Lopabuxur og geitavesti á tískusýningu í sveitinni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. október 2024 20:06 Sýningarnefndin frá hægri, Kristbjörg Hilmarsdóttir, Valgerður Hildibrandsdóttir og Guðný Söring Sigurðardóttir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íslenskar prjónavörur hafa sjaldan eða aldrei verið eins vinsælar og nú, enda rjúka vörurnar út eins og heitar lummur hjá prjónakonum og hönnuðum varanna. Geitaskinnsvesti eru líka að slá í gegn, svo ekki sé minnst á lopabuxur. Ullarvika Suðurlands fór fram í síðust viku en einn af hápunktum vikunnar var tískusýning prjónahönnuða, allt sunnlenskar prjónakonur, sem sýndu sig og það sem þær eru að gera með íslenska ullina á sviðinu í félagsheimilinu Þingborg í Flóa. En fyrst eru það prjónasjölin, sem eru alls staðar að slá í gegn enda komin út sérstök bók um þau á íslensku og ensku. „Þetta eru sem sagt sjöl og það er uppskriftir af nýjum sjölum og hvert sjal á sér sjalasystur þannig að samtals eru 18 myndir af sjölum í bókinni,” segir Bergrós Kjartansdóttir, höfundur bókarinnar. Og Bergrós segir að enn og aftur sé íslenska ullin að sjá í gegn. „Alveg hreint, algjörlega, íslenska ullin er bara ómótstæðileg. Hún er svo þolinmóð, það er hægt að hnjaskast með hana endalaust, það sér ekki á henni, hún er alltaf eins og ný á nýjum degi.” Bergrós með nýju bókina sína.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þá eru það tískusýningin, sem sló algjörlega í gegn. Margrét Blöndal var kynnir og komu prjónahönnuðirnir á sviðið með sínu fólki til að kynna nýjustu tískuna, en hvað var aðallega verið að sýna? „Bara öll flottustu fötin á Íslandi úr íslenskri ull, það getur ekkert verið neitt betra og flottara. Þetta eru peysur, húfur, sjöl, buxur, dreki, geitur, húfur, sokkar, vettlingar,” segja þær Kristbjörg Hilmarsdóttir og Valgerður Hildibrandsdóttir, sem voru í sýningarnefndinni. „Þetta á eftir að slá í gegn, hér eru bara bestu hönnuðirnir og prjónakonurnar,” bætir Guðný Söring Sigurðardóttir, sem á einnig sæti í sýningarnefndinni. Tískusýningin tókst einstaklega vel og var mjög fjölsótt. Börn, unglingar og fullorðnir tóku þátt eins og ekkert væri.Magnús Hlynur Hreiðarsson En af hverju er ullin svona vinsæl? „Hún bara gerir allt fyrir okkur, hitar okkur, gerir okkur flottar, það er bara svo margt með ullina, hún er svo yndisleg, gaman að vinna úr henni, spinna úr henni, prjóna úr henni, gaman að rýja kindurnar, gaman að umgangast kindurnar, það er allt gott við ullina,” segir Kristbjörg. Geitaskinnsvesti, sem Anna María Flygenring geitabóndi gerði og hannaði vakti mikla athygli og ekki síður vasinn fyrir snjallsímann enda hringdi síminn þegar hún var uppi á sviði. Anna María talandi í símann í geitaskinnsvestinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og hönnun Sigríðar Jónsdóttur, sauðfjárbónda vakti líka athygli enda var talað um að hún væri með villtasta atriðið á sviðinu þegar hún sýndi peysuna sína, sem heitir Dreki og ekki síður þegar hún fór að fækka fötum á sviðinu þannig að það hægt væri að sjá vel og vandlega lopabuxurnar hennar, sem hún hannaði og prjónaði af sinni alkunnu snilld. Sigríður Jónsdóttir á sviðinu í Þingborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Sauðfé Tíska og hönnun Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Ullarvika Suðurlands fór fram í síðust viku en einn af hápunktum vikunnar var tískusýning prjónahönnuða, allt sunnlenskar prjónakonur, sem sýndu sig og það sem þær eru að gera með íslenska ullina á sviðinu í félagsheimilinu Þingborg í Flóa. En fyrst eru það prjónasjölin, sem eru alls staðar að slá í gegn enda komin út sérstök bók um þau á íslensku og ensku. „Þetta eru sem sagt sjöl og það er uppskriftir af nýjum sjölum og hvert sjal á sér sjalasystur þannig að samtals eru 18 myndir af sjölum í bókinni,” segir Bergrós Kjartansdóttir, höfundur bókarinnar. Og Bergrós segir að enn og aftur sé íslenska ullin að sjá í gegn. „Alveg hreint, algjörlega, íslenska ullin er bara ómótstæðileg. Hún er svo þolinmóð, það er hægt að hnjaskast með hana endalaust, það sér ekki á henni, hún er alltaf eins og ný á nýjum degi.” Bergrós með nýju bókina sína.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þá eru það tískusýningin, sem sló algjörlega í gegn. Margrét Blöndal var kynnir og komu prjónahönnuðirnir á sviðið með sínu fólki til að kynna nýjustu tískuna, en hvað var aðallega verið að sýna? „Bara öll flottustu fötin á Íslandi úr íslenskri ull, það getur ekkert verið neitt betra og flottara. Þetta eru peysur, húfur, sjöl, buxur, dreki, geitur, húfur, sokkar, vettlingar,” segja þær Kristbjörg Hilmarsdóttir og Valgerður Hildibrandsdóttir, sem voru í sýningarnefndinni. „Þetta á eftir að slá í gegn, hér eru bara bestu hönnuðirnir og prjónakonurnar,” bætir Guðný Söring Sigurðardóttir, sem á einnig sæti í sýningarnefndinni. Tískusýningin tókst einstaklega vel og var mjög fjölsótt. Börn, unglingar og fullorðnir tóku þátt eins og ekkert væri.Magnús Hlynur Hreiðarsson En af hverju er ullin svona vinsæl? „Hún bara gerir allt fyrir okkur, hitar okkur, gerir okkur flottar, það er bara svo margt með ullina, hún er svo yndisleg, gaman að vinna úr henni, spinna úr henni, prjóna úr henni, gaman að rýja kindurnar, gaman að umgangast kindurnar, það er allt gott við ullina,” segir Kristbjörg. Geitaskinnsvesti, sem Anna María Flygenring geitabóndi gerði og hannaði vakti mikla athygli og ekki síður vasinn fyrir snjallsímann enda hringdi síminn þegar hún var uppi á sviði. Anna María talandi í símann í geitaskinnsvestinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og hönnun Sigríðar Jónsdóttur, sauðfjárbónda vakti líka athygli enda var talað um að hún væri með villtasta atriðið á sviðinu þegar hún sýndi peysuna sína, sem heitir Dreki og ekki síður þegar hún fór að fækka fötum á sviðinu þannig að það hægt væri að sjá vel og vandlega lopabuxurnar hennar, sem hún hannaði og prjónaði af sinni alkunnu snilld. Sigríður Jónsdóttir á sviðinu í Þingborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Sauðfé Tíska og hönnun Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira