Afhöfðaður sex dögum eftir embættistöku Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2024 21:18 Stuðningsmenn Alejandro Arcos leggja kerti við minnisvarða um borgarstjórann. AP/Alejandrino Gonzalez Alejandreo Arcos, nýkjörinn borgarstjóri Chilpancingo, hafði einungis setið í embætti í sex daga þegar hann var myrtur og höfuðið skorið af honum. Aðrir borgarstjórar í sama héraði hafa biðlað til ríkisstjórnarinnar eftir aukinni öryggisgæslu en sveitarstjórnarpólitík í Mexíkó hefur lengi verið mjög blóðug. Þá hefur glæpastarfsemi einnig verið gífurlegt vandamál í Chilpancingo, sem er höfuðborg Guerrero-héraðs, en í fyrra héldu hundruð þungvopnaðra glæpamanna mótmæli í borginni, rændu brynvörðum bíl og tóku lögregluþjóna í gíslingu, þar til vinum þeirra var sleppt úr haldi lögreglunnar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Reuters segir Arcos hafa farið úr borginni á fund, áður en hann var myrtur. Hann hafi verið einn á ferð og á sunnudaginn hafi svo myndir verið birtar á samfélagsmiðlum sem hafi sýnt höfuð hans á þaki pallbíls. Skömmu áður hafði Arcos sagt í viðtali að hann vildi aukna öryggisgæslu en hann hafði ekki farið fram á hana formlega. Eftir að hann var myrtur hafa að minnsta kosti fjórir aðrir borgarstjórar í Guerrero og í nærliggjandi héraði sem heitir Guanajuato farið fram á aukna öryggisgæslu. Omar Garcia Harfuch, öryggismálaráðherra Mexíkó, segir að borgarstjórarnir geti fengið brynvarða bíla, fleiri lífverði og viðvörunarkerfi frá ríkinu. Ráðherrann vildi ekki segja á blaðamannafundi í dag hvern Arcos hefði hitt á áðurnefndum fundi. Morðið væri til rannsóknar og ekki væri hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Frá jarðarför Arcos á mánudaginn.AP/Alejandrino Gonzalez Ástandið slæmt víða og blóðugar kosningar Öryggisástandið í Guanajuato þykir sérstaklega slæmt en fyrir kosningar í júní voru fjórir frambjóðendur til borgarstjóra myrtir. Glæpagengi ganga á frambjóðendur, borgarstjóra og embættismenn og kúga þá meðal annars til að greiða verndunargjald, gera opinbera samninga við glæpagengin og til að skipa glæpamenn í embætti innan lögreglunnar. Kosningarnar í sumar þóttu sérstaklega blóðugar víða um Mexíkó. Claudia Sheinbaum, nýkjörinn forseti Mexíkó, ætlar á næstu dögum að kynna áætlun sína til að draga úr ofbeldi í Mexíkó. Glæpamenn í Mexíkó eru margir hverjir mjög vel vopnum búnir. Í mjög einföldu máli sagt hafa glæpagengi þar í landi lengi flutt mikið magn fíkniefna víða um heim og þá sérstaklega til Bandaríkjanna. Frá Bandaríkjunum fá þeir mikið magn peninga fyrir þessi fíkniefni og eru þeir peningar meðal annars notaðir til að kaupa gífurlegt magn skotvopna í Bandaríkjunum og flytja þau til Mexíkó. Yfirvöld í Mexíkó hafa reynt að höfða mál gegn bandarískum skotvopnaframleiðendum til að reyna að sporna gegn þessu flæði vopna suður yfir landamærin en án árangurs. Árið 2021 töldu ráðamenn í Mexíkó að á undangengnum áratug hefðu um 2,5 milljónir skotvopna verið flutt til Mexíkó með ólöglegum hætti. Sjá einnig: Mexíkóar ætla að höfða mál gegn byssuframleiðendum í Bandaríkjunum Vopnum þessum er ekki eingöngu beitt gegn öðrum glæpamönnum heldur einnig lögregluþjónum og hermönnum í Mexíkó. Mexíkó Erlend sakamál Tengdar fréttir Blóðug barátta um yfirráð yfir Sinaloa-samtökunum Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, biðlaði á dögunum til leiðtoga Sinaloa-samtakanna, sem berjast nú um yfirráð yfir glæpasamtökunum alræmdu, og bað þá um að sýna ábyrgð. Umfangsmikil ofbeldisalda hefur leikið Culiacan, höfuðborg Sinaloa-héraðsins, grátt á undanförnum dögum. 17. september 2024 08:02 Skotin nítján sinnum stuttu eftir kosningar Yolanda Sanchez, bæjarstjóri Cotija í Mexíkó, var myrt nokkrum klukkutímum eftir að Claudia Sheinbaum varð fyrsta konan til að vera kjörin forseti þar í landi á sunnudaginn. 4. júní 2024 14:02 Fyrsta konan og gyðingurinn til að verða forseti Mexíkó Claudia Sheinbaum varð í gær fyrsta konan og fyrsti gyðingurinn til að vera kjörinn forseti Mexíkó. Tvær konur voru í framboði en Sheinbaum hlaut um 58 prósent atkvæða, nærri 30 prósentum meira en Xóchitl Gálvez. 3. júní 2024 06:43 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Þá hefur glæpastarfsemi einnig verið gífurlegt vandamál í Chilpancingo, sem er höfuðborg Guerrero-héraðs, en í fyrra héldu hundruð þungvopnaðra glæpamanna mótmæli í borginni, rændu brynvörðum bíl og tóku lögregluþjóna í gíslingu, þar til vinum þeirra var sleppt úr haldi lögreglunnar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Reuters segir Arcos hafa farið úr borginni á fund, áður en hann var myrtur. Hann hafi verið einn á ferð og á sunnudaginn hafi svo myndir verið birtar á samfélagsmiðlum sem hafi sýnt höfuð hans á þaki pallbíls. Skömmu áður hafði Arcos sagt í viðtali að hann vildi aukna öryggisgæslu en hann hafði ekki farið fram á hana formlega. Eftir að hann var myrtur hafa að minnsta kosti fjórir aðrir borgarstjórar í Guerrero og í nærliggjandi héraði sem heitir Guanajuato farið fram á aukna öryggisgæslu. Omar Garcia Harfuch, öryggismálaráðherra Mexíkó, segir að borgarstjórarnir geti fengið brynvarða bíla, fleiri lífverði og viðvörunarkerfi frá ríkinu. Ráðherrann vildi ekki segja á blaðamannafundi í dag hvern Arcos hefði hitt á áðurnefndum fundi. Morðið væri til rannsóknar og ekki væri hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Frá jarðarför Arcos á mánudaginn.AP/Alejandrino Gonzalez Ástandið slæmt víða og blóðugar kosningar Öryggisástandið í Guanajuato þykir sérstaklega slæmt en fyrir kosningar í júní voru fjórir frambjóðendur til borgarstjóra myrtir. Glæpagengi ganga á frambjóðendur, borgarstjóra og embættismenn og kúga þá meðal annars til að greiða verndunargjald, gera opinbera samninga við glæpagengin og til að skipa glæpamenn í embætti innan lögreglunnar. Kosningarnar í sumar þóttu sérstaklega blóðugar víða um Mexíkó. Claudia Sheinbaum, nýkjörinn forseti Mexíkó, ætlar á næstu dögum að kynna áætlun sína til að draga úr ofbeldi í Mexíkó. Glæpamenn í Mexíkó eru margir hverjir mjög vel vopnum búnir. Í mjög einföldu máli sagt hafa glæpagengi þar í landi lengi flutt mikið magn fíkniefna víða um heim og þá sérstaklega til Bandaríkjanna. Frá Bandaríkjunum fá þeir mikið magn peninga fyrir þessi fíkniefni og eru þeir peningar meðal annars notaðir til að kaupa gífurlegt magn skotvopna í Bandaríkjunum og flytja þau til Mexíkó. Yfirvöld í Mexíkó hafa reynt að höfða mál gegn bandarískum skotvopnaframleiðendum til að reyna að sporna gegn þessu flæði vopna suður yfir landamærin en án árangurs. Árið 2021 töldu ráðamenn í Mexíkó að á undangengnum áratug hefðu um 2,5 milljónir skotvopna verið flutt til Mexíkó með ólöglegum hætti. Sjá einnig: Mexíkóar ætla að höfða mál gegn byssuframleiðendum í Bandaríkjunum Vopnum þessum er ekki eingöngu beitt gegn öðrum glæpamönnum heldur einnig lögregluþjónum og hermönnum í Mexíkó.
Mexíkó Erlend sakamál Tengdar fréttir Blóðug barátta um yfirráð yfir Sinaloa-samtökunum Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, biðlaði á dögunum til leiðtoga Sinaloa-samtakanna, sem berjast nú um yfirráð yfir glæpasamtökunum alræmdu, og bað þá um að sýna ábyrgð. Umfangsmikil ofbeldisalda hefur leikið Culiacan, höfuðborg Sinaloa-héraðsins, grátt á undanförnum dögum. 17. september 2024 08:02 Skotin nítján sinnum stuttu eftir kosningar Yolanda Sanchez, bæjarstjóri Cotija í Mexíkó, var myrt nokkrum klukkutímum eftir að Claudia Sheinbaum varð fyrsta konan til að vera kjörin forseti þar í landi á sunnudaginn. 4. júní 2024 14:02 Fyrsta konan og gyðingurinn til að verða forseti Mexíkó Claudia Sheinbaum varð í gær fyrsta konan og fyrsti gyðingurinn til að vera kjörinn forseti Mexíkó. Tvær konur voru í framboði en Sheinbaum hlaut um 58 prósent atkvæða, nærri 30 prósentum meira en Xóchitl Gálvez. 3. júní 2024 06:43 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Blóðug barátta um yfirráð yfir Sinaloa-samtökunum Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, biðlaði á dögunum til leiðtoga Sinaloa-samtakanna, sem berjast nú um yfirráð yfir glæpasamtökunum alræmdu, og bað þá um að sýna ábyrgð. Umfangsmikil ofbeldisalda hefur leikið Culiacan, höfuðborg Sinaloa-héraðsins, grátt á undanförnum dögum. 17. september 2024 08:02
Skotin nítján sinnum stuttu eftir kosningar Yolanda Sanchez, bæjarstjóri Cotija í Mexíkó, var myrt nokkrum klukkutímum eftir að Claudia Sheinbaum varð fyrsta konan til að vera kjörin forseti þar í landi á sunnudaginn. 4. júní 2024 14:02
Fyrsta konan og gyðingurinn til að verða forseti Mexíkó Claudia Sheinbaum varð í gær fyrsta konan og fyrsti gyðingurinn til að vera kjörinn forseti Mexíkó. Tvær konur voru í framboði en Sheinbaum hlaut um 58 prósent atkvæða, nærri 30 prósentum meira en Xóchitl Gálvez. 3. júní 2024 06:43