Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Þórarinn Þórarinsson skrifar 7. október 2024 11:21 Selir og Þórsarar mættust, jöfn að stigum, á toppi Tölvulistadeildarinnar í Overwatch á laugardaginn en leikar fóru þannig að Þór náði með sigri að lyfta sér upp fyrir andstæðingana og eigna sér efsta sætið. Lið Þórs frá Akureyri er enn taplaust í Tölvulistadeildinni í Overwatch eftir 2-1 sigur á Selunum frá Selfossi í 5. umferð þar sem liðin voru jöfn að stigum þegar þau hófu baráttuna um fyrsta sætið á laugardaginn. Þórsarar hafa því treyst sig í sessi á toppnum með 15 stig en Selirnir eru þó ekki langt undan með 13 stig í 2. sæti. Guðjón og Guðbergur lýstu tveimur viðureignum í beinni og töldu þær báðar í meira lagi spennandi þar sem í hinum leiknum mættust lið Jötuns og Böðla í botnbaráttunni. Þar tókst Böðlum að landa sínum fyrsta sigri, eru komnir með 5 stig og skilja Jötunn eftir á botninum með 1 stig. Staða liðanna er því óbreytt frá 4. umferð en Trölli-Loop og Dusty eiga leik til góða og þeir Guðbergur og Guðjón töldu óhætt að fullyrða að deildin sé enn galopin í fjórum efstu sætunum þar sem Dusty og Tröll séu til alls líkleg og gætu byrjað að stríða toppliðum Þórs og Selanna í næstu umferðum. Staðan í Tölvulistadeildinni í Overwatch eftir leiki helgarinnar í 5. umferð. Rafíþróttir Tengdar fréttir Jötunn og Böðlar berjast í bökkum á botninum Þrír leikir fóru fram í 4. umferð Tölvulistadeildarinnar í Overwatch á laugardaginn og að henni lokinni er lið Þórs enn í efsta sæti eftir 3-0 sigur á Jötni í „svakalegum leik“ eins og Óskar og Guðný Stefanía orðuðu það í beinni útsendingu frá umferðinni. 30. september 2024 11:10 Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti
Þórsarar hafa því treyst sig í sessi á toppnum með 15 stig en Selirnir eru þó ekki langt undan með 13 stig í 2. sæti. Guðjón og Guðbergur lýstu tveimur viðureignum í beinni og töldu þær báðar í meira lagi spennandi þar sem í hinum leiknum mættust lið Jötuns og Böðla í botnbaráttunni. Þar tókst Böðlum að landa sínum fyrsta sigri, eru komnir með 5 stig og skilja Jötunn eftir á botninum með 1 stig. Staða liðanna er því óbreytt frá 4. umferð en Trölli-Loop og Dusty eiga leik til góða og þeir Guðbergur og Guðjón töldu óhætt að fullyrða að deildin sé enn galopin í fjórum efstu sætunum þar sem Dusty og Tröll séu til alls líkleg og gætu byrjað að stríða toppliðum Þórs og Selanna í næstu umferðum. Staðan í Tölvulistadeildinni í Overwatch eftir leiki helgarinnar í 5. umferð.
Rafíþróttir Tengdar fréttir Jötunn og Böðlar berjast í bökkum á botninum Þrír leikir fóru fram í 4. umferð Tölvulistadeildarinnar í Overwatch á laugardaginn og að henni lokinni er lið Þórs enn í efsta sæti eftir 3-0 sigur á Jötni í „svakalegum leik“ eins og Óskar og Guðný Stefanía orðuðu það í beinni útsendingu frá umferðinni. 30. september 2024 11:10 Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti
Jötunn og Böðlar berjast í bökkum á botninum Þrír leikir fóru fram í 4. umferð Tölvulistadeildarinnar í Overwatch á laugardaginn og að henni lokinni er lið Þórs enn í efsta sæti eftir 3-0 sigur á Jötni í „svakalegum leik“ eins og Óskar og Guðný Stefanía orðuðu það í beinni útsendingu frá umferðinni. 30. september 2024 11:10