Rúnar Páll hættir eftir tímabilið: „Mun kveðja Fylki með söknuði“ Andri Már Eggertsson skrifar 6. október 2024 19:38 Rúnar Páll Sigmundsson á hliðarlínunni í dag Vísir/Pawel Cieslikiewicz Fylkir gerði 2-2 jafntefli gegn HK í Kórnum og eru fallnir úr efstu deild. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var virkilega ósáttur með jöfnunarmark HK og staðfesti einnig að hann verði ekki með liðið á næsta tímabili. „Að hann skyldi bæta aukalega við einni og hálfri mínútu umfram þessar sex mínútur. Það voru engar tafir í leiknum ef hann ætlaði að saka Ólaf [Kristófer Helgason] um að tefja þá átti hann að gefa honum gult spjald og það var aldrei neitt þannig og þá hefðu það verið auka 30 sekúndu,“ sagði Rúnar Páll sem var virkilega ósáttur með að jöfnunarmark HK kom á 97. mínútu og hélt áfram að tala um dómarann. „Elli [Erlendur Eiríksson] sagði við mig þegar það var útspark að tíminn væri kominn. Eftir það fór boltinn í innkast, svo kom aukaspyrna og hornspyrna. Ég bara skil þetta ekki. Það var enginn að tefja. Við fengum aukaspyrnu og það var enginn að tefja og leikurinn bara heldur áfram. Við fengum ekkert spjald eða tiltal.“ Fylkir var undir í hálfleik og Rúnar var ánægður með karakterinn í liðinu að koma til baka og skora tvö mörk sem dugði þó ekki til sigurs. „Það var karakter í því. Við spiluðum þennan leik ágætlega en við hefðum átt að koma í veg fyrir þetta mark sem við fengum á okkur. Við áttum að koma þessum helvítis bolta í burtu. Við erum fallnir og taflan lýgur því ekkert.“ Rúnar Páll fékk beint rautt spjald og er á leiðinni í leikbann. Rúnar Páll staðfesti að hann muni ekki þjálfa liðið á næsta tímabili. „Ef ég fer í tveggja leikjabann þá var þetta minn síðasti leikur fyrir Fylki. Ég ætla segja þetta gott. Þetta var frábær tími og þetta er frábært félag með frábæra leikmenn og gott fólk í kringum félagið. Ég mun kveðja Fylki með söknuði en það tak við nýir tímar hjá mér,“ sagði Rúnar Páll að lokum. Fylkir Besta deild karla Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Sjá meira
„Að hann skyldi bæta aukalega við einni og hálfri mínútu umfram þessar sex mínútur. Það voru engar tafir í leiknum ef hann ætlaði að saka Ólaf [Kristófer Helgason] um að tefja þá átti hann að gefa honum gult spjald og það var aldrei neitt þannig og þá hefðu það verið auka 30 sekúndu,“ sagði Rúnar Páll sem var virkilega ósáttur með að jöfnunarmark HK kom á 97. mínútu og hélt áfram að tala um dómarann. „Elli [Erlendur Eiríksson] sagði við mig þegar það var útspark að tíminn væri kominn. Eftir það fór boltinn í innkast, svo kom aukaspyrna og hornspyrna. Ég bara skil þetta ekki. Það var enginn að tefja. Við fengum aukaspyrnu og það var enginn að tefja og leikurinn bara heldur áfram. Við fengum ekkert spjald eða tiltal.“ Fylkir var undir í hálfleik og Rúnar var ánægður með karakterinn í liðinu að koma til baka og skora tvö mörk sem dugði þó ekki til sigurs. „Það var karakter í því. Við spiluðum þennan leik ágætlega en við hefðum átt að koma í veg fyrir þetta mark sem við fengum á okkur. Við áttum að koma þessum helvítis bolta í burtu. Við erum fallnir og taflan lýgur því ekkert.“ Rúnar Páll fékk beint rautt spjald og er á leiðinni í leikbann. Rúnar Páll staðfesti að hann muni ekki þjálfa liðið á næsta tímabili. „Ef ég fer í tveggja leikjabann þá var þetta minn síðasti leikur fyrir Fylki. Ég ætla segja þetta gott. Þetta var frábær tími og þetta er frábært félag með frábæra leikmenn og gott fólk í kringum félagið. Ég mun kveðja Fylki með söknuði en það tak við nýir tímar hjá mér,“ sagði Rúnar Páll að lokum.
Fylkir Besta deild karla Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Sjá meira