alls er ég hluti af fyrirtæki sem er einstakt, nýstárlegt og horfir til framtíðar. Eins og ég sagði þá gæti ég ekki verið spenntari,“ sagði Klopp. Þýski boltinn Fótbolti Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Klopp hætti sem knattspyrnustjóri Liverpool í vor, eftir níu ár í því starfi, og var áður stjóri Dortmund og Mainz um árabil. Nú tekur við nýr kafli hjá þessum 57 ára gamla Þjóðverja sem þó er sagður vera með klásúlu í samningi sínum við Red Bull, sem geri honum kleift að taka við þýska landsliðinu bjóðist það. „Eftir næstum 25 ár á hliðarlínunni þá gæti ég ekki verið spenntari en fyrir svona verkefni. Hlutverkið mitt hefur breyst en ekki ástríðan fyrir fótbolta og fólkinu sem gerir leikinn að því sem hann er,“ sagði Klopp eftir að Red Bull tilkynnti um ráðningu hans í dag. Red Bull á knattspyrnufélögin RB Leipzig í Þýskalandi, Red Bull Salzburg og FC Liefering í Austurríki, Red Bull Bragantino í Brasilíu og New York Red Bulls í Bandaríkjunum, en er einnig áberandi til að mynda í akstursíþróttum. Hlutverk Klopps verður meðal annars að ráðleggja öllum fótboltafélögunum varðandi þjálfun, leikhugmyndafræði, og þróun og kaup á ungum leikmönnum og þjálfurum. „Með því að ganga til liðs við Red Bull vil ég þróa, bæta og styðja við ótrúlega hæfileikaríka fótboltamenn sem við höfum í okkar röðum. Það eru margar leiðir til þess með því að nýta þá heimsklassa vitneskju og reynslu sem er innan Red Bull, í öðrum íþróttagreinum og iðnaði. Saman komumst við að því hve langt er hægt að ná. Ég lít á mig sem leiðbeinanda fyrst og fremst, fyrir þjálfara og stjórnendur Red Bull félaganna. En þegar allt kemur til alls er ég hluti af fyrirtæki sem er einstakt, nýstárlegt og horfir til framtíðar. Eins og ég sagði þá gæti ég ekki verið spenntari,“ sagði Klopp.
Þýski boltinn Fótbolti Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira